Fréttatíminn - 02.09.2011, Blaðsíða 14
E
ystrasaltsþjóðir minnast þess að
tveir áratugir eru liðnir frá því
þær öðluðust sjálfstæði undan oki
Sovétríkjanna. Þáttur Íslands í því
er skrifaður í sögu Eistlands, Lett-
lands og Litháens og einkum nafn eins manns,
Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi utan-
ríkisráðherra. Vesturveldin voru tilbúin að
fórna hagsmunum þessara þriggja smáríkja
til að tryggja þá sem þau töldu aðra og meiri í
samskiptum við stórveldið í austri, Sovétríkin.
Utanríkisráðherra minnsta NATO-ríkisins var
annarrar skoðunar og varði hagsmuni hinna
undirokuðu ríkja með oddi og egg.
Ég hef oft verið spurður af lærðum stjórnmála-
fræðingum, segir Jón Baldvin, hvernig það mátti
vera að Ísland, sem er ekki þekkt af því að vera
stórveldi á alþjóðavettvangi, tók upp á því að
hafa frumkvæði að einhvers konar hjálparstarfi
við sjálfstæðisbaráttu þessara þriggja smáþjóða,
Eista, Letta og Litháa, á árabilinu 1988 til 1991.
Það er undrunartónn í spurningunni vegna þess
að þetta er eiginlega brot á lögmálinu. Það er
ekki til siðs að smáríki hegði sér svona. Það er
samkvæmt bókinni til þess ætlast að þau leiti
sér skjóls hjá hinum sem eru stærri og fyrirferð-
armeiri en hafi ekki frumkvæði. Það flokkast
kannski undir mikillæti að brjóta þetta lögmál.
En við gerðum það nú samt.
Þegar frá líður og sagnfræðingar eru farnir að
skoða þetta þá tek ég eftir því, bæði í Eystra-
saltslöndum og í alþjóðlegum fræðiritum, að
þetta vekur nokkra undrun og er orðið svolítið
rannsóknarefni. Þess vegna þarfnast þetta skýr-
ingar, segir utanríkisráðherrann fyrrverandi.
Langvarandi hnignun
Það byrjar allt með hnignun Sovétríkjanna.
Gorbatsjov kemur til valda 1985 og hans tímabil
nær til ársloka 1991. Sovétríkin höfðu verið í
langvarandi hnignun undir Brésneff. Gorbat-
sjov er til þess að gera ungur maður og honum
er ljóst, þegar hann nær völdum, að það verður
að grípa til aðgerða því Sovétríkin eru hreinlega
að koðna niður undan eigin þunga. Efnahags-
kerfið er í molum. Afganistan-stríðið var þeim
óbærilegt.
Það er tvenns konar upplifun. Sovéskur al-
menningur leit á þetta sem stöðugleikatímabil
eftir allar hörmungar fyrri tíðar. En það var
linnulaus hnignun. Sovétríkin voru í djúpri
kreppu. Hann innleiðir það sem hann kallar um-
bótastefnu sína undir tveimur slagorðum; Glas-
nost, opnun, og Perestrojka, kerfisbreyting.
Ég nefni þetta strax af því að sjálfstæðishreyf-
ingar Eystrasaltsþjóðanna eiga rætur að rekja til
þessa. Þær hefðu naumast orðið til ef Gorbatsjov
hefði ekki verið að boða breytta tíma, ef hann
hefði ekki afnumið Brésneff-kenninguna sem
áskildi Sovétríkjunum rétt til hernaðaríhlutunar
á þeirra yfirráðasvæði, sem þeir skilgreindu svo,
þ.e. í Austur-Evrópu.
OPIÐ HÚS
Laugardag, 3. september, kl. 10-14
- HEILSURÆKT FYRIR ÞIG -
• Frí heilsufarsskoðun
• Lukkuleikur og tilboð
• Kynning á fæðubótarefnum frá All Stars
• Ný og glæsileg tímatafla kynnt með yfir
400 tímum í viku hverri.
• Frítt í allar 9 World Class stöðvar milli kl. 10-14
Sjá nánar á worldclass.is
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
Fréttatíminn2x10_2.sept.pdf 1 9/1/11 3:58 PM
Það er ekki til siðs að
smáríki hegði sér svona
Tveir áratugir
eru liðnir frá því
að Eystrasalts-
ríkin þrjú
öðluðust sjálf-
stæði og losnuðu
undan oki
Sovétríkjanna.
Jónas Haralds-
son ræddi við
Jón Baldvin
Hannibals-
son um sögu
málsins og þátt
Íslands og hins
íslenska utan-
ríkisráðherra
í þróuninni á
ögurstund.
Sjálfstæðisbarátta í áföngum
Smám saman fara að myndast hreyfingar í Eystrasalts-
ríkjunum; fyrst eins máls hreyfingar, umhverfisvernd,
en að öðru leyti menningarleg sjálfstæðisbarátta því
þessar þjóðir voru við dauðans dyr í þeim skilningi að
frá því að þær voru hernumdar og innlimaðar í stríðs-
lokin af Rússum var stunduð þar grimmileg rússunar-
pólitík. Forystumenn þessara þjóða, pólitískir og menn-
ingarlegir, voru miskunnarlaust handteknir og fluttir í
nauðungarbúðir, gúlagið, eða drepnir. Inn voru fluttir
Rússar.
Staðan var orðin þannig að rússneskan var orðin
ráðandi mál. Tungumál þeirra voru eiginlega að verjast
neðanjarðar þannig að þessar sjálfstæðishreyfingar
verða til þegar nýlenduveldið slakar á klónni. Þetta
gerist í áföngum frá 1987 til 1991. Það eru stofnaðar
þverpólitískar sjálfstæðishreyfingar og efnt til kosn-
inga. Það eru myndaðar ríkisstjórnir sem eru ábyrgar
gagnvart þingum. Þjóðirnar eru eiginlega búnar að
varpa af sér stalínisma-okinu en þær tilheyra ennþá
Sovétríkjunum.
Kuldalegar móttökur
Þegar þær eru búnar að gera hreint fyrir sínum dyrum
og leita vestur á bóginn eftir viðurkenningu á sjálf-
stæði sínu og stuðningi við lýðræðisþróunina, verður
þeim bylt við. Þeim er tekið kuldalega. Öfugt við það
sem leiðtogar Vesturveldanna, Bush Bandaríkjaforseti,
Kohl Þýskalandskanslari, Mitterrand, Thatcher, sögðu
opinberlega, lögðu þau baka til þunga pressu á þessar
þjóðir að vera ekki að þessu brölti. Þær áttu að draga
sjálfstæðisyfirlýsingar sínar til baka, sætta sig við að
vera innan Sovétríkjanna, semja um aukna sjálfstjórn en
gera ekki ýtrustu kröfur. Þetta gekk svo langt að Kohl
og Mitterrand sendu sameiginlega bréf til leiðtoga sjálf-
stæðisbaráttunnar, Landbergis, eftir að Litháar lýstu
yfir sjálfstæði 11. mars 1990, þar sem þeir beinlínis
skora á hann opinberlega að draga þetta til baka. Hann
neyddist til að frysta sjálfstæðisyfirlýsinguna gegn
stuðningi við að aflétta viðskiptabanni Sovétríkjanna.
Þeir voru orkulausir, það átti að svelta þá til hlýðni.
Á þessu eru þær skýringar að forysturíkið, Banda-
ríkin, óttast það að ef þessar þjóðir fara út úr þjóðafang-
elsi Sovétríkjanna þá verði það byrjunin á þróun sem
endi með því að Sovétríkin leysist upp. Maðurinn sem
þeir áttu allt undir og vildu semja við, Gorbatsjov, var
forseti Sovétríkjanna. Hann hafði einn höfuðtilgang í
tilverunni; að koma í veg fyrir að Sovétríkin leystust
upp. Bandaríkjamenn túlkuðu stöðu mála þannig að
þeir yrðu að ná fram samningum um endalok kalda
stríðsins, afvopnun og samkomulagi um að ekki yrði
beitt vopnavaldi í Austur-Evrópu þótt þær þjóðir brytust
undan rússneska hernáminu.
Þá var þetta gríðarlega mikilvægt mál fyrir Þjóð-
verja. Þýskaland var klofið land með einn höfuðtilgang;
friðsamlega sameiningu landsins. Þeir töldu sig eiga
allt undir Gorbatsjov. Þeir höfðu borgað stórfé til Gor-
batsjovs til þess að hjálpa honum efnahagslega svo að
hann styddi það að Þýskaland mætti sameinast friðsam-
lega og halda áfram í NATO. Síðan komu tilbrigði við
þessi sömu stef frá Mitterrand og Thatcher. Hún sagði:
Gorbatsjov er lykilmaður í því að við getum bundið enda
á kalda stríðið og það má ekkert gera sem gæti valdið
því að honum yrði steypt af stóli og harðlínumennirnir
komi til baka.
Þetta var alvarlegt mál því ef þeir trúðu þessu þá
trúðu þeir því að þeir ættu allt sitt undir Gorbatsjov. Ef
hann færi frá kæmu harðlínumenn til baka og þá myndi
allt ganga til baka og þar með væri kannski hætta á
vopnuðum átökum aftur í Austur-Evrópu. Það var þess
vegna ekki lítið sem hvíldi á herðum þessara leiðtoga
sjálfstæðishreyfinganna. Þeim var sagt að friður og
stöðugleiki í Evrópu og möguleikar á að binda enda á
kalda stríðið byggðist á því að þeir héldu áfram að vera
þrælar í Sovétríkjunum.
Undarlegur mishljómur
Þetta er mönnum æ betur ljóst núna þegar öll skjölin
eru farin að koma fram. En menn með góða tónheyrn
heyrðu þó að það var undarlegur mishljómur, annars
vegar í ræðunum um lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt
þjóða og hins vegar þessari undarlegu þögn og þrýst-
ingi á bak við tjöldin um það að prinsippin áttu ekki við
og realpólitíkin var öll önnur.
Stundum braust það út opinberlega. Á árinu 1990 er
mikið að gerast. Það eru stofnuð samtök um stöðug-
leika og frið í Evrópu og settar af stað ráðstefnur og
samningaferli um afvopnun í Vín. Einn parturinn af
þessu var að undirbúa samninga austurs og vesturs,
fyrrverandi Varsjárbandalagsríkja og vestrænna lýð-
ræðisríkja. Ein af þessum ráðstefnum var haldin í Kaup-
mannahöfn.
Uffe Ellemann-Jensen, sem var nánasti samstarfs-
maður minn að því er varðaði það að styðja við bakið á
Eystrasaltsþjóðunum, var gestgjafi á þessari ráðstefnu.
Þangað koma utanríkisráðherrar hinna nýfrjálsu þjóða.
Þeim hafði verið boðið og búast við að fá að tala máli
sinna þjóða. En Rússar segja: Ef þessum mönnum
verður hleypt inn þá erum við farnir. Og þar með var
komin hótunin um að setja allt samningaferlið um
endalok kalda stríðsins í uppnám. Uffe lúffaði og þeir
voru reknir út.
Af því að þetta er á Norðurlöndum, og ég einn af utan-
ríkisráðherrum Norðurlanda, þá þýddi það að þegar
gestgjafar og stórveldamenn eru búnir þá koma Norður-
landamenn. Ég fleygði ræðunni þegar ég heyrði þessi
tíðindi og talaði yfir hausamótunum á öllum, bara um
málefni Eystrasaltsríkja, og sagði einfaldlega að ef leið-
togar vestrænna lýðræðisríkja stæðu í þeirri trú að þeir
gætu samið við Sovétríkin um endalok seinni heims-
styrjaldar í þessum heimshluta og um frelsun Austur-
Evrópu, afvopnunarmál eða hvað annað í samskiptum á
kostnað þeirra þriggja smáþjóða sem verst hefðu verið
leiknar í stríðinu, hernumdar af báðum aðilum og inn-
limaðar í hálfa öld, væri það óþolandi og kæmi ekki til
greina.
Við vorum
allir sann-
færðir um
það að
ef þetta
yrði gert
á þessum
tíma myndu
önnur ríki
hunskast til
að koma í
kjölfarið.
Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi utanríkisráðherra, í Lettlandi í janúar 1991. Hann svaraði neyðarkalli Eystrasaltsríkj-
anna, einn NATO-ráðherra. Ljósmynd/RAX.
Framhald á næstu opnu
14 viðtal Helgin 2.-4. september 2011