Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1952, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.04.1952, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 123 UM TONSILLITIS ^ptir (^rling J^oríteiniion. Erindi flutt í L. R. 26/3. ’52. Þar eð hálsbólga er einn langalgengasti sjúkdómur, sem læknar fást við, en tiltölulega lítið uni liann rætt og ritað, finnst mér nokkur ástæða til að gera hann að umtalsefni hér. Talið er að bólgan hyrji oft- ast í nefi eða nefkoki og berist þaðan til hálskirtlanna. Sýklar þeir, sem einkum valda sjúkdómi þessum eru: strepto-, staphylo- og pneum- ococear, en algengastur þeirra og markverðastur er streptoc. hæmolyticus. Það er venja að greina á milli tonsillitis acuta og ton- sillitis chronica. Tonsillitis acuta. Auk hinnar venjulegu háls- bólgu, tonsillitis acuta simplex, follicularis eða lacunaris, mun ég einrdg minnast nokkuð á tonsillit 's phlegmonosa og tons- illitis ulcerosa. Enda þótt tonsillitis acuta (t. ac.) sé að jafnaði sjálfstæður sjúkdómur, er hann samt oft þáttur í öðrum sjúkdómum t. d. difteritis, scarlatina, mor- billi o. fl. Er þvi góð regl.a að gæta að útbr :tum og öðrum einkennum á séi’hverjum liáis- bólgusjúklingi. Sjúkdómsgreiningin er oftast nær auðveld, þegar hálskirtlar eru dökkrauðir og þrútnir, með smáskánum og aumir eitlar undir kjálkabörðum, auk sárs- auka við að kyngja fæðu. Séu skánir stórar, meira eða minna samfelldar, getur aðgreining frá difteritis verið örðug. Skán- ir við venjulega hálsbólgu ná þó mjög sjaldan út fyrir háls- kirtilinn eins og alltítt er við difteritis. Sé nokkur grunur um barnaveiki ,er sjálfsagt að taka sýnishorn af skán til rannsókn- ar. Stundum er harlalítið að sjá á tonsillum, þótt sjúklingur kvarti um mikinn sársauka í liálsi. Talið er, að bólga sé í tonsillum, ef sárt er að kvngja fæðu, en pharyngitis acuta ef aðeins er sársauki við kyng- ingu munnvatns. Samfara hólgu í sjálfum hálskirtlunum, er að jafnaði roði og þroti í slímhúð koksins. Stundum er oedema og þroti í uvula og gómbogum kringum tonsillur. Aðgreining frá tons- illitis phtegmonosa getur þá valdið nokkrum erfiðleikum. Augljós eru einkcnni þessarar tegundar hálsbólgu, þegar mik- il frambungun og roði er á

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.