Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1952, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.04.1952, Blaðsíða 24
128 LÆKNABLAÐIÐ að að gera en að skera í ígerð- ina. Ég er þá vanur að þreifa með fingri og finna hvar eymsli eru mest, ásamt þéttri mótstöðu eða fluctuation, og skera þar. Bezt hefir mér reynzt að nota heittan hníf og hafa skurðirn svo langan að sárið gapi vei. Er þá síður hætta á að sárið lokist áður en graftarmyndun hættir. Þó þarf að gæta að sár- inu daglega, og víkka það út ef það hefir lagzt saman. Ef ekki kemur neinn gröftur út þegar skorið er í bólguna, þykir mér rétt að halda áfram með pen- icillingjöf, en tæmist út gröft- ur gerist þess yfirleitt ekki þörf, því öll líðan sjúklings hatnar nær samstundis og hiti fellur oftast mjög fljótt. Meðferð á tonsillitis ulccrosa (Plaut-Vincenti). Sárin eru hreinsuð vel, því þau eru venjulega full af graft- arslefju og dauðum vefi. Siðan er horið i þau eitthvert sótt- lireinsandi lyf. Sumir nota sol.. jodi spir., eða sol. zinc. chior. 50%, aðrir nugga sárin með koparsulfat-stöngli og enn aðr- ir bera í þau salvarsan. Ég hefi prófað þetta allt og ýmislegt fleira, en hefi staðnæmzt við joð-penslinguna, sem mér finnst duga vel. Þessi meðferð er endurtekin daglega, en auk þess er rétt að gefa antineuralgica og skol- vatn. Venjulega batnar þessi kvilli á fáum dögum. Tonsillitis chronica. Tonsillitis chronica (t. chr.) er kliniskt hugtak. Ýmsir hafa revnt að finna sjúklegar breyt- ingar við vefjarannsóknir eða framkvæmt sýklarannsóknir á miklum fjölda hálskirtla úr sjúklingum með þessa sjúk- dómsgreiningu, án þess að fundizt hafi noklcrar sérkenni- legar vefjabreytingar eða sýkl- ar, sem einkennandi væru fyr- ir þennan sjúkdóm eða „á- stand“. Við vefjarannsóknir á tonsillum úr fólki, sem hefur haft tíðar og slæmar hálsbólg- ur finnast að vísu oft breyting- ar, sem vefjafræðingar nefna t. chr., en algengt er, að litlar eða engar sjúklegar hreytingar sé þar að finna. Rannsókn á sjúklingnum sjálfum gefur yfirleitt litlar eða engar uppíýsingar um, hvort hann hefir þennan sjúk- dóm eða ekki. Það hefir t. d. litla þýðingu fyrir sjúkdóms- greininguna hvort hálskirtl- arnir eru stórir eða smáir. Mjög oft eru þeir smáir í fólki, sem fær slæmar liálsliólgur með stuttu millibili. „Þvi sekari sem hálskirtlarnir eru, því frem- ur reyna þeir að fela sig“, er haft eftir merkum lækni. Sumir telja að um t. chr. sé að ræða, ef hægt er að sjúga eða þrýsta „detritustöppum“ og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.