Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1955, Síða 8

Læknablaðið - 01.03.1955, Síða 8
18 LÆKNABLAÐIÐ Guðmundur K. Pétursson bauð fundarmenn velkomna til Akureyrar og bauð fyrir hönd spitalastjórnar til kvöldverðar á sjúkrahúsinu. En Læknafé- lag Akureyrar kvað liann hiðja fundarmenn að jiiggja veiting- ar næsta dag að loknum fundi. Þá flutti formaður skýrslu þá er hér fer á eftir: Skýrsla formanns. 13 stjórnarfundir voru haldn- ir á árinu. Arið 1953 fékk stjórn félags- ins 11 hifreiðir til þess að út- hluta læknum utan Reykjavík- ur. Læknum mun nú kunnugt hverjir fengu þessar hifreiðir, en þess er vert að geta hér að einn þessara lækna, Stefán Haraldsson, fór utan til fram- haldsnams. Skilaði hann þá stjórn félagsins innflutnings- og gjaldeyrislevfinu og var það látið ganga til eftirmanns Iians í héraðinu. Halldór Arinbjarn- ar skilaði einnig félaginu hif- reið sinni þegar hann fór utan. Þá bifreið fékk Úlfur Ragnars- son héraðslæknir. í febrúar s.l. var rætt við innflutningsskrifstofuna um bifreiðaþörf lækna. Var talið líklegt að læknum yrði gerð einhver úrlausn og skvldi senda umsóknir sem fvrst til skrifstofunnar. Höfðu þá borizt 11 umsóknir frá læknum utan Reykjavíkur og varð það að ráði að félagið óskaði eftir 14 hifreiðum. Til frekari árétt- ingar ræddi formaður félags- ins þetta mál einnig við við- skiptamálaráðherra og tók hann málaleitan félagsins vin- samlega. Var nú húizt við á- kveðnu svari i lok aprílmán- aðar, en það er ókomið enn. Ilafa L. I. og L. R. haft sam- flot í bifreiðamálinu og skiptzt á að hnippa í innflutnings- skrifstofuna, en án árangurs. Þessi dráttur er lítt skiljanleg- ur og mjög hagalegur, en veg- ir þess opinhera eru órannsak- anlegir. Fyrir rúmu ári óskaði stjórn L. í. eftir samningi við trygg- ingarfélögin varðandi skaða- bætur til lækna fyrir afnota- missi af bifreiðum þeirra með- an þær eru til viðgerðar vegna tjóns. Sjóvátryggingarfélag íslands hefir eitt svarað þessari mála- leitan. Telur félagið að aldrei muni liafa verið um það deilt að læknar ættu rétt til slíkra hóta, ef vissum skilyrðum væri fullnægt. Þessi réttur komi því aðeins til greina „þar sém ann- ar bifreiðaeigandi á sök á tjóninu.“ Um þetta megi oft deila og sé því nauðsvnlegt að gefa nákvæma skýrslu um það, hvernig tjónið har að liöndum og þá helzt með lögreglurann- sókn. Auk þess þarf að sanna hve mikið tjón læknir hefir hiðið við það að missa bifreið sína úr notkun og verður það

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.