Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.09.2011, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 02.09.2011, Blaðsíða 8
Tjúllaðar tindaskötur! Copyright © H ergé / M oulinsart 2009 - A ll rights reserved – Credits – Term s and Conditions / Privacy Tvær nýjar Tinnabækur í safnið Safnaðu þeim öllum + Bókaðu flug á www.icelandair.is Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallar skattar. Þessi ferð gefur frá 1.500 til 4.500 Vildarpunkta aðra leiðina. Noam Chomsky Maður- inn sem New York Times hefur kallað mikilvæg- asta hugsuð samtímans er að koma í fyrsta sinn til Íslands.  AKADEMIAN EINN MERKASTI HUGSUÐUR SAMTÍMANS Á LEIÐ TIL ÍSLANDS Chomsky með hraðari örgjörva É g var við framhaldsnám í Banda-ríkjunum, var í Harvard og þá var það þannig að taka mátti helming námsins í MIT [Massachusetts Institute of Technology] og ég tók námskeið hjá honum. Seinna, þegar ég var þar við kennslu, hitti ég hann aftur. Mér fannst stundum, þegar ég talaði við Chomsky, að hann væri – ef við notum líkingu úr tölvu- geiranum – með hraðari örgjörva en maður sjálfur,“ segir Höskuldur Þráinsson prófessor. Höskuldur er tengiliður við dr. Noam Chomsky, sem væntanlegur er til landsins og heldur fyrirlestur næstkom- andi föstudag á vegum hug- vísindasviðs HÍ. Hann verður öndvegisfyrirlesari á aldarafmælisári Háskólans. Chomsky er málvísindamað- ur, rithöfundur og virkur þátttakandi í stjórnmálaumræðu – prófessor við MIT. Vel er í lagt því menn spara sig hvergi þegar mikilvægi hans er lýst. New York Times hefur gengið svo langt að kalla Chomsky mikilvægasta hugsuð samtím- ans. Mikil spenna ríkir innan akademí- unnar og víðar vegna komu Chomskys. „Við höfum áhyggjur af því að þeir sem vilja koma rúmist ekki í aðalsal Háskóla- bíós,“ segir Höskuldur. Hugsuðurinn er að koma fyrsta sinni til Íslands en að minnsta kosti í tvígang hefur staðið til að hann kæmi og var Höskuldur þá í sambandi við hann. Í fyrra sinnið fékk Chomsky í bakið og gat ekki ferðast og fyrir tveimur árum veiktist kona hans og dó í kjölfarið. „Hann hlakkar mikið til en stoppar stutt; kemur frá Noregi á fimmtudag og fer á laugardag. Hann verður 83 ára í desember en ferðast á fullu um heiminn og flytur fyrirlestra opinberlega, oftast um pólitísk efni.“ Höskuldur segir hugs- anlegt að fara með hann til dæmis í Bláa lónið. Helsta áhugamál hans utan fræð- anna hefur verið seglbretta-íþróttin, en Höskuldur gerir ekki ráð fyrir að slíkt verði á dagskrá – hann enda orðinn aldinn – né heldur að gott sé að ná í hann með við- tal í huga því hann sé stöðugt á faraldsfæti: „Ég efast um að þú náir í hann í gegnum farsíma. Hann fór til Indlands fyrir um tíu árum, hringdi þá í konu sína og sagði henni að þeir Indverj- ar væru komnir með skemmti- leg tæki sem væru litlir símar sem menn gætu borið með sér og talað í hvar sem maður væri.“ Jakob Bjarnar Grétarsson ritstjorn@frettatiminn.is Höskuldur Þráins- son prófessor. Tengiliður Íslands við Chomsky. Helsta áhugamál hans utan fræð- anna hefur verið seglbrettaíþrótt- in, en Höskuldur gerir ekki ráð fyrir að slíkt verði á dagskrá. 8 fréttir Helgin 2.-4. september 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.