Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1955, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.03.1955, Blaðsíða 12
22 LÆKNABLAÐ IÐ við slík tækifæri. Einnig stóð til að Stefán Haraldsson mætti þar með Baldri, en ekki er full- víst hvort af því gat orðið. I september í haust verður ársþing World Med. Ass. hald- ið i Róm. Ekki er enn vitað hvort nokkur íslenzkur læknir getur mætt þar. Eitt aðaláhugamál W. M. A. um þessar mundir eru lækna- tryygingar. Um s.l. áramót barst L. f. fyrirspurn um það livernig þeim málum væri hátt- að hér. Var einkum spurst fyr- ir um elli og örorkulífeyri lækna og hvort ekkja og börn læknis nytu lífeyris. fslenzkir læknar hafa lítt sinnt þessum málum. Emhættislæknar njóta að sjálfsögðu eftirlauna úr líf- eyrissjóði og í nýútkominni reglugjörð eru skýr ákvæði um það hversu lengi starfsmönn- um ríkisins skuli greidd laun i veikindaforföllum (full laun í 90—180 daga eftir embættis- aldri og hálf laun jafnlengi). Lög um almannatryggingar ætla að sjálfsögðu læknum og læknafjölskyldum bætur til jafns við aðra borgara þjóðfé- lagsins en þetta er ekki nóg. Ekknasjóðurinn er enn lítils megnugur. Því var það að lækn ar sem starfa fyrir S. R. stofn- uðu Tryggingarsjóð. Greiða þeir i hann árlega 6%% af föst- um tekjum sinum hjá samlag- inu. Sjóður þessi er nú orðinn allmyndarlegur (hátt á aðra milljón). Þó að hann sé sér- eignarsjóður, hefir hann gert félagsskap lækna í Reykjavík ómetanlegt gagn. Hverjum ein- stökum lækni hefir liann verið örfun til sparnaðar og segja má, að með honum liafi lækn- ar verið skyldaðir til þess að spara. Á hinn bóginn hefir sjóðurinn getað innt það hlut- verk af hendi að vera láns- stofnun fyrir lækna, sem réðust í það stórvirki að hyggja yfir sig. Þessi lánastarfsemi hefir gert nokkrum læknum kleift að liyggja, sem annars liefðu orðið að slá því á frest. Auk aðaldeildar sjóðsins, sem er séreignasjóður eins og þegar hefir verið getið, var mynduð sérstök örorkutryggingadeild. Sjóður þeirrar deildar skal vera sameign þeirra lækna, sem þátt taka í myndun hans. Tekjur þessa sjóðs eru fram- lög lækna, sem fé eiga í aðal- deildinni og vextir hans sjálfs. Hver læknir leggur lionum ár- lega 1 % af inneign sinni í aðal- deildinni en þó með vissum takmörkunum. f örorkusjóði munu nú um 100.000 kr. Lækn- ar utan Revkjavíkur ættu að athuga möguleika á því, að ger- ast meðlimir í sjóðum þessum eða þá að tryggja sig á annan hátt. Með þeim breytingum sem gerðar voru á skattalög- unum sl. vetur, er læknum og öðrum gert hægara með allar tiyggingar, þar sem fé það sem

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.