Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1952, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.04.1952, Blaðsíða 20
124 LÆKNABLAÐIÐ gómboga annars vegar og tons- illa sjálf skagar meira inn að miðlínu þeim megin en hins vegar. Mun erfiðari er grein- ingin, ef ástandið er eins beggja vegna. Gott ráð er þá að þrýsta með fingri eða spaða á góm- bogana til hliðar við háls- kirtlana. Sé þar þétt mótstaða og eymsli, er oftast um phlegmonu að ræða, annars er vefurinn þar mjúkur og eymslalaus að kalla. Hafi graftarmyndun átt sér stað — abscessus peritonsillaris — sem sjaldnast er fyrr en á 4. degi, og gröfturinn er nærri yfirborði, má stundum finna þar l'luctuation. Oft er það ein- kennandi fyrir tonsillitis phleg- monosa, að hún byrjar nokkr- um dögum eftir að sjúklingi er bötnuð venjuleg hálsbólga. Hiti og verkir blossa upp á ný, og verkinn leggur upp í eyra. Sjúklingnum verður erfitt urn mál, og eitlar bólgna utan á hálsi, oftast mun meira en í venjulegri bálsbólgu. Aðgreining frá íonsilliti.'S nl- cerosa eða angina Plaut-Vinc- enti er auðveld, þar eð stærri eða minni sár eru þá á annarri eða báðum tonsillum. Getur tonsilla þá stundum verið étin burt að rniklu levti og sárið stórt og gapandi og svipað krabbameinssári. Orsök sjúk- dómsins er talin vera sýklateg- undir tvær, er þar vinna sam- an, bac, fusiformis og spiroc- hæta Vincenti, og má venjulega finna þær í sárinu. Mjög sjald- an er hitahækkun við háls- bólgu þessa, en töluverður sárs- auki. Hún er algeng. Um gang sjúkdómsins við t.ac. simplex er óþarft að fjöl- yrða. Ég ætla aðeins að benda á að nokkur munur er á sjúk- dómnum í fullorðnum og í börnum. í fullorðnum er biti og sárindi í hálsi venjulega i 4—6 daga, en í börnum oftast aðeins 2—3 daga og er áber- andi og einkennilegt, hve sjald- an þau kvarta um sársauka við kyngingu, jafnvel við svæsna hálsbólgu. Algengasti fylgikvilli liáls- bólgu er eitlabólga utan á hálsi, sem stundum getur orðið svo slæm, að það grefur i eitlinum, livaða lyf sem notuð eru. Enda þótt t. ac. sé að jafnaði mjög meinlaus kvilli, getur hún orðið uppbaf alvarlegra veik- inda. Oft byrja sjúkdómar eins og t. d. sepsis, nephritis, endo- carditis, mvocarditis og polv- artliritis með hálsbólgu. Meðferð á t. ac. hefir til skamms tíma verið sympto- matisk. Ég nota venjulega tabl. codipheni til að draga úr sárs- auka og sol. hydrogeni perox- di 3% (matskeið í glas af vatni) til hálsskolunar, því oft er bragð- og daunill útferð úr tonsillum. Lengi hafa verið og eru enn notaðar „sogtöflur“, sem inni-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.