Fréttatíminn - 02.09.2011, Blaðsíða 66
46 bíó Helgin 2.-4. september 2011
S teve Carell leikur Cal Weaver sem telur sig vera í býsna góðum
málum. Hann er í góðri
vinnu og unir sáttur við
sitt í faðmi fjölskyldunnar
á fallegu heimili. Hann fær
því eðlilega áfall þegar hann
kemst að því að ástkær eigin-
konan, sem Julianne Moore
leikur, stendur í framhjá-
haldi með vinnufélaga sínum
(Kevin Bacon) og vill fá
skilnað. Aumingja Cal flytur
út og fer að hanga á barnum
þar sem hann barmar sér
ógurlega yfir óförum sínum.
Kvennabósinn Jacob Pal-
mer (Ryan Gosling) þarf,
ólíkt Cal, aldrei að fara einn
heim af barnum og hann
ákveður að taka þennan mið-
aldra vælukjóa upp á sína
arma og kenna honum að
krækja sér í konur. Þrátt fyr-
ir óumdeildan þokka hefur
Jacob samt nýlega lent í því
að ungur laganemi (Emma
Stone) hafnaði honum.
Hann er þó ekki af baki dott-
inn og ætlar sér ekki að láta
stúlkuna sleppa.
Þrátt fyrir klaufaganginn
tekst Cal að lokka kennara,
sem Marisa Tomei leikur,
upp í rúm með sér en sam-
band þeirra verður ekki
langlíft. Okkar maður er þá
hins vegar kominn á bragðið
og tælir nú hverja konuna á
fætur annarri. Eiginkonan
kemst síðan að því hvurs
slags flagari sá gamli er orð-
inn og lýsir fullkomnu frati á
hann og setur meiri alvöru í
samband sitt við viðhaldið.
Stjarna Steve Carel hefur
risið hratt á síðustu árum.
Hann hefur tekið þátt í góðu
gríni með Will Ferrell í
Anchorman: The Legend
of Ron Burgundy og gerði
hinum fertuga hreina sveini
fín skil í The 40 Year Old
Virgin. Þá hefur hann farið
á kostum í bandarísku út-
gáfunni af sjónvarpsþátt-
unum The Office. Get Smart
féll einnig í kramið og með
Tinu Fey sér við hlið tók
hann ágætan sprett í Data
Night þar sem þau skötuhjú
léku hjón á miðjum aldri sem
reyndu að krydda samband
sitt með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum og afskiptum
glæpamanna. Carell sýndi
svo í Little Miss Sunshine að
hann getur leikið alvarleg
hlutverk þrátt fyrir að vera
vandlega brennimerktur
gríninu. Hann var síðast
í bíó í dellunni Dinner for
Schmucks en öllu meiri
glæsibragur virðist vera yfir
Crazy, Stupid, Love en þeirri
steypu. Enda valinn maður –
eða kona – í hverju rúmi að
þessu sinni.
Aðrir miðlar: Imdb: 7,9, Rot-
ten Tomatoes: 76%, Metacritic:
68/100.
crazy, Stupid, Love GamanSöm áStarfLækja
bíódómur á annan veG
frumSýndar
Gamanmyndin Crazy, Stupid, Love er ein frumsýningarmynda helgarinnar. Þar fer fremstur í
flokki sprelligosinn Steve Carell en er dyggilega studdur miklu úrvalsliði leikara. Julianne Moore,
Kev-in Bacon, Ryan Gosling, Marisa Tomei og Emma Stone hringsnúast öll í kringum Carell í heil-
mikilli ástarflækju þar sem tilfinningarnar leiða mannskapinn þvers og kruss í leitinni að ástinni.
The Devil’s Double
Bagdad er leikvöllur hinna ríku og ill-
ræmdu þar sem allt er til sölu gegn réttu
verði. Í þessum heimi lifir og hrærist
Uday Hussein, sonur Saddams, og veltir
sér upp úr ólifnaði og spillingu. Saddam
gerði mikið af því að tefla fram tvíförum
sínum til þess að gera óvinum sínum erfitt
fyrir og nú ætlar Uday sér að leika sama
leikinn. Hershöfðinginn Latif Yahia er
beðinn að taka að sér hlutverk Udays og
getur varla hafnað því boði þar sem þá
verður fjölskylda hans tekin af lífi.
Aðrir miðlar: Imdb: 6,8, Rotten
Tomatoes: 56%, Metacritic:52/100
The Beaver
Í The Beaver leika vinirnir Jodie Foster
og Mel Gibson hjónin Walter og Meredith
Black en Foster er jafnframt leikstjóri
myndarinnar. Walter hefur verið farsæll
framkvæmdastjóri og fjölskyldumaður en
þegar hann sekkur á kaf í þunglyndi og
vesaldóm gefst eiginkonan upp á honum
og vísar honum
á dyr. Hvernig
sem Walter reynir
kemst hann ekki
á beinu brautina
en líf hans tekur
stefnuna upp á
við þegar hann
eignast hand-
brúðu í líki bjórs.
Þá byrjar hann að
tjá sig en eingöngu með hjálp brúðunnar
sem hann talar í gegnum.
Aðrir miðlar: Imdb: 6,9, Rotten
Tomatoes: 62%, Metacritic: 60/100.
Stjarna
Steve
Carel hefur
risið hratt
á síðustu
árum.
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
bíó
Jesse Eisenberg leikur pitsusendilinn
Nick. Sá er að drepast úr leiðindum í
fásinninu í litlum smábæ. Líf hans tekur
óvæntan og skyndilegan fjörkipp þegar
tveir glæpamenn ræna honum, festa
á hann tímasprengju og gefa honum
nokkrar klukkustundir til að ræna banka
fyrir sig. Geri hann það ekki verður hann
sprengdur í tætlur.
Sendillinn ólánsami fær ekki séð að hann
geti með nokkru móti lokið þessu erfiða
verkefni og sloppið heill frá þessu öllu
saman. Hann fær því fyrrum besta vin
sinn til að hjálpa sér og í kapphlaupi við
klukkuna þurfa þeir að snúa á lögregl-
una, leigumorðingja og reyna að tjasla
saman vináttusambandi sínu á meðan
þeir leggja á ráðin um bankarán.
Aðrir miðlar: Imdb: 6,8, Rotten
Tomatoes: 42%, Metacritic: 48/100.
Árið er 1980 og eitthvað. Al-
freð og Finnbogi eru lengst
uppi á heiði að mála gular
línur á þjóðveginn og reka
stikur í vegkanta. Þeir félagar
eiga fátt sameiginlegt. Alfreð
er 24 ára gosi sem hugsar um
fátt annað en kynlíf og næsta
djamm en Finnbogi er 33 ára
alvörugefinn pælari sem hygg-
ur á háskólanám í þýsku. Það
eina sem tengir þá saman er
að Finnbogi er í sambandi með
systur Alfreðs og hefur gengið
dóttur hennar í föðurstað.
Á annan veg er einföld
mynd þar sem hrjóstrugt
landslagið á heiðinni er eina
sviðsmyndin og leikararn-
ir Hilmar Guðjónsson og
Sveinn Ólafur Gunnarsson
eru nánast einir í mynd allan
tímann og bera myndina uppi
með samtölum sínum og sam-
leik. Það er auðvitað meira en
að segja það að halda athygli
og áhuga áhorfenda við þess-
ar einföldu aðstæður en Al-
freð og Finnbogi eru fljótir að
ná tökum á áhorfandanum og
persónurnar verða áhugaverð-
ari eftir því sem á líður. Þann-
ig að ekki er hægt að segja
annað en að Hilmar og Sveinn
skili sínu af stakri prýði. Og
ég minnist þess ekki að hafa
séð íslenskt landslag þjóna
tilgangi sínum jafn vel í bíó-
mynd og svo skemmtilega vill
til að það er einmitt þegar það
er ljótt og óspennandi.
Eins og óskrifuð lög um
svona „böddí-myndir“ nálgast
ólíkar persónurnar hvor aðra
hægt og bítandi og áður en
yfir lýkur myndast ósköp fal-
legt samaband á milli þeirra.
Sagan er ekkert sérstaklega
frumleg og oft auðvelt að geta
sér til um framhaldið en hún
er engu að síður áhugaverð og
skemmtileg.
Þorsteinn Bachmann
dúkkar upp í litlu aukahlut-
verki og brýtur upp daufan
hversdaginn hjá þeim fé-
lögum. Þorsteinn er að verða
einhver allra skemmtilegasti
aukaleikarinn í íslensku bíói
og hefur leikið sér að því að
stela senunni undanfarið og
klikkar ekki hérna frekar en
áður.
Hann leikur sveitalúða sem
færir strákunum rosalega
góðan landa. Besta landann í
sveitinni, enda síaður þrisvar.
En eins og allir góðir bruggar-
ar vita þá dugir ekkert minna.
Í raun má segja að Á annan
veg sé svolítið eins og landinn
hans Steina. Hún er einföld,
vel síuð og án allra aukefna.
Bara þrjár persónur í miðri
auðn. Hún er vel heppnað
byrjandaverk Hafsteins Gunn-
ars Sigurðssonar, sem sýnir
hér og sannar að það þarf ekki
íburð og djúpa vasa til þess að
vekja hughrif og skilja eitt-
hvað eftir sig.
Þórarinn Þórarinsson
Ástin er eins og sinueldur
Ryan Gosling tekur ræfilinn Steve Carell upp á sína arma og kennir honum að reyna við konur í Crazy, Stupid, Love.
Góður landi
Pitsusendill með tímasprengju
Pitsusendillinn kemst í hann krappan þegar hann er neyddur til að ræna banka.
Alfreð og Finnbogi þurfa að þola hvor annan uppi á heiði
en læra að meta félagsskapinn áður en sagan er öll.
KUNG FU tímar
fyrir krakka
Skeifunni 3j • Sími 553 8282 • heilsudrekinn.is
Byrja 5.september
Haustskráning hafin