Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1952, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.04.1952, Blaðsíða 10
114 IíÆKNABLAÐIÐ lengri meðalævi manna, svo að mun fleiri komast á þann aldur, er mest hætta er á sykursýki, og loks aukin raunveruleg tíðni sykursýki. Til þess að nefna nokkrar tölur má geta þess, að talið er að vitað sé um 1,000000 af sykursjúku fólki í Banda- ríkjunum og rannsóknir, sem gerðar hafa verið þar á síðustu árum, benda til þess, að önnur milljón myndi koma í leitimar, ef vel væri að gáð. Árið 1930 mun hafa verið kunnugt um 30 tilfelli hér á landi, 1942 komu 63 í leitimar og 94 í ársbyrjun 1947. Nú mun vitað um 130—140 sjúklinga með sykursýki hér á landi. Ef að líkum lætur fara jafnmörg eða fleiri tilfelli huldu höfði. Sjúklingar með sykursýki, samfara alvarlegum fylgikvill- um, þurfa að sjálfsögðu að kom- ast í sjúkrahús, en venjulega aðeins skamma stund. Sumir telja æskilegt, að velja sjúkling- unum mataræði og insulin- skammt í sjúkrahúsi til að byrja með, þó að um enga fylgikvilla sé að ræða. Þetta getur verið gott, ef sjúklingarnir fá þar nauðsynlega fræðslu um sjúk- dóminn, en er oft ekki nauð- synlegt. Sjúkrahúslæknar hér hafa oft ekki tíma til þess að fræða sjúklingana eins og æskilegt væri. Gallinn við sjúkrahúsvistina er sá, að sjúkl. er þar við allt önnur skilyrði en heima sjá sér. Fer því stund- um allt lir skorðum, þegar heim kemur og sjúklingurinn fer að gegna störfum sínum, þó að prýðilega hafi gengið meðan hann dvaldi í sjúkrahúsinu. Það er því auðsætt að með- ferð svkursýki eða eftirlit með sjúklingunum fer að mestu fram utan sjúkrahúss og getur riðið á miklu hvernig til tekst. I litlum pésa, sem American Diahetes Association gaf út 1950 segir, að meginþorri lækna félagsins reyni að meðhöndla sjúklingana Jiannig, að enginn eða nálega enginn sykur sé í jjvaginu og blóðsykur jiá um leið nærri réttu lagi. Auk jjess verð- ur að kappkosta að fæði sjúkl. sé svo alhliða að þeim líði vel og séu vinnufærir. Segir þar, að einkum beri að kosta kapps um að jietta megi takast ef börn, unglingar eða sjúldingar með sykursýki á byrjunarstigi eiga í hlut. Að sjálfsögðu verður að slaka nokkuð á kröfunum, ef með- ferðin verður of jn’ingandi fyrir sjúklinginn í framkvæmdinni eða ef ekki er hægt að komast hjá insulin-ójíægindum. Gömlu fólki, sem lengi hefir gengið með svkursýki, virðist nokkur glycosuria næsta mein- laus, enda jjola jjessir sjúklingar mjög illa að Ijlóðsykur falli verulega. Að sjálfsögðu eru til læknar, sem telja, að verulegt magn af sykri í jjvagi sjúklinganna sé

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.