Læknablaðið - 01.09.1962, Blaðsíða 85
LÆKNABLAÐIÐ
143
rými sé þeim mun meira, sem
byggðin er drcifðari. Að sjálf-
sögðu hleypir það fram rekstr-
arkostnaði sjúkrahúsanna, en
þá kemur fyrrnefndur styrkur
til uppbótar.
Augljóst er, að í mörg liorn
þarf að líta, þegar ákveða skál
stærð sjúkrahúsa. Sé h/p hlut-
fallið eitt haft að leiðarhnoða,
er mikilsvcrt að hafa prófstein
á áreiðanleik þess. Slíkur próf-
steinn fæst með því að kanna
nýtingu sjúkrarýmis til jafnað-
ar á dag, eða með öðrum orð-
um: hlutfallið milli meðal-
fjölda sjúklinga á dag og
rúmafjölda, venjulega til-
greint í hundraðstölu. Meðal-
nýting telst hæfileg, ef hún
er 70—80%. Sé hún til muna
lægri, t. a. m. undir 60%, og
meðallegutími á hvern sjúkl-
ing jafnframt langur, má telja
fullvíst, að b/p hlutfallið sé of
hátt, rúmafjöldi óþarflega mik-
ill. Sé hún hins vegar yfir 90%
og meðallegutími á hvern sjúkl-
ing óeðlilcga stuttur, og aðsókn
ekki af einhverjum ástæðum
stundarfyrirhæri, má telja jafn-
víst, að sjúkrarúmin séu of fá.
Nú er þess að gæta, að hér er
rætt um meðaltalssjúklinga-
fjölda á dag, köllum hann N.
Vitanlega er sjúklingafjöldi á
degi hverjum breytileg tala. Af
tölfræðilegum ástæðum er hún
þó ekki líkleg til að fara yfir
N + 3\/N, né undir N — 3\/N.
Að vísu er þá ekki reiknað með
óvenjulegum sveiflum á N af
völdum næmra sótta. Hvggileg-
ast er að miða rúmafjölda við
efra mark daglegs sjúklinga-
fjölda. Nýting verður þá
N
N + 3VN
Mætti kalla það æskilega nýt-
ingu. Bersýnilega er hún þeim
mun óhagstæðari, sem sjúkra-
húsið er minna, þar eð liðurinn
3\/N verður þá tiltölulega
hærri. Þetta verður hezt skýrt
með dæmi. Setjum svo, að í
sjúkrahúsi úti á landi séu til
jafnaðar 25 legusjúklingar á
degi hverjum. Rúmafjöldi þyrfti
þá að vera 25 + 3\/25 = 40.
Nýting yrði með því móti
100x25/40 = 62.5%. Setjum
svo í annan stað, að í sjúkra-
lnisi í Reykjavík séu til jafnað-
ar 100 sjúklingar hvern dag.
Þar þyrfti rúmafjöldi að vera
100 + 3\/100 = 130 til að full-
nægja fyllstu þörfum við ó-
hreytta aðsókn. Nýting yrði þar
100x100/130 eða sem næst 77%.
Við þennan samanburð er vert
að hafa í huga, að lág nýting
veldur því, að rekstrarkostnað-
ur deilist á færri legudaga. Því
til uppbótar verða daggjöldin
að hækka að því skapi, ef ekki
koma styrkir til uppjafnaðar.
Niðurstaða þessara hugleið-
inga er sú, að strjálbýli henta
bezt fremur lítil sjúkrahús, sem
j)ó eru vel við þörfum og allvel
húin. Slík sjúkrahús nýtast að