Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.09.2011, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 09.09.2011, Blaðsíða 26
Hvað með það ef sagan er góð? Hún er margverðlaunaður rithöfundur og orðheppin með afbrigðum. Hér ræðir Gerður Kristný við Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur um Barbí, Bessastaði og sitthvað fleira. Myndir/Hari. Á heimili Gerðar Kristnýjar og fjöl- skyldu hennar við Skerjafjörð er fagurt útsýni út um flennistóran stofu- glugga sem snýr í suðvestur. Hinum megin við fjörðinn blasa Bessastaðir við og þegar haustar og laufin falla af trjánum hjá nágrönnunum verður útsýnið ennþá betra. Hingað flutti fjölskyldan árið 2007 en sama ár kom út bókin Ballið á Bessastöðum eftir Gerði Kristnýju. „Ballið á Bessastöðum gerði meiri lukku en ég hefði getað ímyndað mér en hún er um uppdiktaðan forseta sem er ekki alveg sáttur í starfi sínu. Hann fær nefnilega svo mikið af bréfum sem hann þarf alltaf að vera að svara,“ segir Gerður Kristný. Það er ekki laust við að hún kannist við vandamálið. Í símaskránni er hún titluð rithöfundur og skáld og í upphafi árs fékk hún Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir ljóðabók sína Blóðhófni. Hún ver þó drjúgum hluta vinnudagsins í að svara bréfum, að eigin sögn. „Það fer lúmskt mikill tími í hver kyns skrifstofu- störf. Maður þarf að svara tölvupóstum, lesa yfir þýðingar og sitthvað fleira. Á næsta ári kemur t.d. út smásaga eftir mig í safninu Best European Fiction 2012 og ritstjórinn var að biðja mig um smá pistil fyrir heimasíðu útgáfunnar um af hverju ég gerðist rithöfundur.“ Gerður Kristný er nýkomin heim úr upplestrar- ferð til London og eftir nokkra daga heldur hún á bókmenntahátíð í Berlín. „Það tekur því ekki að ganga frá ferðatöskunni sem húkir frammi á gangi. Í Berlín ætla ég að lesa upp úr Garðinum, sem kom út í Þýskalandi í sumar, og Blóðhófni, en þriðjungur bálksins hefur verið þýddur yfir á þýsku. Ég les líka upp úr honum á bókamessunni í Frankfurt í októ- ber,“ segir hún. Á stofuborðinu liggja einmitt þrjár útgáfur af Garðinum. Ein á íslensku, önnur á þýsku og sú þriðja á norsku. Bókakápur erlendu þýðinganna eiga það sameiginlegt að þær prýðir mynd af stólnum góða, sem um er fjallað í sögunni, á bláum bak- grunni. Að öðru leyti eru þær gerólíkar. Sú norska er fáguð og hlutlaus en á þeirri þýsku teygja appels- ínugular eldtungur sig til lofts. Sverðin og ryksugurnar Í London las Gerður Kristný upp úr Blóðhófni í Waterstone’s-bókabúðinni á Piccadilly-torginu, sem er flaggskip Waterstone’s-keðjunnar. „Fyrir tveimur árum var mér boðið á rithöfunda- þing í Finnlandi. Finnarnir voru svolítið frumlegir og létu okkur höfundana búa tvo eða þrjá saman í litlum kofum úti í skógi. Ég var skikkuð til að deila kofa með þrítugri konu frá Wales, Fflur að nafni. Okkur leist hvorugri á þetta, enda þekktumst við ekki neitt en sambýlið varð vitaskuld til þess að við urðum perluvinkonur og höldum enn sambandi. Mamma Fflur, hún Menna, er þekkt velskt ljóð- skáld og kennir ritlist í Norður-Wales. Hún bauð mér þangað til að lesa upp úr Blóðhófni og segja frá goðsögninni sem þar er til umfjöllunar,“ útskýrir Gerður Kristný. Í framhaldinu bauð félagsskapurinn Poets in the City henni að lesa upp í Waterstone’s. „Blóðhófnir hefur verið þýddur á ensku og ég var með lesara með mér sem flutti upphaf hans. Sjálf las ég upp á íslensku og sagði frá Skírnismálum. Inn í frásögnina fléttaði ég reynslu minni af ryksugum, Barbí- og Ken-dúkkum og einu og öðru sem mér flaug í hug á meðan ég rabbaði við áhorfendur. Þarna voru aðallega Bretar en líka þó nokkrir Íslendingar sem og norsk stelpa sem vinnur á hjálparmiðstöð fyrir fórnarlömb mansals. Mér fannst voða gaman að geta sagt henni frá örlögum Gerðar Gymisdóttur. Það er ekki eins og mansal sé neitt nýtt af nálinni.“ Hvernig tókst þér að flétta ryksugum inn í Skírn- ismál? „Hva, sérðu það ekki, kona?“ segir Gerður snögg upp á lagið og kímir. „Sverðið hans Skírnis berst sjálft, svona eins og sjálfvirkar ryksugur gera. Ég hef heyrt að ekki þurfi annað en að kveikja á þeim til að þær spóli sig í gegnum heilu íbúðirnar.“ Tengingin við Barbí og Ken á sér sögulegar skýringar sem rekja má til Svíþjóðar. „Ég byrjaði að yrkja Blóðhófni úti í Stokkhólmi og brá mér því á þjóðminjasafn Svía. Þar eru litlar gullfígúrur frá víkingatímanum sem talið er að eigi að vera Gerður og Freyr. Einnig er talið er að fólk hafi leikið sér að þessum fígúrum áður en hjón voru gefin saman. Gerður er jú jörðin og Freyr frjósemin, þannig að við getum rétt ímyndað okkur hvers konar leikir það hafa verið. Örugglega eitthvað svipað því sem börn gera við Barbí og Ken nú til dags.“ Hvernig voru viðtökurnar? „Mjög góðar. Í lokin var opnað fyrir spurningar og þá spurði jórdönsk kona hvort ég mætti taka fyrir goðsögn eins og þessa um Gerði og Frey og túlka upp á nýtt. Okkur virðist sem betur fer leyfast ýmis- legt á Íslandi sem þætti ef til vill óhugsandi annars staðar. Í fyrra fór ég á ljóðahátíð í Bangladess. Þar hitti ég ungan mann sem vildi vita hvað ég hefði skrifað. Ég sagði honum frá Bessastaðabókunum og það kom á manninn. Hann sagði mér að ef einhver gantaðist með forsetaembættið í Bangladess fengi Heiðdís Lilja Magnúsdóttir hlm@frettatiminn.is 26 viðtal Helgin 9.-11. september 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.