Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1953, Page 19

Læknablaðið - 15.01.1953, Page 19
LÆKNABLAÐIÐ 79 hvað það, er stjórninni þykir stéttinni ósamboðið, jiótt ekki sé skýlaust brot á lögum félags- ins eða codex ethicus. Slíkum úrskurðum stjórnarinnar má skjóta til gerðardóms samkv. codex ethieus, enda sé það gert innan fjögurra vikna. Víkja má félagsmanni úr fé- laginu fyrir alvarlega van- rækslu skyldustarfs eða vel- sæmisbrot eða fyrir margítrek- uð brot, þótt hvert um sig varði aðeins sektum, ennfremur ef liann neitar að greiða sektir. Úrskurði stjórnarinnar um brottvísun skal taka fyrir á næsta fundi L. 1. [fulltniaráðs- fundi] til staðfestingar eða synjunar. Staðfesti fundurinn úrskurð stjórnarinnar, getur sakborningur skotið máli sínu til gerðardóms skv. codex ethicus. Stjórn L. I. ákveður hvers konar refsiaðgerðir i samráði við aðildarfélag sökunauis og framkvæmir aðildarfélag refsiaðgerðir. 15. gr. Almennt læknaþing skal haldið eigi sjaldnar en annað hvort ár í sambandi við aðal- fund [fund fulltrúaráðsins]. Gefst þá öllum læknum, sem þingið sitja, kostur á að hera fram mál frá eig- in brjósti, og ræða þau mál, sem eru á dagskrá, áður en fulltrúar greiða alkvæði um þau. Á þingum þessum skal flytja erindi um læknisfræði- leg efni. Til fyrirlestrahalds skulu fengnir vísindamenn og læknar, innlendir og erlendir, ef þess er kostur. 16. gi’. Aðalfundur [Fulltrúaráð] getur kosið heiðursfélaga, lækna, vísindamenn eða aðra velunnara félagsins. Skal það gert á lögmætum fundi og þarf samþykki % fundarmanna. 17 gr. Lögum þessum verður að- eins breytt á lögmætum aðal- fundi [fulltrúaráðsfundi], þar sem mættur er a. m. k. helm- ingur fulltrúa. Tillögur um lagabrevtingar skulu fylgja fundarboðinu. 18. gr. Lög þessi öðlast futlnaðar- gildi, þegar breytingarnar á skipulagi félagsins hafa náð fram að ganga, og falla þá iafnframt úr gildi lög félags- ins frá 23. júní 1938. ATH.: Tími vannst ekki til þess á fundinum að lagfæra orðalag sem skyldi, m. a. i sambandi við breyt- ingar, sem samþykktar voru á síð- ustu stundu. Slikar lagfæringar verða væntanlega gerðar á næsta aðalfundi, áður en lögin verða sér- prentuð. En rétt þótti að birta lögin nú í þeirra mynd, sem gengið var frá þeim á binum síðasta aðalfundi skv. eldri lögum og skipan félagsins.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.