Læknablaðið - 01.03.1962, Page 47
LÆKNABLAÐIÐ
21
ir á því, livaða áhrif fæðið hef-
ur á magn fituefna i blóði, og
þá fyrst og fremst á magn kóles-
teróls. 1 þessu skyni hefur far-
ið fram skoðun á fjölda fólks
úr ýmsum stéttum margra
þjóða og kynflokka, sem búa
við hin ólíkustu skilyrði. Verð-
ur hér drepið á sumar þessar
rannsóknir.
Hjá Englendingum, Dönum,
Ameríkumönnum og öðrum
þeim, sem neyta að staðaldri
fituríkrar fæðu, er blóðkólester-
ól tiltölulega mikið, 200—300
mg %, og fer vaxandi með aldr-
inum. ítalir, Spánverjar og sum-
ar Afríkuþjóðir hafa minna
kólesteról í hlóði, og aukning
með aldri er engin. Fæði, auð-
ugt að hitaeiningum, þótt ekki
sé það fituríkt, virðist auka
kólesteról blóðs, enda geta kol-
vetni og eggjahvítuefni hreytzt
i fitusýrur og kólesteról, eins og
áður er sagt.
Meðal þjóða, sem lifa að veru-
legu leyti á jurtafæðu, reynist
hlóðkólesteról lægst hjá þeim,
sem neyta einskis úr dýrarikinu,
hvorki kjöts, fisks, eggja né
mjólkur, enda þótt þriðjungur
viðurværisins sé fita. Perú-Indi-
ánar, sem nærðust aðallega á
hreinu jurtafæði, höfðu 186 mg
% hlóðkólesteról, Navahó-Indi-
ánar 175 mg %, en þeir borða
einnig mikla fitu, Trappista-
munkar í Bandaríkjunum 185
mg %, en þeir lifa á mjólkur-
og jurtafæði, auk eggja, og dag-
leg nej'zla nemur aðeins 1600
hitaeiningum (eggjahvíta 51 g,
fita 34 g, kolvetni 275 g). Hjá
27 Eskimóum fannst að meðal-
tali 141 mg %, og árið 1957 var
blóðkólesteról mælt hjá 842 Al-
aska-Eskimóum,og reyndist það
lægra en lijá hvítum mönnum
(Lancet, 27. sept. 1958, og engar
tölur tilfærðar), og hlóðþrýst-
ingur var einnig lágur. Eskimó-
ar horða mikla fitu, bæði úr
land- og sjávardýrum.
Kinsell fann, að hjá sykur-
sýkissjúklingum, sem fengu
mikla jurtafeiti í fæði sínu,
lækkaði hlóðkólesteról verulega.
Hilclreth gerði svipaða rannsókn
á heilhrigðum mönnum og fann,
að blóðkólesteról hækkaði. Þetta
misræmi má e. t. v. skýra með
því, að kólesterólefnaskipti syk-
ursýkissjúklinga fari fram með
öðrum liætti en heilhrigðra. T. d.
fann Page, að sjúklingar með
nephrosis sýndu engan mun á
blóðkólesteróli, hvort sem þeir
neyttu mikillar eða litillar fitu.
En á hinn bóginn varð oft veru-
leg lækkun á blóðkólesteróli hjá
sjúklingum með xanthomatosis
familialis, ef fita var lítil í fæði
þeirra, um 20 g á dag; en lækk-
unin tók langan tíma, 2—4 mán-
uði. Við föstur lækkar blóðkól-
esteról mjög, hæði hjá mönnum
og dýrum.
Fæðið og atherosclerosis.
Margar athuganir eru til varð-
andi sambandið milli viðurvær-
is og atherosclerosis, og i sum-