Læknablaðið - 01.04.1952, Blaðsíða 14
118
LÆKNABLAÐIÐ
ir mér stundum gefizt vel að
blanda saman 3 hlutum af glæru
insúlini og 2 af ZPI. Væri danskt
ZPI annars vegar, hefi ég stund-
um haft jafnt af hvoru.
I venjulegu ZPI kemur að
jafnaði 1,25 mg. af protamini
auk örlítils sinkldorids á 100
einingar af insúlini. Protaminið
er svo riflegt, að það getur geng-
ið í samband við talsvert magn
af glæru insúlini, sem bætt er í
það. Má því ekki vera of lítið
af glæru insúlini í blöndunni ef
að gagni á að koma. Hagedorn
hefir fundið í blóði manna efna-
kljúf, sem sundrar protamininu
og má ætla að fyrir áhrif lians
losni insúlinið úr læðingi. Sinkið
mun liins vegar lama efnakljúf-
inn, en áhrifa þess getur einnig
gætt á annan hátt.
Á síðustu árum hefir verið
allmikið notuð ný tegund af
hægvirku insúlini, sem hlotið
hefir nafnið NPH 50. Á móti
hverjum 100 einingum af glæru
insúlini kemur þá 0,5 mg. af
protamini og sáralítið af sink-
kloridi. Það kvað verka fljótt
og áhrifa þess er talið gæta i
rúman sólarhring. Ýmsir kunn-
ir læknar hafa notað það með
allgóðum árangri, t. d. Marble,
og óneitanlega er það til hægð-
arauka fyrir sjúklingana að
sleppa við að blanda saman 2
tegundum. Ég hefi reynt nokk-
ur glös af insúlini þessu á erfið-
um sjúklingum og gefizt það
sæmilega. Að jafnaði þarf sjúld.
að fá sér aukabita undir hátta-
tíma, þegar insúlin þetta er
notað.
Það er til mikils óhagræðis
fyrir sjúklinga, ef dæla þarf i
þá insúlini 2—3var á dag. Þess
vegna er glæra insúlinið sjaldan
notað eitt utan sjúkrahúss. Ef
ekki tekst að velja insúlin eða
insúlinblöndu þannig, að ein
inndæling komi að haldi, verður
að grípa til annarra ráða eða að
sætta sig við hækkaðan blóð-
sykur og nokkurn sykur í þvagi
liluta úr sólarhringnum. Hage-
dorn hefir stundum gefið erfið-
um sjúklingum blöndu af insúl-
in Retard og glærru insulini (aa
prt) fyrir morgunverð og insul-
in Retard fyrir kvöldmat. —
Amerískir læknar hafa farið
líkt að, en notað sinkglobin in-
súlin i stað insúlin Retard.
Getur því verið ráð að reyna
aðra hvora þessa aðferð á erfið-
um sjúkl., áður en gefizt er upp
og honum sleppt með verulegi
sykurmagn í þvagi og miklar
sveiflur á blóðsyki'i.
Naumast verða gefin ákveðiu
fyrirmæli um það, hvernig
skipta skuli niður á máltíðir
kolvetnaskammti dagsins. Ef
notazt er við ZPI, má til að
byrja með skipta þeim nokkurn
veginn jafnt niður á máltíðirnar.
I síðari kvöldskattinn þarf þó
að jafnaði ekki nema 15—20
gr. af kolvetnum, einkum ef
eggjahvitu og lítils háttar fitu
er neytt samtímis. Seinna þarf