Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1952, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.04.1952, Blaðsíða 34
138 LÆKN ABLAÐIÐ um heiti læknishéraða, sé ekki stefnt til glundroða, heldur hins gagnstæða. 2. Ótrygg heimild. Sagnfræðingar ræða mjög um gildi heimilda, og er vísum mönnum þeirra á meðal löngu ljóst orðið, að hinar allra lík- legustu heimildir geta verið hinar óáreiðanlegustu. Engu siður hlýtur öll sagnaritun að miða við hinar líklegustu heim- ildir sem sannindi, á meðan ekkert er leitt í ljós, sem hnekki þeim. Vill svo til, að á mínu valdi er að gera að því nær óve- fengjanlegum sögulegum sann- indum um alla framtíð mjög svo líklega, en þó næsta óáreið- anlega heimild í fundargerð frá síðasta aðalfundi Læknafélags íslands (Læknablaðið, 6. thl. 36. árgangs, 1952, bls. 90) og að- eins með því að gjalda þögn við, en því nenni ég nú ein- hvern veginn ekki, þó að litlu varði. Hér á ég við það, að fyrr- verandi héraðslæknir á Húsa- vik, Björn Jósefsson, er sagður hafa skýrt frá því á aðalfund- inum í torskildu sambandi við fyrirspurn Ivfsölufræðilegs efn- is, að núverandi landlæknir liafi alla emhættistíð sína aldr- ei sótt hann heim og svo muni vera um ýmsa aðra héraðs- lækna. Geri ég ráð fyrir, að hér sé átt við héraðslækna hinna ýmsu læknisliéraða án tillits til persónu lælcnanna, þvi að varla mun það metið tiltöku- mál, að landlæknir komi því ekki við að heimsækja hvern þann lækni, sem kann að gegna læknisliéraði ef til vill um fá ár í senn á sama stað, að ekki sé lalað um missera- eða jafn- vel mánaðaþjónustu. Ætla mætti, að hér væri um óyggjandi heimild að ræða, a. m. k. um það, er snýr að hér- aðslækninum sjálfum. En því fer þó mjög fjarri, og er annað- hvort, að þessi fyrrverandi hér- aðslæknir hefir ekki vandað sem skyldi framburð sinn á að- alfundinum, eða honum er tek- ið mjög að förlast minni, nema um það sé að ræða, að ranglega sé bókað eftir honum, og er það nærgætnislegust tilgáta. Mætti hún og eiga stoð í þvi, að fund- arbókunin er með endemum bönguleg, nema stílsmáti á ýmsum tillögum til ályktana, sem lagðar voru fyrir þessa virðulegu samkomu, hafi verið enn óbjörgulegri. Eitt hið fjæsta, er núverandi landlæknir gerði sér ljóst, þá er hann tók við emhætti sínu, var það, að hann yrði sem skjótast að afla sér þeirrar þekkingar á landinu, að hann hefði hina fvllstu yfirsýn ekki einungis vfir hvert læknishér- að, heldur hverja sveit sérstalc- lega, alla afstöðu hvggða og al- faraleiðir. I þessu skyni fór hann á nokkrum fyrstu em-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.