Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.09.2011, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 09.09.2011, Blaðsíða 30
 Skálholt Alþjóðlegir fræðimenn ræddu kenningu guðmundAr g. þórArinSSonAr Sögulegar og málfræðilegar vísbendingar um íslenskan uppruna Lewis-taflmannanna Vitum við um einhverja þjóð sem notaði biskup sem taflmann á milli áranna 1150-1200? Já, Íslendinga. Vitum við um ein- hverja þjóð sem notaði hermenn sem hróka á skákborðinu á þeim tíma? Sennilega bara Íslendinga. Jónas Haraldsson kynnti sér niðurstöður alþjóðlega málþingsins í Skálholti og ræddi við Einar S. Einarsson ráðstefnustjóra. TAKTU STÖKKIÐ 22. SEPTEMBER – 2. OKTÓBER norra na husid e - - þ að er almennt viðurkennt að taflmenn-irnir frá Ljóðhúsum voru gerðir milli 1150 og 1200. Einn taflmannanna er biskup. Vitum við um einhverja þjóð sem notaði biskup sem taflmann á þeim tíma? Já, Íslendinga. Það er staðfest í okkar gömlu handritum. Er vitað um einhverja aðra þjóð sem notaði biskup sem taflmann á þeim tíma? Nei, svo er ekki.“ Svo sagði Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrum forseti Skáksambandsins, í lokaorðum sínum á alþjóðlegu málþingi sem haldið var í Skálholti í ágúst síðastliðnum. Eins og fram kom í Fréttatímanum í sumar er heitið biskup á taflborði grundvallaratriði í kenningu Guðmundar um að fornir taflmenn sem fundust grafnir í sand í Uig á skosku eyjunni Lewis, eða Ljóðhúsum, árið 1831, séu að öllum líkindum íslenskir að uppruna. Taflmennirnir hafa verið taldir norsk smíð en þeir þykja vera meðal fimm merkustu muna í eigu The British Museum og skoska þjóðminjasafnsins. „Taflsettið frá Ljóðhúsum er sennilega eina taflsettið í heiminum þar sem hrókar eru í líki berserkja eða hermanna,“ hélt Guðmundur áfram. „Vitum við um einhverja þjóð sem notaði hermenn sem hróka á skákborðinu á þeim tíma? Sennilega bara Íslendinga, og nú er ég að vísa til hermanns sem fannst nýlega á Siglunesi, mjög líklega taflmaður sem svipar mjög til Lewis-tafl- Kenningin um Þránd- heim sem upp- runastað er „just a guess“, bara til- gáta. mannanna. Er vitað um einhverja aðra þjóð sem notaði hermenn í hróks stað? Nei, svo er ekki. Höfðu Íslend- ingar ráð á að sinna útskurði og skreytilist á þessum tíma? Já, um það má lesa í fornum annálum. Höfðu Ís- lendingar aðgang að rostungstönnum á þeim tíma? Já, lesið forna annála þar um. Áttu Íslendingar færa hag- leiksmenn til að skera út muni í þessum gæðaflokki? Já, um það má lesa í Biskupasögunum, samtímabók- menntum þess tíma. Ég geri mér fulla grein fyrir að það er erfitt að leggja fram fullnaðar sannanir frá þessum tíma, sveipuðum móðu aldanna, en ég er sáttur ef niðurstaða þessa mál- þings er sú að íslenska kenningin um uppruna hinna fornu taflmanna sé ekkert síðri en aðrar kenningar sem settar hafa verið fram“. Guðmundur rökstuddi kenningu sína og dró fram ýmsar vísbendingar, bæði sögulegar og málfræðilegar, sem benda til þess að taflmennirnir hafi verið gerðir í Skálholti í lok 12. aldar, sennilega af Margréti hinni högu og fleiri undir handleiðslu Páls Jónssonar bisk- ups, en málþingið var helgað 800 ára ártíð hans. Kenn- ing Kristjáns Eldjárns, fyrrum þjóðminjavarðar og forseta, er að Margrét hin haga hafi skorið út biskups- staf Páls Jónssonar sem fannst í kistu hans. Margrét var kona Þórðar prests í Skálholti í biskupstíð Páls. Hvatt til rannsókna í verkstæðisrústum í Skálholti Einar S. Einarsson, fyrrverandi forseti Skáksambands- ins, hefur aðstoðað Guðmund við kynningu kenn- ingarinnar um íslenskan uppruna taflmannanna frægu. Hann var ráðstefnustjóri í Skálholti og sagði að ekki hefði náðst nein niðurstaða né samstaða um efnið á málþinginu enda ekki búist við því. Þingið sóttu 30-40 manns, fámennt en góðmennt, að sögn Einars. Meðal ræðumanna voru færustu fræði- menn á þessu sviði, þeir dr. David H. Caldwell, frá skoska þjóðminjasafninu, sem nýlega skrifaði bókina The Lewis Chessmen Unmasked, og meðhöfundur hans að henni, Mark A. Hall, sagnfræðingur frá Perth sögu- og listasafninu, sem og James Robinson, forn- leifafræðingur frá The British Museum, vörslumaður taflmannanna þar. Þá ræddi dr. Kristinn Ólason, rektor í Skálholti, um Skálholt á 12. öld, Skúli Sæland rakti sögu Páls Jónssonar Skálholtsbiskups og Þór Magn- ússon, fyrrverandi þjóðminjavörður, flutti erindi um íslenskan útskurð og skreytilist til forna. Einar segir að hinir erlendu fræðimenn hafi hrifist mjög af sögu Skálholts og menningargildi staðarins. Dr. Caldwell telji allar umræður og hugmyndir um fundarefnið af hinu góða. Hann hafi hvatt til frekari fornleifarannsókna þar, í rústum hins forna verkstæðis sem þar liggja óhreyfðar, með sameiginlegu átaki Evrópuríkja. Hann taldi allt eins líklegt að taflmenn- irnir væru upprunnir héðan eins og frá Noregi og hafði reyndar látið þau orð falla við New York Times, nokkr- um dögum fyrir málþingið, að kenningin um Þránd- heim sem upprunastað væri „just a guess“, bara tilgáta; enn væri ekkert hægt að sanna í þeim efnum. Afsprengi háþróaðrar norrænnar miðaldamenningar Fram til ársins 1266 var eyjan Ljóðhús (Lewis) hluti af eyja-konungdæminu þar sem norrænir konungar réðu ríkjum. Dr. Caldwll lýsti þeirri skoðun sinni að taflmennirnir hefðu verið í eigu konunglegs áhrifa- manns og vísaði til annarra merkilegra forngripa frá Skandinavíu í því sambandi. Einar sagði að James Robinson, talsmaður breska þjóðminjasafnsins, útilokaði ekki að taflmennirnir hefðu verið gerðir á Íslandi en teldi líklegra að þeir væru norskir að uppruna, frá Þrándheimi. Sú stað- reynd að fullvíst væri að þeir væru afsprengi háþró- aðrar norrænnar menningar á miðöldum ætti að duga mönnum. Guðmundur hefur m.a. nefnt það til stuðnings kenn- ingu sinni að nafn fundarstaðarins, Uig, sé dregið af íslenska orðinu Vík og þar skammt undan sé staðurinn Islivik sem gæti verið dregið af nafninu Íslendingavík. Talsverða athygli vakti, segir Einar, að Robinson taldi eins líklegt að taflmaðurinn sem fannst á Siglu- nesi væri leikfang, en ekki taflmaður. Hinir erlendu gestir höfðu fengið að sjá hann meðan á heimsókn þeirra stóð þegar þeir heimsóttu Fornleifastofnun Ís- lands og Þjóðminjasafnið. Kom þar fram að hann væri úr tré en ekki ýsubeini, eins og talið hafði verið. Í tengslum við málþingið var gefið út ritið „Ráðgátan um taflmennina frá Ljóðhúsum“ eftir Guðmund G. Þórarinsson. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Guðmundur G. Þórarinsson í ræðustóli á málþinginu í Skálholti. Við hlið hans er mynd af Lewis-taflmanni, biskupi, sem er undirstaða kenningar hans um íslenskan uppruna taflmannanna. Ljósmyndir/Eydís Einarsdóttir Skúli Sæland sagnfræðingur rakti sögu Páls Jónssonar biskups, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, Einar S. Einarsson ráðstefnustjóri og dr. Kristinn Ólason guð- fræðingur sem ræddi um Skálholt á 12 öld. Erlendu fræðimennirnir ásamt dr. Kristni Ólasyni, rektor í Skálholti; dr. David H. Caldwell, James Robinson og Mark A. Hall. 30 rannsóknir Helgin 9.-11. september 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.