Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1952, Page 13

Læknablaðið - 01.04.1952, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ 117 þeirra komist af með minna en 40 einingar daglega. Meðferð þeirra er að öllum jafnaði ekki miklum erfiðleikum bundin. Nægir hér einn skammtur af sinkprotamíninsúlini (ZPl) eða insúlinblöndu og er hann gef- inn á undan morgunverði. — Áhrifa ZPI gætir nokkuð i 2—3 sólarhringa, og þegar það er gefið daglega, verða áhrifin svo að segja jöfn allan sólar- hringinn. Til þess að blóðsykur hækki ekki um of eftir máltíðir, þarf panci’eas að eiga nokkurt insúlin i fórum sínum, sem grípa má til þegar með þarf. Þarf það ekki að skaða kirtilinn ef basal-þöi'finni er fullnægt með aðfengnu insúlini. Ríflegur skammtur af ZPI veldur oft hypoglycæmia að næturlagi eða snemma nxorguns. Nokkuð bæt- ir úr skák ef sjúklingur fær sér aukabita um það leyti sem liann leggst til svefns, svo sem tebolla og bi’axiðsneið nxeð smjöxi og osti eða kjöti, þó að einhlítt sé það ekki. Suixxir þola þó vel nokkuð stærri skammt af ZPI. Einn sjúklinga minna hefir ár- uixi sanxan tekið 60—64 einingar af því, án nokkui'i’a óþægixxda, og blóðsykur hefir jafnan verið nærri réttu lagi. Sumir læknar hi’ósa sinkglob- ininsulini (ZGI), en ekki hefir það blotið almenna útbi’eiðslu. Það vei'kar að jafnaði i rúma 20 tima og vei’ður því morgun- blóðsykur stuxxdunx í hæi’ra lagi. Áhrifa þess gætir lítt fyi’sta klukkutímaim eftir inndæling- una og þax'f því að taka það nokkru fyrir morgunverð. Helzt er hætta á hypoglycæmia 6—10 klst. eftir insúlingjöfina, og verður að haga máltíðum eftir þvi. Morgunverður má ekki vera ríkulegur og seinni kvöld- skatturinn er óþarfui’, þegar þetta insúlin er notað. Insúlin Retai'd verkar enn skemur en ZGI og kemur því sjaldan að fullum notunx, ef ein inndæling á að nægja i sólarhring. Þegar insúlinþörfin er meiri en 40 einingar á dag, hefir stundum gefizt vel að blanda saman í sprautunni glæru hrað- verkandi insúlini og ZPI. — I Bandaríkjunum er blöndunni að jafnaði hagað þannig, að á móti 2 hlutunx af glæi’u hraðvei’kandi insúlinni konxi 1 hluti af ZPI. Nokkuð af glæra insúlininu sanxeinast protamini og sinki, en sunxt heldur eðli sínu og áhi’ifum óbreyttunx. Eg hefi nokkrum sinnunx reynt blöndu þessa, en oftast oi’ðið að hætta við liana von bi’áðai', vegna þess að blóðsykur lækkaði hastar- lega fyrir hádegisverð. Ástæð- an er líklega sú að morgun- verður okkar er að jafnaði mun í’ýrari og kolvetnasnauðari en tíðkast í Bandai’íkjunum. Eink- um hefir hypoglycæmia verið áberandi, ef notað var danskt ZPI í blönduna og veit ég ekki gjörla ástæðuna. Hins vegar hef-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.