Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.09.2011, Blaðsíða 78

Fréttatíminn - 02.09.2011, Blaðsíða 78
Já, ég skall- aði jörðina af ákafa. Menn geta verið í fjörutíu ár í hestamennsku en það breytir því ekki að menn detta af baki. „Þetta verður á óhefðbundnum nótum. Ég fæ til dæmis hestamenn- ina og leikarana Hilmi Snæ og Atla Rafn til liðs við mig ... við strák- arnir höfum farið í nokkuð margar ferðir saman; riðið Kjöl, Arnarfell og hingað og þangað og ég veit ekki hvert. Það var í þessum ferðum sem hugmyndin kviknaði og mér finnst við hæfi að skapa smá stemningu; dimma ljósin, akústískt, Roy Ro- gers við varðeldinn, einn bjór og svo tökum við nokkur lög,“ segir Helgi Björns, tónlistarmaður og leikari. Helgi hefur heldur betur hitt í mark með Reiðmönnum vindanna, þar sem hann syngur gömul lög, ekki síst þau sem eiga sér skír- skotun til hestamanna og hesta- mennsku. Hann blæs nú til stórtón- leika í Háskólabíói 8. október, með tíu manna hljómsveit og bakradda- söngvurum. „Já, það er gaman að flytja þessi lög. Fer mér vel sem söngvara. En, þarna verður léttur andi svífandi yfir vötnum, barinn opinn, afslöppuð stemning, söngur og gleði.“ Hestamennska getur reynst skeinuhætt og nýverið datt Helgi af baki, svo illa að hann nefbrotnaði. „Já, ég skallaði jörðina af ákafa. Menn geta verið í fjörutíu ár í hesta- mennsku en það breytir því ekki að menn detta af baki. Þetta eru lifandi skepnur.“ Tvennir tónleikar eru fyrirhug- aðir og hefst miðasala 8. september. Helgi hefur átt í deilum við Hörpu vegna ætlaðra samningsbrota húss- ins. „Ég er ekki að fara í Hörpuna með þessa tónleika. Hefði kannski átt heima þar. Í staðinn verð ég með tvenna tónleika í stað þess að halda eina í Hörpu. Það er bara fínt.“  tónleikar Helgi, Hilmir Snær og atli rafn í roy rogerS-Stemmningu á tónleikum Helgi Björns í Háskólabíói  Signý guðlaugSdóttir Hannar þrívíddarHeima Þegar tökulið- ið okkar kom til baka komu allir beint til mín og áttu ekki orð yfir Íslandi. S igný fór í heimsreisu eftir að hún útskrifaðist frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og ferðaðist meðal annars um Nýja-Sjáland. Ári síðar ákvað hún að læra ljósmyndun á Nýja-Sjálandi en skipti síðan yfir í stafræna hönnun (Digital Media Design). Því námi lauk hún með hæstu einkunn árið 2008. Í kjölfarið sótti hún um starf hjá Weta Digital og fékk vinnu þar tveimur mánuðum seinna enda berst fyrir- tækinu fjöldi umsókna í hverri viku. „Eftir að hafa búið á Nýja- Sjálandi í fjögur ár ákvað ég að flytja heim til Íslands og eyða tíma með fjölskyldunni og vinum. Eftir rúmt ár á Ís- landi ákváðum við kærastinn minn að flytja aftur til Nýja- Sjálands. Mér var þá boðin vinna sem 3D Artist hjá Weta Digital þar sem ég er núna að hanna og smíða þrívíddar- módel fyrir The Hobbit.“ Hjá Weta Digital hefur Signý unnið við gerð mynd- anna Avatar, District 9, The Lovely Bones, Rise of the Planet of the Apes, Tinna og nú The Hobbit. „Við byrjum svo á fleiri skemmtilegum verkefnum fljótlega, þar á meðal Avatar 2 og Prometheus.“ Ridley Scott, leikstjóri Prometheus, tók upphafsatriði myndarinnar við Heklurætur í sumar. „Þegar tökuliðið okkar kom til baka komu allir beint til mín í vinnunni og áttu ekki orð yfir Íslandi og fannst meðal annars ótrúlegt að hafa þurft að vera með heyrnartól við tökur vegna hávaðans í Dettifossi. Þeim fannst þetta stórmerkilegt.“ Leikstjórinn Peter Jackson er einn stofnenda og eigenda Weta Digital og fyrir- tækið hefur nánast lagt undir sig Miramar- hverfið í höfuðborginni Wellington. „Þetta er stórt fyrirtæki og í þrívíddarhlutanum einum starfa um 900 manns. Við búum flest í hverfinu og ég bý í sömu götu og verið er að taka The Hobbit og get stundum fylgst með stúdíó- tökunum út um gluggann hjá mér.“ Signý segist vera í algeru draumastarfi þarna. Verk- efnin eru skemmtileg auk þess sem hjá fyrirtækinu er mikið lagt upp úr því að listafólkinu þar líði sem best. „Vinnudagarnir eru mjög langir en það er varla hægt að kvarta þar sem við erum bæði með kokka og þjóna og það er eldað ofan í og stjanað við mann alla daga. Á hverjum föstu- degi er haldin veisla, „beer o´clock“ fyrir allt starfsfólk- ið. Fyrirtækið heldur líka mjög flott partí reglulega. 1. janúar kom James Cameron til dæmis og hélt 3.000 manna partí til þess að þakka öllum sem unnu við Avatar fyrir vel unnin störf. Hann vildi kynnast starfsfólkinu og láta okkur vita að við færum fljótlega að vinna fyrir hann við Avatar 2 og 3 sem eiga að koma út 2014 og 2015.“ Signý Guðlaugsdóttir býr og starfar á Nýja-Sjálandi þar sem hún vinnur nú við hönnun á þrívíddarheimi væntanlegrar stórmyndar um Hobbitann, sem eins og flestir vita er forleikurinn að Hringadróttinssögu. Hún bjó einnig til stóran hluta þrívíddarheims Rise of the Planet of the Apes og vann við Avatar eftir James Cameron en leikstjórinn hefur lýst yfir áhuga sínum á að fá sama fólk til þess að vinna að Avatar 2. Signý Guðlaugsdóttir vinnur langa vinnudaga í Wellington þar sem hún hannar þrívíddarheima fyrir stórmyndir á borð við Avatar og The Hobbit. Skapar heimsmynd Tinna og Hobbita Halldór í messi? Spennan vegna stóru Frankfúrtar- bókamessunnar, þar sem Ísland verður í hlutverki gestgjafa, eykst nú dag frá degi innan hins íslenska bókmenntageira, en mánuður er í hátíðina. Sá sem er potturinn og pannan í undirbúningi er Halldór Guðmundsson bókmenntafræðingur og rithöfundur og álagið virðist vera farið að segja til sín. Halldór skrifaði dularfull skila- boð til vina sinna á Facebook í gær, svohljóðandi: „Er líf eftir messu? Var líf fyrir messu? Skyldi mér verða á í messunni? Hver les mér þá messuna? Verður messufall? Er ég bara messagutti? Eða er þetta allt í messi? Lionel Messi? Ætti ég kannski að sms-a um þetta?“ „Á mánudag verður tekið úr lás,“ segir Bragi Valdimar Skúlason. Vefur Baggalúts, fjöllistahóps, verður opnaður eftir sumarfrí nú á mánudag. Meginþunginn mun hvíla á herðum Braga því félagar hans mæta haltir til leiks; Guðmundur Pálsson út- varpsmaður leggur líklega eitthvað til málanna, en hann er í fæðingarorlofi og má því búast við að hann sé í tilfinningalegu uppnámi, og Karl Sigurðsson er kominn í bólakaf í pólitíkina sem borgarfulltrúi Besta flokksins. Bragi segir spurður að Karl hafi skriftarleyfi þótt hann muni líkast til misnota aðstöðu sína og hygla sínum flokki. „Klárlega,“ segir Bragi sem lofar því hins vegar, þrátt fyrir þessi ljón á veginum, að vefurinn gangi í endur- nýjun lífdaga eftir tiltekt og útlitsbreytingar. Baggalútur braggast 365 ætlar sér stóra hluti Í dag fer fram fjölmiðlamót í golfi á Sand- gerðisvelli og ætlar fyrirtækið 365 sér stóra hluti. Keppt verður milli liða, auk einstaklingskeppni, og munu 24 mæta til keppni frá 365. Logi Bergmann Eiðsson, sem fer fyrir þeim hópi, segir að mikill uppgangur hafi verið í golfíþróttinni innan fyrirtækisins. „Allt í gangi. Hér er fínn golfklúbbur. Við erum stærst,“ segir Logi sem er með 10 í forgjöf. „Þetta hefur verið vont golfsumar. Ég var í átta en er nú kominn í tíu. Verður ekki verra því menn geta ekki hækkað nema um tvo á leiktíð.“ RÚV og Mogginn mæta einnig fjölmennir til leiks, með tíu til fimmtán manna lið. Fjölmiðlamótið hefur verið haldið í um 20 ár og er meðal annars merkilegt fyrir það að spilað hefur verið á velflestum 18 holu golfvöllum landsins. Reiðmenn vindanna í Háskólabíói. „Það fer mér vel að flytja þessi gömlu lög,“ segir Helgi Björns sem hefur hitt beint í mark með hestasöngvum sínum. Signý átti langt spjall við James Cameron og benti honum meðal annars á ýmislegt sem hún telur að megi breyta í Avatar 2 og 3. Fram koma: Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari, Monika Abendroth hörpuleikari, Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) söngvari, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari, Sigurður I. Snorrason klarinettleikari, Davíð Ólafsson söngvari, Stefán Helgi Stefánsson söngvari, Helgi Már Hannesson píanóleikari, Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari, Jögvan Hansen söngvari, Jón Jónsson söngvari, Gospeltónar, Jóhann Friðgeir Valdimarsson söngvari og Gréta Salóme Stefánsdóttir fiðluleikari. Öll vinna við tónleikana er án endurgjalds og mun allur aðgangseyrir renna beint í styrktarsjóð fyrir eiginmann og börn Hönnu Lilju. Einnig verður tekið á móti frjálsum framlögum. www.facebook.com/styrktartonleikar.honnu.lilju GUÐRÍÐARKIRKJU GRAFARHOLTI, MÁNUDAGINN 5. SEPTEMBER, KL. 20.30. MIÐAVERÐ KR. 3.000. MIÐASALA FER FRAM Á MIDI.IS OG VIÐ INNGANG GUÐRÍÐARKIRKJU. STYRKTARSJÓÐUR: 0322-13-700345 KT. 080171-5529 Minningar- og styrktartónleikar Hönnu Lilju Valsdóttur og barna 58 dægurmál Helgin 2.-4. september 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.