Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.09.2011, Blaðsíða 29

Fréttatíminn - 09.09.2011, Blaðsíða 29
Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgar- svæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur. tuttugu ára. Það er stutt ljóð um hana í Ísfrétt og þegar ég fagnaði því að hafa afhent handritið að fyrstu skáldsögunni minni, Regn- boga í póstinum árið 1996, fékk ég mér tattú af sverði Freys á hægri kálfann. Ég efast heldur ekki um að ég eigi eftir að skrifa einhvern tíma verk út frá þeirri reynslu sem ég varð fyrir í Úganda í fyrra. Í Wales á dögunum hitti ég líka hina áttræðu Pat sem ég veit að á eftir að birtast í einhverri sögu eftir mig. Hún býr ein og þegar hún þarf einhvern að tala við fer hún út að hliðinu sínu með sultukrukku og biður einhvern að opna hana fyrir sig. Enginn neitar svona geðugri konu um það og allir vilja staldra við stutta stund til að spjalla. Ég sendi Pat Brekkukotsannál á ensku í pósti í gær en hefði vitaskuld átt að færa henni reiðinnar býsn af sultukrukkum með vel áskrúfuðu loki.“ Fylgistu með ungum kvenrit- höfundum? Sem eru reyndar ekki margir. „Þetta er spurning um gæði, ekki magn, og þær sem hafa skotið upp kollinum undanfarin ár eru býsna færar.“ Af hverju heldurðu að það séu ekki fleiri ungar konur að skrifa bækur? „Blaðamaður nokkur hélt því fram við mig að þær væru þjak- aðri af meiri fullkomnunaráráttu en karlmenn. Þegar handritum kvenna væri hafnað reyndu þær hvað þær gætu að betrumbæta handritið og kæmu svo aftur eða hættu við útgáfuna en strákarnir gæfu skrifin sín hikstalaust út sjálfir eða í samstarfi við vini sína. Það má vel vera rétt í sumum til- vikum. Nú eru konur komnar í for- svar nokkurra af helstu forlögum landsins og það á eflaust eftir að hafa prýðisáhrif á útgáfu á verkum kvenna. Sjálf er ég svo upptekin við að skrifa að ég hef ekki haft mikil tök á að velta þessu fyrir mér.“ Að hverju ertu að vinna núna? „Ég er að yrkja ljóðabálk sem kemur vonandi út á næsta ári. Hún fjallar um handavinnu.“ Það er nú dálítið kvenlegt. „Hvort það er, en hún fjallar líka um veðurfar og grimmd. “ Auk ljóðabókarinnar ætlar Gerður að demba sér í að skrifa skáldsögu. „Hún kemur líklega út árið 2013. Þetta er það sem ég er að fara að vinda mér í, á milli þess sem ég fer til útlanda og kynni verkin mín. Þetta verður ekki glæpasaga – en líklega bók um glæp,“ segir hún leyndardómsfull. Gera má ráð fyrir því að vitsugur og brókastuldur af þvottasnúrum komi þar hvergi við sögu. Og þeir sem ekki kannast við vitsugur geta nagað sig í handarbökin yfir að hafa ekki lesið Harry Potter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.