Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1952, Síða 40

Læknablaðið - 01.04.1952, Síða 40
144 LÆKNABLAÐIÐ Frá lcvknuwn Heilbrigðismálaráðuneytið liefir hinn 4. febr. 1952 gefið út leyfisbréf handa Birni B. Kalman, cand. med., til þess að mega stunda ahnennar lækningar hér á landi. Björn starf- ar nú við Röntgendeild Landspítal- ans. Magnús H. Ágústsson, cand. med., liefir verið ráðinn aðstoðarlæknir héraðslæknisins í Blönduóshéraði frá 14. febr. lil maíloka 1952. Heilbrigðismálaráðuneytið liefir sett Tómas Arna Jónsson, cand. med., til þess að vera héraðslæknir í Súðavíkurhéraði frá 1. marz 1952 að telja. Hörður Helgason, stud. med. liefir gegnt þessu héraði, settur, frá síðustu áramótum. Hulda Sveinsson lauk kandidats- prófi í læknisfræði við Háskóla ís- lands vorið 1948. „Turnuskandidat“ á Köbenhavns Amts Sygehus i Gen- tofte 1948—1949. Á farsóttadeild Blegdams-spítalans sept.—des. 1949. Var síðan í tæpt \y2 ár á barna- spítölum í Kaupmannahöfn, lengst á barnadeild Ríkisspítalans. Dvaldi þvínæst 8 mánuði á Hospital for Sick Cliildren, Great Ormond Street, London. Fékk leyfisbréf til þess að mega stunda almennar lækningar hér á landi 4. febr. 1952. Viðurkennd sérfræðingur í barnasjúkdómum 23. april 1952. Hulda hefir nú opnað lækninga- stofu i Reykjavík. Þorbjörg Magnúsdóttir lauk kandi- datsprófi í Læknadeild Háskóla ís- lands í janúar 1949. Kandidat á Landspítalanum frá l.marz 1949 til 1. april 1950. Var á námskeiði i svæf- ingum (anesthesiologia) í Kaup- mannahöfn frá 1. maí 1950 til 1. maí 1951 á vegunt W.H.O. Vann á Lunds Lasarett i Svíþjóð, frá 1. maí 1951 til 25. ágúst 1951, sem svæfingar- læknir. Þorbjörg starfar nú á Akur- eyrarspítala. Gísli Ólafson hefir opnað lækn- ingastofu i Reykjavík. Hann lauk læknisprófi frá Háskóla íslands í janúar 1940. Stundaði framlialds- náin i Bandaríkjunum i 2% ár, og lagði aðallega stund á kvensjúkdóma og fæðingarlijálp. Eftir lieimkomuna 1948 var hann í y2 ár aðstoðarlækn- ir héraðslæknis á Egilsstöðum (1948 —’49). Þá aðstoðarlæknir við Fæð- ingadeild Landspítalans i 2i/2 ár. Fór svo um skeið til framhaldsnáms við Lundúna-háskóla. Frá s.l. ára- mótum við nám í Handlæknisdeild Landspítalans. Heilbrigðismálaráðuneytið hefir hinn 23. apríl 1952 gefið út leyfis- bréf handa Bjarna Konráðssyni, lækni, til þess að mega starfa sem sérfræðingur í lækningarannsóknum (kliniskum laboratorium-rannsókn- um). Guðjón Guðnason, cand. med., var ráðinn aðstoðarlæknir liéraðslæknis- ins í Reykhóiahéraði frá 1. maí 1952 og þangað til öðruvísi verður á- kveðið. Kjartan Ólafsson, cand. med., var ráðinn aðstoðarlæknir héraðslækn- isins i Blönduóshéraði frá 1. júní 1952 og þangað til öðruvisi verður ákveðið. Afgreiðsla og innheimta Læknablaðsins er i Félagsprentsmiðjunni h.f., Reykjavík. Sími 1640. Pósthólf 757. Félagsvrentsmiðjan h.f.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.