Læknablaðið - 01.09.1962, Qupperneq 50
120
LÆKNABLAÐIÐ
með svipuðum liætti og mjög
tíðkast í Sviþjóð. Var leitað
upplýsinga iijá einu trygginga-
félagi um þetta mál, og kom i
ljós, að unnt er að hóptryggja
lækna upp að vissu aldursmarki
með tiltölulega vægum iðgjöld-
um. Virðist sem þetta fyrir-
komulag gæti veitt læknum og
fjölskyldum þeirra mjög auk-
ið fjárhagslegt öryggi og einnig
skapað aukið lánstraust. Þetta
mál þarfnast enn frekari athug-
unar, og er ætlunin að leita lil-
lioða hjá fleiri tryggingafélög-
um, og þegar þeirri athugun er
lokið að skýra frá málinu á al-
mennum félagsfundi.
Þau tíðindi gerðust á almenn-
um félagsfundi 2. okt., að for-
maður Læknafélags tslands Jjar
fram vítur á formann Lækna-
félags Reykjavíkur fyrir um-
mæli, sem hinn síðarnefndi
hafði í viðtali við dagblaðiðTím-
ann 30/9 19(51. Vítur þessar
voru aðeins hornar fram munn-
lega og engin atkvæðagreiðsla
fór fram um málið né afstaða
tekin til þess á annan liátt. Mál-
ið var rætt og afgreitt til bráða-
birgða með fundarsamþykkt á
stjórnarfundi síðar.
í sept. s.l. tók stjórn félags-
ins upp þann hótt að senda
læknum erlendis fréttahréf um
félagsmál lækna og ýmis heil-
brigðismál hér heima. Hafa tvö
slík bréf verið send ásamt ýms-
um gögnum varðandi samn-
ingamál, bráðabirgðalögin og
samningaumleitanir og kjör
fastráðinna lækna.
A aukafundi í Læknafélagi
Reykjavíkur 27. des. 19(51, var
tilkynnt, að slofnað hefði verið
Félag heimilislækna í Reykja-
vík. Engin tilkynning hafði
stjórn L.R. áður borizt um þessa
félagsstofnun. Kom þá þegar á
þeim fundi allhörð gagnrýni á
slíka félagsstofnun, þegar þann-
ig stæði á í samningamálum.
Ivom fram sú skoðun á fundin-
um, að tíminn til félagsstofn-
unarinnar væri þannig valinn,
að líkara væri, að forráðamenn
Sjúkrasamlagsins væru þar að
verki en læknar í L.R.
1 fehrúar fékk stjórn Lækna-
félags Revkjavíkur tilkynningu
um, að stofnað hefði verið Félag
sjúkrasamlagslækna í Reykja-
vík hinn 2(5. jan. 1962. Skömmu
áður hafði stjórn félagsins bor-
izt bréf, þar sem spurzt var fyr-
ir um, hvort stjórn L.R. hefði
verið með i ráðum um stofnun
heimilislæknafélags, og ef svo
væri ekki, að gera ýtarlega rann-
sókn í þvi máli.
Hinn 14. fehr. barst stjórn-
inni einnig áskorun frá 15 fé-
lagsmönnum um að halda auka-
fund um þetta mál, og var sá
fundur haldinn 21. febr. s.l. Á
fundi þessum var samþvkkt lil-
laga, sem fól í sér vítur á þá
menn, sem forgöngu höfðu um
stofnun þessarar deildar á þeim
tímum, er hæst stóð á samning-