Fréttatíminn - 02.09.2011, Blaðsíða 36
Okkur langar að fagna nýju ári með stæl. Fyrst með galakvöldi á nýárs-dag og svo með fjölskylduballi á þrettándanum,“ segir Hekla Jóseps-dóttir, ein af þeim sem fer fyrir þess-
um nýja félagsskap, Sjálfstæðu fólki, en þrett-
ándaballið verður tröllaball: „Það verður með
stóru sniði og allar veitingar verða fyrir tröll líka
en hugmyndin er að við borðum öll saman fjöl-
skyldan og skemmtum okkur.“
ítalskt brúðkaup
Verður tröllaballið þá eins og ítalskt brúðkaup?
„Já, eða þannig. Fjölskyldan mun skemmta
sér saman í gleði og kærleika en á útivistarhátíð-
inni okkar um Verslunarmannahelgina mynd-
aðist svo rosalega góð stemmning að við höfum
ákveðið að halda aftur útihátíð á næsta ári,“ seg-
ir Hekla en hópurinn sem stóð að útivistarhá-
tíðinni vill endilega vinna saman að fleiri við-
burðum og skemmta sér saman edrú.
Lengi var haldinn nýársfagnaður SÁÁ og var
vel sóttur. Það er því vel, að mati Heklu, að Sjálf-
stætt fólk endurveki þá hefð en nánar verður
auglýst síðar hvar og hvenær sá fögnuður verð-
ur. Búast má við miklu því mörg af heitustu
böndum landsins spiluðu að Hlöðum í Hval-
firði um helgina ásamt gamalreyndum og dáð-
um tónlistarmönnum á borð við KK og Valgeir
Skagfjörð.
Heilbrigt líf er töff
„Þrettándinn hittir á föstudagskvöld í ár og ný-
ársdagur er á sunnudagskvöldi,“ útskýrir Hekla
sem telur það bara betra því það er sjaldgæft að
fjölskyldan geti farið saman á ball en skemmti-
atriði og annað verður sérhannað fyrir fjölskyld-
una. Á Hlaðir kom ekki bara Leikhús Lottu til að
skemmta börnunum heldur líka Björgvin Franz
og Margrét Blöndal fór með krakkana í göngu-
túra í náttúrunni og margt fleira. „Heilbrigt líf
er töff,“ segir Hekla að lokum og biður áhuga-
sama að taka dagana frá og fylgjast nánar með á
heimasíðu samtakanna www.saa.is.
04 september 2011
Nýársfagnaður
og tröllaball
SJÁlfSTæTT fÓlK er nýr félagsskapur innan SÁÁ sem
hefur það að markmiði að skemmta sér og lifa lífinu edrú. Í
sumar var haldin útivistarhátíð að Hlöðum í Hvalfirði. Mæting
var vonum framar en mörg flottustu bönd landsins spiluðu og
það var dansað og hugleitt og farið í sjósund og látið spá fyrir
sér og alskonar flipp. Í vetur mun Sjálfstætt fólk standa fyrir
nýársfögnuði og tröllaballi.
gIFt Í 47 ÁR
SÁÁ bíður upp í dans og félagsvist:
„Við byrjuðum að dansa hjá SÁÁ fyrir 19
árum,“ segir Haukur Jónsson, kokkur hjá
Landhelgisgæslunni, en hann kona hans,
Lilja Sveinsdóttir afgreiðslukona, mæta
alltaf í dansinn, annan hvern laugardag,
en þá er ball í Von, Efstaleiti 7.
Og það er félagsvist á undan ballinu er
það ekki?
„Jú,“ segir Lilja sem fær kallinn ekki til
að spila við sig en hún er hinsvegar fasta-
gestur í félagsvistinni líka. „Það er mjög
skemmtilegt að spila fyrst og fara svo í
dansinn. Við höfum verið að spila á 12-20
borðum og það eru allir velkomnir.“
Það kostar fimmtán hundruð inn á
ball og félagsvistina (vistin hefst kl. 20
og ballið 22.30 – hljómsveitin Klassík
leikur fyrir dansi) og á staðnum eru seld-
ar vöfflur og kaffi. Lilju og Hauki finnst
mikilvægt að það komi fram að dansinn
hjálpi mikið bæði sem forvörn og bati.
„Svo er SÁÁ líka með dansnámskeið,“
útskýrir Haukur en það er hjá Auði Har-
alds í Haukahúsinu í Hafnarfirði og hefst
það 15. september. Það er fimmtudagur
og eru námskeiðin frá 19.30, tíu tímar á
tíu þúsund krónur.
En af hverju eruði svona hamingjusöm,
voruði að byrja saman?
„Nei,“ hlæja þau Haukur og Lilja sem
giftu sig fyrir 47 árum. Þau eiga fjögur
börn og sjö barnabörn.
Hvernig fariði að þessu?
„Við verðum bara að halda námskeið,“
segir Haukur kíminn.
HVAÐ: Tröllaball
HVAR: Von, Efstaleiti 7
FYRIR HVERN:
Allir velkomnir
HVENÆR: 6. Janúar
(þrettándinn)
NÁNAR: www.saa.is
HVAÐ: Danskennsla
HVAR: Dansskóli Auðar
Haralds (Haukahúsinu, Hfj.)
FYRIR HVERN:
Allir velkomnir
HVENÆR: Fimmtudaga kl. 19.30
(námskeiðið hefst 15. september)
NÁNAR: www.saa.is
HaUKUr OG lilJa
í dansinum er bæði bati og stuð!
5rYTMa DaNS það er hægt að tapa sér í trylltum
dansi án áfengis og hér missa bæði börn og fullorðnir
sig í nýjasta æðinu á íslandi í dag: 5rytma dans.
GUNNar EYJÓlfSSON Qi Gong og Sjálfstætt
fólk að Hlöðum í Hvalfirði en í vonarsalnum, Efstaleiti
7, er hægt að finna Qi Gong á hverjum morgni.
Of MONSTErS aND
MEN Dagskrá Sjálfstætts
fólks að Hlöðum um
verslunarmannahelgina
mældist ótrúlega vel. Hér er
eitt flottasta band landsins
að spila fyrir gesti.
HOppUKaSTali fYrir
BÖrNiN Sjálfstætt fólk ætlar
að vera með galadansleik,
nýársfagnað, um áramótin en við
viljum líka næra alla fjölskylduna
og á Tröllaballi á þrettándanum
koma fullorðnir og börn saman
og dansa og skemmta sér eins og
ítölsku brúðkaupi.
HEKla JÓSEpSDÓTTir „Hugmyndin
er að við borðum öll saman fjölskyldan og
skemmtum okkur.“
HVAÐ: Nýársfagnaður
HVAR: Nánar auglýst síðar
HVENÆR: Nýársdag
FYRIR HVERN: Sjálfstætt fólk
NÁNAR: www.saa.is
HVAÐ: Félagsvist HVAR: Von, Efstaleiti 7 HVENÆR: Annan hvern laugardag
kl. 20 (sama kvöld og dansinn) FYRIR HVERN: Allir velkomnir NÁNAR: www.saa.is
HVAÐ: Dans HVAR: Von, Efstaleiti 7 HVENÆR: Annan hvern laugardag kl. 22. 30
FYRIR HVERN: Allir velkomnir NÁNAR: www.saa.is
M
YN
D
: G
U
N
N
i G
U
N
N