Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.09.2011, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 09.09.2011, Blaðsíða 36
Ég hélt að ég hefði hitt frábæra manneskju og ákvað að þetta væri raunverulegt. Ég varð fyrir áfalli. Bandaríkjamaðurinn Jason Gold- berg taldi sig hafa fundið ástina á Facebook-síðu föngulegrar íslenskrar snótar. Hún reyndist síðan alls ekki vera sú sem hann hélt en þó hlýtur að vera huggun harmi gegn að hún var ekki miðaldra, feitur karlmaður. Bytturnar í Reykjavík eru miklu klárari Skúli er enginn bæklunarlæknir, hann er fyllibytta úr Borgarnesi. Mögnuð deila tveggja lækna endaði á borði siðanefndar þar sem annar er vændur um að hafa sagt hinn hafa verið fullan í þrjátíu ár. Skjólstæð- ingur læknanna blandaðist í deiluna og komst að því að hann hafði verið greindur með vitræna skerðingu án þess að hafa hugmynd um það. Já, en þú ert nú samt útlendingur! Ég get til að mynda aðeins vonað að þið trúið því að ég sé ekki hættulegur og að ég reyni að vera góð manneskja. Kínverski auðmaðurinn Huang Nubo reynir allt til að sannfæra Ís- lendinga um að hann sé góður gæi. Hva, kannt þú ekki öll trixin? Hvernig stendur á því að þeir sem voru mest áberandi eru ekki gjald- þrota? Björgólfur Thor Björgólfsson er jafn ráðvilltur og hinn almenni leikmaður og botnar ekkert í því hversu fáir stórbokkar útrásarinnar hafa farið á hausinn. En þessi þingmennska er til fyrirmyndar Þessi blaðamennska er einfaldlega til skammar. Gamli Þjóðviljaritstjórinn Þráinn Bertelsson kom Þórunni Sveinbjarn- ardóttur til varnar í biðlaunaumræð- unni, heldur óhress með þá stefnu sem umræðan tók í vikunni. Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Maður er bara í klónum á mafíunni og maður lítur á bankann sem glæpamenn. Halldór Lárusson, viðskiptavinur Arion banka, er gáttaður á hagnaði bankans sem hefur lítið viljað fyrir hann gera. Slíkt fólk nennir nú varla í pólitík Við höfum rætt við alls konar fólk. Það er fullt af vel gefnu fólki á þessu landi sem vantar vettvang til að geta orðið að liði. Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins, viðraði hugmyndir um að Besti flokkurinn bjóði fram á landsvísu. Laun heimsins eru vanþakklæti Ég verð að segja að ég fyrirverð mig að sumu leyti fyrir Alþingi þar sem ég átti sæti í rúma tvo áratugi, fyrir að hafa orðið sér til skammar með þessum hætti. Geir H. Haarde hugsar gömlum vinnufélögum á Alþingi þegjandi þörfina fyrir að drösla honum fyrir Landsdóm fyrir þær sakir að hafa ætlað að „haardera“ sig í gegnum efnahagshrun.  Vikan sem Var Hafðu bankann með þér Þú getur fengið „appið“ í símann á m.isb.is Snjallsímaforrit „app“ er, eins og nafnið bendir til, forrit sem bætir eiginleikum við snjallsímann þinn. Með „appinu“ okkar getur þú tengst Netbankanum þínum í gegnum farsímann og nálgast margvíslega þjónustu. • Yfirlit og staða reikninga • Yfirlit og staða kreditkorta • Millifærslur • Myntbreyta og gengi gjaldmiðla • Samband við þjónustuver • Staðsetning útibúa og hraðbanka Þú færð nánari upplýsingar á www.islandsbanki.is/farsiminn Skannaðu kóðann til að sækja „appið“ frítt í símann. Íslandsbanki býður fyrstur íslenskra banka upp á snjallsímaforrit F ram er haldið frásögn af tillögum stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Nú verða auðlindamálin tekin til stuttrar umfjöllunar, en með nokkuð frjálslegum hætti. Nýting takmarkaðra gæða Í 33. grein í tillögum stjórn- lagaráðs er fjallað um verndun náttúru lands- ins, fögrum orðum eins og vera ber. Helsta nýmælið í þeim málaflokki er þó að finna í næstu grein, þeirri 34. Þar segir m.a.: „Auðlindir í náttúru Ís- lands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðar- innar.“ Síðan er tilgreint að „stjórnvöld get[i] á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafn- ræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs for- ræðis yfir auðlindunum.“ Hér er brotið í blað. Kjarni ákvæðanna er þessi: 1. Auðlindir utan einkalanda eru ævarandi þjóðareign sem ekki má ráðstafa varanlega. Hér er áréttað það sem þegar stendur að nokkru í lögum eða almennt samkomulag virðist um. 2. Einkaaðilar eiga aftur á móti að nýta auðlindirnar en greiða fyrir það fullt gjald. Með því er e.k. markaðs- verð haft í huga, en ekki pólitískt ákvarðað gjald. Á því tvennu er reginmunur; ekki endilega á upp- hæð gjaldsins heldur því hvernig verðákvörðunin er tekin. 3. Allir eiga að hafa jafnan rétt til nýtingarinnar. Vita- skuld ber um leið að taka tillit til þess sem á undan er gengið; eðlilegt er að þeir sem haft hafa nýt- ingarleyfi fái aðlögun að breyttu fyrirkomulagi. 4. Sama fyrirkomulag skal hafa um önnur takmörkuð almannagæði, svo sem um fjar- skiptarásir eða heimildir til losunar á gróðurhúsalofttegundum, svo dæmi séu tekin. Útfærslan á 2. og 3. atriðinu skiptir sköpum. Að mati undirritaðs verður það vart gert nema með uppboðum á tímabundnum nýtingarrétti á hinum takmörkuðu gæðum um leið og veitt er eðlileg aðlögun í formi fyrningartíma á fyrri réttindum. Fyrir rúmu ári fól svo- kölluð sáttanefnd um fiskveiðistjórn- un okkur Jóni Steinssyni hagfræðingi að útfæra tilboðs- og fyrningarkerfi á veiðikvótum í þessa veru; sjá http:// www.sjavarutvegsraduneyti.is/media/ Skyrslur/Fylgiskjal8_Tilbodsleid.pdf. Við vorum ekki að finna upp hjólið. Ámóta hugmyndir, innlendar sem erlendar, hafa legið fyrir áratugum saman. Hugmyndin fékk litla um- fjöllun en var samt harðlega andmælt af talsmönnum útgerðar og stungið undir stól af stjórnvöldum. Í staðinn sitja menn nú uppi með moðsuðulausn, ef lausn skyldi kalla, sem gengur undir nafninu pottaleið. Skrítin tík, pólitík Erlendur sendimaður sem bjó ára- tugum saman á Íslandi skrifaði bók um reynslu sína. Hann sagði hugtökin vinstri og hægri ónothæf um íslensk stjórnmál, nær væri að nota mæli- kvarðann aftur og fram. Kvótaumræð- an á Íslandi verður aðeins heimfærð upp á þennan seinni skala. Halda mætti að hugmynd um markaðslausn á útdeilingarvanda takmarkaðra gæða, eins og sú sem við Jón lögðum til, ætti talsmenn meðal flokka sem kenna sig við markaðsbúskap og um leið meðal talsmanna atvinnurekenda. Svo er þó ekki. Þegar markaðslausn okkar Jóns var kynnt sjávarútvegsnefndinni fyrrnefndu spurði forkólfur útgerðar- manna í fundarlok hví við hefðum ekki bara komið með kommúnistaávarpið og lagt það á borðið! Skyldi Karl Marx hafa hrokkið við í gröf sinni í London? Auðlindir til lands og sjávar á að nýta á vistvænan hátt. Um leið verður að gæta réttlætis, m.a. þess að þjóðin njóti eðlilegs arðs af eignum sínum. Jafnframt fái framsækið einkaframtak notið sín. Stjórnarskrárdrög stjórn- lagaráðs leggja grundvöll að þessu, en það þarf vilja skynsamra manna til að útfæra hugmyndirnar, manna sem snúa fram en ekki aftur á þjóðarskút- unni. Hvað næst? Í næsta pistli verður snúið aftur að lýðræðismálunum og þá fjallað um þátttöku almennings í ákvarðanatöku á þann hátt sem stjórnlagaráð leggur til. Boðuðum pistli um hvað verða eigi um tillögur stjórnlagaráðs er slegið á Ný stjórnarskrá Kvótinn og kommúnistaávarpið Þorkell Helgason sat í stjórnlagaráði 32 viðhorf Helgin 9.-11. september 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.