Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.09.2011, Síða 8

Fréttatíminn - 02.09.2011, Síða 8
Tjúllaðar tindaskötur! Copyright © H ergé / M oulinsart 2009 - A ll rights reserved – Credits – Term s and Conditions / Privacy Tvær nýjar Tinnabækur í safnið Safnaðu þeim öllum + Bókaðu flug á www.icelandair.is Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallar skattar. Þessi ferð gefur frá 1.500 til 4.500 Vildarpunkta aðra leiðina. Noam Chomsky Maður- inn sem New York Times hefur kallað mikilvæg- asta hugsuð samtímans er að koma í fyrsta sinn til Íslands.  AKADEMIAN EINN MERKASTI HUGSUÐUR SAMTÍMANS Á LEIÐ TIL ÍSLANDS Chomsky með hraðari örgjörva É g var við framhaldsnám í Banda-ríkjunum, var í Harvard og þá var það þannig að taka mátti helming námsins í MIT [Massachusetts Institute of Technology] og ég tók námskeið hjá honum. Seinna, þegar ég var þar við kennslu, hitti ég hann aftur. Mér fannst stundum, þegar ég talaði við Chomsky, að hann væri – ef við notum líkingu úr tölvu- geiranum – með hraðari örgjörva en maður sjálfur,“ segir Höskuldur Þráinsson prófessor. Höskuldur er tengiliður við dr. Noam Chomsky, sem væntanlegur er til landsins og heldur fyrirlestur næstkom- andi föstudag á vegum hug- vísindasviðs HÍ. Hann verður öndvegisfyrirlesari á aldarafmælisári Háskólans. Chomsky er málvísindamað- ur, rithöfundur og virkur þátttakandi í stjórnmálaumræðu – prófessor við MIT. Vel er í lagt því menn spara sig hvergi þegar mikilvægi hans er lýst. New York Times hefur gengið svo langt að kalla Chomsky mikilvægasta hugsuð samtím- ans. Mikil spenna ríkir innan akademí- unnar og víðar vegna komu Chomskys. „Við höfum áhyggjur af því að þeir sem vilja koma rúmist ekki í aðalsal Háskóla- bíós,“ segir Höskuldur. Hugsuðurinn er að koma fyrsta sinni til Íslands en að minnsta kosti í tvígang hefur staðið til að hann kæmi og var Höskuldur þá í sambandi við hann. Í fyrra sinnið fékk Chomsky í bakið og gat ekki ferðast og fyrir tveimur árum veiktist kona hans og dó í kjölfarið. „Hann hlakkar mikið til en stoppar stutt; kemur frá Noregi á fimmtudag og fer á laugardag. Hann verður 83 ára í desember en ferðast á fullu um heiminn og flytur fyrirlestra opinberlega, oftast um pólitísk efni.“ Höskuldur segir hugs- anlegt að fara með hann til dæmis í Bláa lónið. Helsta áhugamál hans utan fræð- anna hefur verið seglbretta-íþróttin, en Höskuldur gerir ekki ráð fyrir að slíkt verði á dagskrá – hann enda orðinn aldinn – né heldur að gott sé að ná í hann með við- tal í huga því hann sé stöðugt á faraldsfæti: „Ég efast um að þú náir í hann í gegnum farsíma. Hann fór til Indlands fyrir um tíu árum, hringdi þá í konu sína og sagði henni að þeir Indverj- ar væru komnir með skemmti- leg tæki sem væru litlir símar sem menn gætu borið með sér og talað í hvar sem maður væri.“ Jakob Bjarnar Grétarsson ritstjorn@frettatiminn.is Höskuldur Þráins- son prófessor. Tengiliður Íslands við Chomsky. Helsta áhugamál hans utan fræð- anna hefur verið seglbrettaíþrótt- in, en Höskuldur gerir ekki ráð fyrir að slíkt verði á dagskrá. 8 fréttir Helgin 2.-4. september 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.