Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1952, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.04.1952, Blaðsíða 26
130 LÆKNABLAÐIÐ rangurslausar. Oft batnai sjúkl. vel eftir aðgerðina, en engan veginn alltaf, og hefir þá saklausum tonsillum verið fórnað í tilraunaskyni. Sumir telja fulla ástæðu til t. ect., ef sjúkl. hefir aðeins einu sinni fengið abscessus peritonsillaris, þar eð breyting- ar þær, sem ígerðinni valda ]j. e. örvefsmyndun, sem lokar tonsillu-kryptunum, haldi á- fram að vera þar og muni síð- ar valda igerð á ný. Ég hefi venjulega ekki ráðlagt t. ect. eftir fyrstu igerð við hálskirtla, en æfinlega ef grafið hefir tvisvar eða oftar. Hálskirtla- taka er fullkomin trvgging gegn absc. péritonsillaris, ef ekkert verður eftir af kirtlun- um við aðgerðina. Það hefir verið venja víðast hvar að ráðleggja t. ect. ef glo- merulonephritis, endocarditis, myocarditis, polyarthritis eða asthma bronchiale hyrjuðumeð eða fljótlega eftir tonsillitis ac. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt, að ráðleggja kirtlatöku fljótlega eftir þessa sjúkdóma, þó sjúklingarnir hafi ekki haft nein einkenni tonsillitis áður eða í sambandi við veikindin. Ég ætla ekki að dæma um hvað rétt er í þvi niáli, en hafi vcrið um greinileg tonsillitiseinkenni að ræða, er sjálfsagt að vfir- vega t. ect., þar eð þarna er um alvarlega sjúkdóma að ræða, og t. ect. hættulitil aðgerð, sem e. t. v. gæti orðið að liði, en sjálfsagt er að híða með að- gerðina þar til sjúkdómar þess- ir eru komnir á „rólegt stig“. Ég hefi séð liðabólgur hlossa upp í polyarthritissjúklingum og hlóð koma í þvag nephritis- sjúklinga við t. ect., sem gerð liefir verið. mjög fljótt eftir þessa sjúkdóma. Allvíðtækar rannsóknir, sem gerðar voru nýlega í Sviþjóð, virðast henda til, að t. ect. geti ekki haft álirif á liðabreyting- ar, sem komnar eru við poly- arthritis og vafasamt hvort að- gerðin geti stöðvað sjúkdóm- inn, enda þótt hún virðist gera það stundum. Engu að síður halda menn áfram að gera þessa aðgerð við polyarthritis, hæði þar og annars staðar, í von um að liún geti bætt eða stöðvað sjúkdóminn í einslök- um tilfellum. Eins og kunnugt er, er sú skoðun ríkjandi, að orsök liða- gigtar sé allergi. Hugsanlegt er að þessi allergi stafi stundum af sýklum í tonsillum, og mætti þá húast við árangri af t. ect. Sama máli gegnir um asthma og e. t. v. fleiri sjúkdóma. Foetor ex ore eða andremma er kvilli, sem hálslæknar fá oft að glíma við. Andremma þjáir fólk meira en margur hvggur, einkum stúlkur á giftingar- aldri, og það svo mjög að tíðar hálshólgur væru léttbærar í samanlmrði við hana. Ég held

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.