Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1944, Page 7

Læknablaðið - 01.06.1944, Page 7
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: ÓLAFUR GEIRSSON. Meðritstjórar: BJÖRN SIGURÐSSON frá Veðramóti og JÓHANNES BJÖRNSSON. 29. árg. Reykjavik 1944. 9. tbl. 7"T.~ --------p—,—:—|—M----- Nokkurar Sjukrasögur. Eftir Jóhann Sæmundsson. Hér veröur skýrt frá nokkrum sjúklingum, sem haldnir voru sjúk- dómum, er munu mega teljast sjald- gæfir, a. m. k. hér á landi. 1. Atrofia cerebri. Fyrsta tilfelli'8 er maður, er kom til mín i fyrsta sinn árið 1936 og við og við eftir það, fram á árið 1940. Það var Þ. J., fæddur 11./4. 1898. Hann varð fyrir mjög alvarlegu höfuðmeiðsli árið 1910. Þá sló hann hestur vinstra megin á ennið, svo mjög, að beinið dalaðist. Sjúkling- urinn var meðvitundarlaus í um 2 sólarhringa, en fór þá að komast til ráðs, og komst á fætur eftir rúm- lega mánuð. Eftir þetta var hann mjög heilsu- góður fram til ársins 1933, einkum skal það tekið fram, að hann þjáð- ist ekki af þorsta. En í aprílmán- uði 1933 fór hann að þjást af mikl- um þorsta og þurrk í hálsi, svo að hann varð sífellt að vera að drekka. Þótt hann slokaði í sig 3—4 vatns- glösum í einu, var þorstanum ekki fullnægt. Þvagið varð nijög mikið og þvag- látin nijög tið. Þótt hann reyndi að kvelja sig og drekka lítið, var þvag- ið samt miklu meira en hann drakk. Hann var bifreiðastjóri, er þetta var, og ók milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Þótt hann kastaði af sér þvagi, áður en hann lagði af stað úr Reykjavík, komst hann sjaldan nema hálfa leið, án þess að kasta af sér vatni, og er þó aðeins 20—30 mínútna ferð á milli. Hann var látinn reyna sérstakt mataræði, aðallega'grænmeti, að ráði læknis sins. en það var gagnslaust. Leitaði hann þá annars læknis um haustið, er ráðlagði honum pituitrin-inndæl- ingar 1 sinni á dag. Lærði hann að annast þetta sjálfur, og dældi í sig pituitrini, stundum 3svar á dag. Áð- ur hafði diuresis verið allt upp í 13 lítrar á sólarhring, en hún minnk- aði stórum, niður í 3—5 lítra á dag, með pituitrin-meðferðinni. Hann varð að hætta akstri 1936. Pituitrinið verkaði bæði á þorst- ann og þvagflóðið. Ein inngjöf verkaði i 7—8 tíma, en þá hófst þvagrennslið aftur. Hann notaði þó pituitrin aldrei oftar en tveim sinn- um á dag, á morgnana fyrir vinnu og á kvöldin undir svefn. Ef hann hirti eigi um að dæla í sig pituitrini undir svefninn, átti hann á hættu að vakna á /2—1 tima fresti, til að

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.