Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.1950, Qupperneq 18

Læknablaðið - 01.10.1950, Qupperneq 18
126 L Æ KNABLAfilD Risíill og hlaupabóla. (Zosler — varieellae). Læknar hafa nú um alllangt skeið, eða a. m. k. 1 40 ár, haft grun um að samband væri milli ristils og hlaupabólu, og veitt því athygli, að ristill sésl oft um þær mundir, er hlaupa- bóla gengur. Er nú talið, að sams konar virus sé að verki í þessum sjúkdómum báðum. Þannig segir J. Stokes, jr um varicella: „It is caused by a vir- us similar to that which induc- es herpes zoster.“ Frá miðjum ágúst og þar til vika var liðin af septembe?’ 1950, fengu fyrst þrír sjúkling- ar í Vífilsstaðahæli ristil á síðu, og svo aðrir þrír hlaupabólu. 1) Karlmaður, 41 árs að aldri, fékk ristil neðantil á síðu um 15. ágúst. 2) Annar karlmaður, 21 árs, fékk ristil í lumbal-regio 7 sept. og fylgdi vægur þroti og eymsli í náraeitlum sömum megin. 3) Þriðji karlmaðurinn, 72 ára gamall, fékk ristil neðar- lega á síðu um 18. sept. Enginn þessara manna hafði sótthita. Útþotin náðu yfir svæði frá miðlínu á baki að miðlínu á kvið og virust bundin við eina taugagrein. Verkir hurfu alveg á 2—3 vikum.. 4) Stúlka, 15 ára að aldri, fékk hlaupabólu þ. 23. sept. 5) Hinn 5. okt, veiktist 27 ára kona af hlaupabólu. í 2—3 daga áður hafði hún kvartað um allsára verki í h. síðu, en ekkert sást á húð, þar til hlaupabólu-útþotin komu, dreifð jafnt um andlit og bol. Þessi kona hefir extrapleural pneumothorax, en exsudat sást ekki né önnur skýring á verkj- unum í síðunni„ 6) Hinn 7. okt. fékk þriðja stúlkan, 16 ára gömul, hlaupa- bólu. Hún lá í sömu stofu og stúlkan sem fyrst veiktist,, Allar konurnar höfðu sótt- hita, sú fyrsta þó mjög vægan (37,8°). Þær höfðu allar mikil útþot með sérkennum hlaupa- bólu. Karlmennirnir höfðu ekki haft hlaupabólu áður. Timabilið milli fyrsta og annars ihanns er í lengra lagi, því venjulegt mun vsra að telja meðgöngutíma ristils 7— 14 daga, en annars gæti tím- ans vegna verið um að ræða samfelldan faraldur„ Heimildir: Joseph Stokes, jr.: Viral and Rickettsial Infections of Man. bls. 395—399. Ól. Geirsson.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.