Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.09.2011, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 09.09.2011, Blaðsíða 8
www.noatun.isn o a t u n . i s Nammibarinn 50% afsláttur AF NAMMIBARNUM LAUGARDAGA: ALLAN SÓLARHRINGINN SUNNUDAG - FÖSTUDAG: MILLI KL 20 - 24 Vöruskipti í júlí hagstæð um 12,8 milljarða 8,6% hækkun á verðmæti útfluttra iðnaðarvara Júlí 2011 saman- borðið við júlí 2010 Hagstofa Íslands vinnumarkaðurinn að braggast vinnumálastofnun bárust engar tilkynningar um hópuppsagnir í ágúst, annan mánuðinn í röð. Í júlí og ágúst í fyrra bárust stofnuninni fjórar tilkynningar um hópuppsagnir þar sem sagt var upp 134 manns. Staðan á vinnumarkaði virðist stöðugt vera að færast í jákvæðara horf, segir í mati Greiningar Íslandsbanka. vinnumálastofnun áætlar að skráð atvinnuleysi í ágúst verði á bilinu 6,4%- 6,7%. ætla má að atvinnuleysi nái lágmarki nú í september og taki svo að aukast á ný er líða tekur á veturinn. tölur vinnumála- stofnunar benda til þess að spár um að atvinnuleysi í ár verði minna en í fyrra muni rætast. „Þó virðist,“ segir Greiningin, „við- snúningurinn á vinnumarkaði vera snarpari en björtustu spár þorðu að vona.“ -jh Í júlí voru fluttar út vörur fyrir 54,9 milljarða króna og inn fyrir 42,1 milljarð króna. vöruskiptin í júlí voru því hagstæð um 12,8 milljarða króna. Í júlí 2010 voru vöruskiptin hagstæð um 4,2 milljarða króna á sama gengi, að því er fram kemur í tilkynningu hagstofu Íslands. fyrstu sjö mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 339,9 milljarða króna en inn fyrir 285,9 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 54 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 67,9 milljarða á sama gengi. Vöru- skiptajöfnuðurinn var því 13,9 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 37,7% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 6,3% meira en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru 56,7% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 8,6% meira en á sama tíma árið áður. mest aukning varð í verðmæti útflutnings iðnaðarvara, aðallega áls og kísiljárns. Einnig varð aukning í útflutningi sjávarafurða. -jh  BÓKAÚTGÁFA ÚTGÁFA RAFBÓKA KOSTNAÐARSAMARI EN MARGUR ÆTLAR Rafbækur það sem koma skal Þ að er alveg á hreinu að rafbókaútgáfa á eftir að aukast verulega á Ís-landi á næstu misserum og þau lög sem væntanlega verða samþykkt munu gjörbreyta aðstæðum sem voru erfiðar fyrir,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Bókaútgefendur fagna því mjög að í vikunni var á Alþingi rædd og lögð fram tillaga um lækkun á virðisaukaskatti á rafbækur. Helgi Hjörvar mælir fyrir þingsályktun þess efnis en að henni standa þingmenn úr öllum flokkum. Rafbækur voru í hærra skattþrepinu, með 25,5 prósentna virðisauka- skatti, en prentaðar standa í sjö prósentum. Breyting á þessu var samþykkt samhljóða í efnahags- og viðskiptanefnd og flutningsmenn eru úr öllum flokkum. Egill telur að þetta megi verða til þess að höggva á þann hnút sem viðræður Félags íslenskra bókaút- gefenda og Rithöfundasambandsins voru komnar í. Fulltrúar þessara hópa hittust fyrr á árinu en náðu ekki saman um rammasamning um prósentu- greiðslu til handa rithöfundum af útgáfu rafbóka – þær viðræður sigldu í strand. Almennt er það svo að höfundar bóka fá 23 prósent af smá- söluverði bóka. „Þetta er almennur samning- ur. Í honum er rafbókarákvæði sem er orðið tíu ára og með öllu úrelt,“ segir Egill Örn. Hver á prósenta til rithöfunda að vera; hvernig skal tekjum af rafbókarsölu skipt? þar stendur hnífur- inn í kúnni. Egill segir það algengan misskilning, og að mörgu leyti skiljanlegan, að útgáfa rafbóka kosti lítið sem ekkert. „Prentkostnaður útgefenda sem hlutfall af heildarkostnaði er ekki svo mikill. Aðrir liðir, svo sem ritstjórn og ekki síður sölu- og markaðssetning, eru orðnir stærri og kostnaðarsam- ari heldur en fyrir tuttugu árum.“ Og Egill tíundar aðra kostnaðarliði, svo sem yfirfærslu á það form sem þarf, sem fer eftir því hvers konar lesara menn eru með, stafrænar varnir og hýsingu gagna. „Þetta kostar allt peninga, það verða til ótal nýir kostnaðar- liðir. Ég geri jafnvel ráð fyrir því að í upp- hafi, á meðan við erum að fara af stað í rafbókarvæðingunni, verði það okkur kostnaðarsamara en að prenta.“ Jakob Bjarnar Grétarsson ritstjorn@frettatiminn.is Egill Örn Jóhannsson. telur að lækkun virðisaukaskatts geti orðið til að höggva á hnútinn í samningaviðræðum rithöfunda og útgefenda um rafbækur. ljósmynd/JBG Samningaviðræður útgefenda og rithöf- unda um prósentur til handa rithöfundum voru sigldar í strand en nú gera menn sér vonir um að fyrir- huguð lækkun á virðisaukaskatti af rafbókum verði til að höggva á þann hnút. Marinó Njálsson hjá Snöru með rafbækur. rafbókaútgáfa á eftir að stóraukast á Íslandi. Nú stefnir í að virðisaukaskattur á þeim verði lækkaður úr 25,5 prósentum í sjö prósent. Ég geri jafnvel ráð fyrir því að í upphafi, á meðan við erum að fara af stað í raf- bókarvæð- ingunni, verði það okkur kostn- aðar- sam- ara en að prenta. 8 fréttir Helgin 9.-11. september 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.