Læknablaðið - 01.09.1962, Side 86
144
LÆKNABLAÐIÐ
vísu verr og eru því tiltölulega
dýrari í rekstri miðað við hvert
rúm eu stór sjúkrahús í þétt-
býli. Auk þess er sú þjónusta,
sem þau geta veitt, óhjákvæmi-
lega mjög takmörkuð. Hins
vegar er góð heilbrigðisþjón-
usta jafn nauðsynleg og sjálf-
sögð í strjálbýli sem þéttbýli.
Fyrir fámennt og fátækt ])jóð-
félag skiptir miklu að saman
fari sem mest og bezt þjónusta
og sem minnstur tilkostnaður.
Vænlegast til þess er allshcrjar-
skipulag, sem samhæfir þjón-
ustu lítilla sjúkrahúsa í strjál-
býli og stórra sjúkrahúsa þar,
sem þétthýli er mest, hér á landi
í Reykjavík. Frumskilvrði slíkr-
ar samhæfingar er hraði og ör-
yggi í samgöngum, snjóbifreið-
ir, flugvélar, yfirleitt allur far-
arbeini, sem tæknin hefur að
hjóða. Sökum þess, að strjálbýl-
ið hleypir mjög fram kostnaði
vegna sjúkrahúsa og sjúkra-
flutninga, verður „centralisa-
tion“ eina leiðin til að koma svo
alhliða skipan í l'ramkvæmd.
HEIMILDIR:
Bridgman, R. F.: The Rural Hospi-
tal, Its Structure and Organiza-
tion (1955).
World Health Organization Techni-
cal Report Series No. 83 (1954)
og No. 176 (1959).
Frá ritstjórn læknatalsins
Hér með er skorað á alla
lækna, sem enn hafa ekki sent
æviferilsskýrslu til ritstjórnar
Læknatalsins, að gera það án
tafar.
Öll eftirprentun úr Læknablaðinu er óheimil neirua með leyfi
ritstjórnarinnar.