Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.09.2011, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 09.09.2011, Blaðsíða 16
www.unwomen.is Fiðrildaáhrif Skráðu þig núna á www.unwomen.is eða hringdu í síma 552-6200. Hafðu Þitt framlag skiptir sköpum í lífi kvenna og barna þeirra um heim allan. G uðný Guðmundsdótt- ir lét af störfum sem konsertmeistari Sin- fóníuhljómsveitar Ís- lands á síðasta starfs- ári eftir 36 ára starf. Í maí var haldið sérstakt prufuspil um stöðu henn- ar. Sjö voru boðaðir til leiks og eftir standa tvö: Ari Þór Vilhjálmsson og Una Sveinbjarnardóttir. „Við höfum verið að grínast með að þetta sé prufuspil aldarinnar því ekki hefur verið haldið prufuspil um stöðuna síðan árið 1974. Þann- ig að ... jú, það er mikil spenna. En þetta er fyrst og fremst rosalega skemmtilegt og frábært tækifæri að fá að leiða hljómsveitina í þessu frábæra húsi sem Harpa er,“ segir Una. Á sínum tíma fór Guðný í frí og þá tók Sigrún Eðvaldsdóttir við stöðu konsertmeistara. Stjórn- endur hljómsveitarinnar vildu allt til vinna að halda Sigrúnu þegar Guðný sneri til baka og urðu þá til tveir konsertmeistarar auk 2. kons- ertmeistara (Sif Tulinius) og 3. konsertmeistara (Andrzej Kleina). Una og Ari keppa um stöðu Guð- nýjar sem telst æðsta staðan í hljómsveitinni á móti stöðu Sig- rúnar og krefst fimmtíu prósentna viðveru. Dómnefnd skipa 24 hljóð- færaleikarar hljómsveitarinnar ásamt aðalstjórnanda. „Við fáum stuttan reynslutíma nú í haust, Una í nóvember og ég í septem- ber,“ segir Ari. „Fyrsta skrefið er að prófa fólk í stuttan tíma og síðan verður væntanlega einn valinn og hann fær árs reynslusamning. Það lítur út fyrir að þetta sé tveggja ára ferli að ráða konsertmeistara.“ Hvorki Ari né Una gera lítið úr því að þetta sé spennandi og góð spurning hvort þetta ali á flokka- dráttum og jafnvel úlfúð innan hljómsveitarinnar. „Kannski að einhverju leyti. En það er mjög gott andrúmsloft innan hljóm- sveitarinnar. Við Una erum bæði fiðluleikarar við hljómsveitina og það hefur verið mjög gott samband á milli okkar og allra hinna. Nei, þetta veldur ekki úlfúð,“ segir Ari og telur litlar líkur á að þau fari að bregða fæti hvort fyrir annað. Og þá ekki Una: „Nei, alls ekki. Við erum ólíkir spilarar en svaka- lega góðir vinir og berum mikla virðingu hvort fyrir öðru. Höfum staðið við bakið hvort á öðru. Og munum gera. Hvernig sem fer. Við erum líka samkennarar við Tón- listarskólann í Reykjavík,“ segir Una. Þau segja að reyndar hafi verið ákveðið að efna til annars prufuspils. „Já, þeir vilja fá fleiri í þennan pott með okkur Ara. Al- þjóðavæðingin er orðin svo mikil. Menn eru þá einnig að horfa út fyrir landsteinana og reyna á að fá fleiri útlendinga en komu í prufu- spilið í maí. Það prufuspil verður í nóvember, eða um það bil þegar ég leiði hljómsveitina,“ segir Una. Bæði segja þau talsvert álag fylgja þessari keppni en að þetta sé fyrst og fremst mikill heiður og skemmtileg áskorun. Og þau verða hvorugt vör við að flokkadrátta gæti innan hljómsveitarinnar – þar sem þessi hópur heldur með Ara og hinn með Unu – þótt staðan sé mikilvæg og varði miklu þegar litið er til framtíðar Sinfóníuhljómsveit- arinnar. „Ég held að við njótum bæði þeirra forréttinda að fólk standi með okkur í þessu. Ég vil trúa því,“ segir Una. Jakob Bjarnar Grétarsson ritstjorn@frettatiminn „Við erum ólíkir spilarar en svakalega góðir vinir og berum mikla virðingu hvort fyrir öðru.” Fiðlu- einvígið mikla Guðný Guðmunds- dóttir lét af störfum sem konsertmeistari á nýliðnu starfs- ári Sinfóníunnar og eftir prufuspil stendur slagurinn nú á milli Ara Þórs Vilhjálmssonar og Unu Svein- bjarnardóttur. Jakob Bjarnar Grétarsson heyrði í fiðlusnillingunum sem segjast bestu vinir þrátt fyrir kapphlaup þeirra á milli um konsert- meistarastöðuna – eina æðstu stöðu íslensks tónlistarlífs. Ari og Una Prufuspil aldarinnar. Þau takast nú á um stöðu konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitar Íslands, eina mikilvægustu stöðu sem um getur í íslensku tónlistarlífi. Ljósmynd/Hari 16 viðtal Helgin 9.-11. september 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.