Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1952, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.04.1952, Blaðsíða 18
122 LÆKNABLAÐIÐ ur, sem áratugum saman dregst með alvarlega sykursýki, er illa á vegi staddur, hafi hann ekki fengið nauðsynlega fræðslu. Þar sem vel er búið að sykur- sjúku fólld, eiga að minnsta kosti þeir fátækari kost á frí- lækningu, þar sem fylgst er með gangi sjúkdómsins og gefin ráð eftir þörfum. Hjá okkur er lilut- ur þessara sjúklinga heldur hág- borinn, þrátt fyrir allar trygg- ingar. Fæstir læknar hafa tíma eða aðstöðu til þess að mæla blóðsykur eða sykurmagn i þvagi, og mörgum læknum virð- ist leiðast að glíma við sykur- sýki við slíkar aðstæður, sem varla er láandi. Undanfarin ár, hafa 30—40 sjúklingar, flestir með allþunga sykursýki. leitað til mín vegna þess að í annað hús var varla að venda. Fæst af þessu fólki hafði valið mig fyrir heimilislækni (2—3 að því er mig minnir). Vegna takmark- aðrar reynslu og tímaskorts hef- ir aðstoð sú, er ég gat veitt sjúk- lingum þessum, verið ófullkom- nari en skyldi, enda ekki mikils þietin. Gi’eiðsla S.R. til mín vegna þessara sjúklinga, mun tæple; ;a hafa hrokkið fyrir nauðs /nlegum reagensum og getur því ekki talizt ofrausn. Samlögin munu þykjast gera skyldu sína með því að greiða nauðsynlegt insúlin að fullu. Þetta er hvergi nærri nóg. Syk- ursjúkt fólk þarf að eiga í á'- lcveðið hús að venda til rann- sókna, eftirlits og ráðlegginga, annars er það á flæðiskeri statt. Heimildir: Joslin, E. P. et al.: The Treatment of Diabetes Mellitus. Lea & Febig- er Pliiladelpbia 1946. Joslin E. P.: Act. Med. Scand. Suppl. 196 3—10 1947. Grundsatzliclies zur Diabetestlier- apic herausgegeben voni deutschen Insulinkomitee. Georg Thieme Stuttgart 1950. Sherrill, J. W. Bulletin of Tbe Scripps Metabolic Clinic Vol. 2, 6, San Diego 1951. Diabetes Guide Book for tbe Physi- cian. Amer. Diabetes Ass. 1950. Biskinc, M. S. Journal of Insurance Medicin. Vol. 5, 3. júl. 1950. James, L. W.: J. Am. Med. Ass. Vol. 137 16 1521—26, 1951.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.