Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.09.2011, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 02.09.2011, Blaðsíða 34
Sverrir Norland, Kristín Svava Tómas- dóttir, Jón Örn Loðmfjörð, Kristín Eiríksdóttir, Eiríkur Örn Norðdahl, Haukur Már Helgason, Sölvi Björn Sigurðsson, Guðrún Eva Mínervudóttir, Steinar Bragi, Andri Snær Magnason, Sigur- björg Þrastardóttir, Ingunn Snædal, Gerður Kristný, Eiríkur Guðmundsson, Hermann Stefánsson, Kristján Þórður Hrafnsson, Hrafn Jökuls- son, Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir, Þórdís Gísladóttir, Didda, Jón Kalman Stefánsson, Bragi Ólafsson, Kristín Ómars- dóttir, Ólafur Jóhann Ólafsson, Sjón, Gyrðir Elíasson, Hallgrímur Helgason, Elísabet Jökulsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Sveinbjörn I. Baldvinsson, Ísak Harðason, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Anton Helgi Jónsson, Sigfús Bjartmarsson, Einar Már Guðmundsson, Þórunn Valdimarsdóttir, Magnea J. Matthías- dóttir, Vigdís Grímsdóttir, Birgir Svan Símonarson, Óskar Árni Óskarsson, Steinunn Sigurðardóttir, Þórarinn Eldjárn, Ólafur Gunnarsson, Sigurður Pálsson, Ólafur Haukur Símonarson, Pétur Gunnarsson, Einar Guðmundsson, Megas, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Ingibjörg Har- aldsdóttir, Sigurður Guðmunds- son, Böðvar Guðmundsson, Jóhann Hjálmarsson, Þorsteinn frá Hamri, Njörður P. Njarðvík, Ingimar Erlendur Sigurðsson, Guð- bergur Bergsson, Hannes Pétursson, Matthías Johannessen, Vilborg Dagbjarts- dóttir, Sigurður A. Magnússon og Kristján Karlsson. SÁÁ þakkar skáldunum margfalt fyrir stuðninginn. í blaðinu... 5 12 6 KNaTTSpYrNUfélaG SÁÁ Það er bati í boltanum og það vita strákarnir sem mæta á æfingar hjá FC SÁÁ. Þeir komust í undanúrslit í Mentosbikarnum fyrr í sumar og mun æfa hart í vetur. fJÖlSKYlDUMEÐfErÐ Alkóhólismi er fjölskyldusjúkdómur og SÁÁ rekur meðferð fyrir fjölskyldur alkóhólista og fíkla. Mikilvægt er að nánustu aðstandendur leiti sér hjálpar. MÁNUDaGSBíÓ Á mánudagskvöldum verða bíósýningar í Von, Efstaleiti 7. Allar myndirnar tengjast alkóhólisma og fíkn og efnum við til líflegrar umræðu um myndirnar. Böl og fögnuður MÖrG aNDliT ÁfENGiS- OG víMUEfNavaNDaNS: Það eru margar hliðar á áfengis- og vímuefnavandanum. Ein er persónuleg og snýr að því hvernig hvert og eitt okkar gengst við sjúk- dómnum og tekur ábyrgð á honum. Önnur er hvernig samfélagið bregst við sjúkdóminum; hvernig áfengis- og vímuefnasjúklingar eru greindir í heilbrigðis- og félagskerfinu og beint í rétta meðferð sem hæfir þeim og hentar. Þriðja er hvernig við þróum áfram bestu með- ferð við áfengis- og vímuefnasýki og aðlögum hana að breyttri félags- og andlegri stöðu sjúklinganna; því þótt grunnmynd sjúkdómsins breytist ekki þá breytist birtingarmynd hans með breyttum samfélagsaðstæðum, hug- myndum og sjálfsmynd einstaklinganna. Fjórða er réttindabarátta áfeng- is- og vímuefnasjúklinga fyrir viðurkenningu samfélagsins á tilvist þessa minnihlutahóps, rétti hans til réttrar greiningar og réttrar meðferðar og rétti á sérsniðinni meðferð og lausnum þegar almennar aðferðir virka illa fyrir hópinn eða jafnvel hættulegar honum. Fimmta er skilningur á sögu okkar; vitundin um þá baráttu sem var háð fyrir þeim réttindum sem við höfum áunnið og þann slæma aðbúnað og illu meðferð sem áfengis- og vímuefna- sjúklingar máttu þola áður en þeim tókst að ná yfirráðum yfir hugmyndun- um um eigin sjúkdóm og þróa meðferð við honum. Sjötta er fögnuð- urinn yfir batanum; frelsinu frá ánauðinni, sem er ekki aðeins fyrra líf án vímugjafa heldur nýtt líf og máttugra; virkar félagslega, andlega og líkam- lega. Sjöunda er trúin á að okkar kynslóð takist að snúa við fjölskyldusögu okkar; að sjúkdómurinn hafi minni áhrif á líf afkomenda okkar; að þeim tak- ist að losna undan honum eða fundið hjálp og aðstoð fyrr en okkur auðnað- ist. Áttunda er sorgin yfir þeim sem enn þjást og hefur ekki auðnast að leita hjálpar eða þiggja hana — og ekki síst harmur barnanna sem alast upp við þrúgandi böl áfengis- og vímuefnasjúkdómsins. Allt þetta er inntak í starfsemi SÁÁ; allt þetta eru verkefni okkar og í allt þetta sækjum við viljann og áræðið til að berjast fyrir viðurkenningu og rétt- indum áfengis- og vímuefnasjúklinga og aðstandenda þeirra. GUNNar SMÁri EGilSSON SKrifar lEiÐari ÚTGEfaNDi: SÁÁ - Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann Efstaleiti 7, 103 Reykjavík. Sími: 530 7600 ÁBYrGÐarMaÐUr: Gunnar Smári Egilsson. riTSTJÓri: Mikael Torfason. lJÓSMYNDarar: Gunnar Gunnarsson. prENTUN OG DrEifiNG: Landsprent og Fréttatíminn. Ekkert af þeim fjármunum sem SÁÁ fær frá ríki, borg eða sveitarfélögum fer til rekstrar félagsstarfsemi SÁÁ. Öll framlög renna óskert í þjónustu við áfengis- og vímuefnasjúklinga og aðstandenda þeirra. SÁÁ fær því í raun engin framlög hvorki frá hinu opinbera; heldur kaupir ríki og borg tiltekna heilbrigðis- og félagsþjónustu af samtökunum. SÁÁ sker sig þann- ig frá öðrum sjúklingafélögum, sem flest njóta styrkja til almennra félagsstarfsemi og réttindabaráttu. Félagsstarfsemi SÁÁ er alfarið rekin fyrir félagsgjöld og eigin tekjur samtakanna. Reyndar fer minnsti hluti teknanna til félagsstarfssemi því samtökin hafa í gegnum árin greitt um 1.500 milljónir króna með meðferðinni og sjúkrahúsaresktr- inum. Í ár stefnir í að SÁÁ leggi um 160 milljónir króna upp í það gat sem takmörkuð framlög opinberra aðila skilja eftir. Af þessum sökum er mjög mik- ilvægt að almenningur allur styðji við bakið á SÁÁ með því að greiða félags- og styrktargjöld til félagsins. Fólk getur valið um að greiða 500, 1.000 eða 1.500 krónur á mánuði. Með því styður fólk ekki SÁÁ ein- vörðungu með peningum heldur styrkir félagslega stöðu samtak- anna. Það er mjög mikilvægt að innan SÁÁ sé breiður og öflugur hópur fólks sem lætur sig verkefni samtakanna varða. SÁÁ er eina réttindabaráttufé- lag áfengis- og vímuefnasjúklinga og aðstandenda þeirra. Það er því mjög mikilvægt að sá hópur styðji samtökin og taki virkan þátt í starf- semi þeirra. Þótt margt hafi áunn- ist á umliðnum árum fer því fjarri að áfengis- og vímuefnasjúklingar njóti sömu réttinda og aðrir sjúklingar. Við þurfum enn að berjast við for- dóma og að fá rétta greiningu og meðferð innan heilbrigðiskerfisins. Ef áfengis- og vímuefnasjúklingar sýna ekki samstöðu og baráttuvilja er hætta á að ávinningarnir tap- ist, baráttan staðni og afturför síð- ustu ára haldi áfram. Í haust mun SÁÁ standa fyrir átaki til félagasöfn- unar. Til að örva söfnunina leituðu samtökin til íslenskra ljóðskálda og báðu þau að gefa samtökunum eitt ljóð hvert. Ljóðin verða sett í bók, Skáldagjöf, sem gefin verður nýjum félögum seinna í haust. SÁÁ safnar nýju félögum í allan vetur: SkÁldiN aðStoða við SÖfNUN félaGa HarMUr BarNaNNa SEM alaST Upp viÐ þrÚGaNDi BÖl ÁfENGiS- OG víMUEfNaSJÚKDÓMSiNS. HVAÐ: Félagasöfnun SÁÁ HVAR: SÁÁ, Efstaleiti 7 FYRIR HVERN: Áhugafólk um áfengis- og vímuefnavandann HVENÆR: Í allan vetur NÁNAR: Þú getur gerst félagi í SÁÁ á vef samtakanna: www.saa.is 02 september 2011 Leitað var til 63 skálda á öllum aldri og 63 skáld féllust á að styðja samtökin. Í bókinni verða ljóð eftir eftirtalin skáld (í aldursröð):
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.