Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.09.2011, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 09.09.2011, Blaðsíða 58
! ! ! ! Öryggi í samskiptum -námskeið við félagsfælni Ellefu vikna árangurmælt námskeið Kvíðameðferðarstöðvarinnar þar sem kenndar eru leiðir til að draga úr kvíða og óöryggi í félagslegum aðstæðum og í samskiptum með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. Kennsludagar: Þriðjudagar frá 15:00-17:00, alls 22 klst. Kennarar: Sálfræðingar Kvíðameðferðarstöðvarinnar Næsta námskeið hefst þriðjudaginn 20. september 2011 Skráning og fyrirspurnir í síma 534-0110 eða kms@kms.is Nánari upplýsingar: www.kms.is V ið kynntumst í núningnum og ég held að það megi segja að á tímabili vorum við frekar fúl hvort út í annað,“ segir Kristján Bjarki Jónas- son útgáfustjóri. Skömmu eftir að bókaútgáfan tók til starfa og hafði komið sér fyrir á Barónsstíg höfðu Kristján og félagar spurnir af því að stofnað hefði verið gallerí við Laugaveg með sama nafni. „Okkur þóttu þetta nokkur tíðindi því ekki var vitað til þess að nokkur skapaður hlutur hefði heit- ið Crymogea frá því að Arngrímur Jónsson lærði nefndi bók sína um Ísland þessu nafni,“ segir Kristján. „Um leið heyrðum við af því að til væri einhvers konar ferðaþjónusta sem héti einnig þessu nafni og tengdist galleríinu og þetta varð æ kyndugra. Allt í einu virtust spretta upp fyrirtæki með þessu nafni og það sem meira var; öll í lista- og menningarbransanum.“ Eftir að bókaútgáfan hafði fengið nokkrar upphringingar um ýmisleg efni sem tengdust útgáf- Frumsýning Zombieljóðanna á Litla sviðinu á föstudagskvöld markar upphaf leikársins hjá Borgarleikhúsinu. Með verkinu loka þeir Jón Atli Jónasson, Jón Páll Eyjólfsson og Hallur Ingólfsson þríleiknum sem þeir hófu með Þú ert hér í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Góðir Íslendingar fylgdu í kjölfarið og nú er komið að Zombieljóðunum. Þremenningarnir hafa fengið Halldóru Geirharðsdóttur til liðs við sig og hún skrifar og flytur verkið með þeim. Zombieljóðunum er lýst sem nærgöngulu og gagnrýnu samtímaverki þar sem horfst er í augu við það hvernig fólk bregst við áföllum og hvernig það lifir sársaukann af. Hópurinn tekst á við stórar spurningar á sviðinu, eins og til dæmis hvort við finnum til með öðrum eða hvort við höfum fórnað mennskunni fyrir sársaukalausa tilveru. Verkið endursegir margt það óhugnanlegasta úr samtímanum og skoðar hvernig samfélagið tekur á sársauka sem mann- anna verk valda. Tilveran er á endimörkum sögunnar, ekkert kemur okkur lengur á óvart og það er búið að hugsa allar hugsanir. Ekkert rúm er fyrir hið ókunnuga og því er útrýmt í snatri. Þessi sjálfsögðu þægindi eru rofin þegar orð verða að byssukúlum, þegar barn er borið út og þegar einhver tekur eitrað amfetamín og þá blasir stóra spurningin við. Þarf að fórna mennskunni fyrir tilveru án sársauka? Varað er við því að efni sýningarinnar er ekki fyrir viðkvæma. Óhugnaður við endimörk sögunnar  borgarleikhúsið hörð samtímaádeila Í Zombieljóðunum er horfst í augu við margt af því óhugnanlegasta úr samtímanum og stórum spurningum velt upp.  treystið okkur Crymo plús Crymo Núningur og fýla gátu af sér bók Bókaútgáfan Crymogea gaf í þessari viku út bókina Treystið okkur! Við erum myndlistarmenn, í samstarfi við forsprakka gallerísins Crymogaea. Samskipti útgefendanna og listafólksins byrjuðu þó ekki vel þar sem útgefendunum mislíkaði að bókaforlagið skyldi fá nafna og að listaspírurnar þyrftu endilega að taka upp nafn sem hafði legið ónotað í 400 ár, en Arngrímur Jónsson lærði nefndi bók sína um Ísland þessu nafni og gaf hana út í Hamborg árið 1609. Kristján Bjarki náði fullum sáttum við mannskapinn í Galleríi Crymo og hefur gefið út bók sem er heimild um þá kraftmiklu starfsemi sem fór fram í galleríinu. unni greinilega ekki fór Kristján á fund Þorgerðar Ólafsdóttur sem stóð fyrir Galleríi Crymogaea og lýsti óánægju sinni með hvernig fólk var farið að rugla útgáfunni og galleríinu saman. „Við vorum bæði hörð á því að við værum í fullum rétti til að láta okkar gallerí og bókaútgáfur heita þessu nafni áfram. En svo kom upp sú hug- mynd hvort það væri ekki helber vitleysa að þessar tvær Crymogeur væru að karpa um nafn og reyndu frekar að gera eitthvað saman, öllum til heilla.“ Nafnadeilan fékk því þann far- sæla endi að nú hefur bókin Treyst- ið okkur! Við erum myndlistarmenn litið dagsins ljós. „Þarna leysir unga fólkið sköpunarkraftinn úr læðingi,“ segir Kristján. Listafólk- ið átti frumkvæðið að útgáfunni og vann bókina meira og minna sjálft en Crymogeumenn kláruðu dæmið með þeim. „Í bókinni eru sýnd verk og sagt frá þeim sem voru í Crymo-hópnum eða sýndu í gallerí- inu. Þarna eru saman komnir allir helstu listamenn yngstu kynslóð- arinnar, fólkið sem á eftir að verða næstu stórnöfn í bransanum.“ Galleríið er hætt störfum og flestir sem að því komu hafa snúið sér að öðrum verkefnum. Nýja bókin er því nokkurs konar enda- punktur á starfseminni og heimild um hana auk þess sem hún inn- siglar krúttlega sátt í gömlu deilu- máli. toti@frettatiminn.is 54 menning Helgin 9.-11. september 2011 Zombíljóðin – frumsýning í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.