Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.09.2011, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 09.09.2011, Blaðsíða 6
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is www.ms.is Með D-vítamíni sem hjálpar þér að vinna kalkið úr mjólkinni. Meira fjör með Fjörmjólk! Nú í nýjum umbúðum með skrúftapp a Ókeypis lögfræðiráðgjöf Lögréttu E rindi okkar er einfalt. Við óskum eftir því að Þjóðleikhúsið fái að setja upp sambærilegt skilti og til vara óskum við eftir því að Þjóðleik- húsið fái afnot af auglýsingaskiltinu. Til þrautavara að skiltið verði fjarlægt,” segir Ari Matthíasson, framkvæmdastjóri Þjóð- leikhússins. Ari hefur sent skipulagsráði Reykjavík- urborgar erindi vegna auglýsingaskiltis Hörpu sem blasir við vegfarendum þeim sem leið eiga um Sæbraut og hjá Hörpu. Þetta skilti hefur áður komið til tals hjá skipulagsráði en það var sett upp á bygg- ingartíma Hörpu, þá sem skilti Íslenskra aðalverktaka. Í fundargerðum getur að líta erindi björgunarsveitarinnar Ingólfs um að fá að setja segl sitt á skiltið en því var hafnað á þeim forsendum að skiltið væri til bráðabirgða. Ferðafélag Íslands óskaði einnig eftir afnotum af skiltastæð- inu en því erindi var frestað á tveimur fundum og Þjóðleikhúsið fór þess einnig á leit að það fengi að auglýsa sýningu sína á Lé konungi á sínum tíma. Að sögn Ara segir hann það því hafa komið þeim hjá Þjóðleikhúsinu nokkuð á óvart þegar á sama stað, í borgarlandi, væri komið skiltastæði að því er virtist til að vera. Hann leyfði sér að efast um að það stæðist skiltareglugerð. Ekki náðist í Pál Hannesson, formann skipulagsráðs, en að því er Fréttatíminn kemst næst mun hann vísa málinu áfram til skipulagsráðs. Þar á Gísli Marteinn Baldursson sæti. Hann segir einsýnt að ekki gangi að hending ráði því hvar slík skilti eru sett upp. Gísla minnir að þetta tiltekna skilti sé innan deiliskipulags Hörpu. „En ég skal ekki fullyrða neitt um þetta. Ef það er það ekki, þá er skiltið ólöglegt; það má ekki setja slíkt upp án þess að fá tilskilin leyfi. Við sjáum víða, þar sem ríkir sterakapítalismi, hversu mikil sjónmengun getur verið af slíkum skiltum – án þess að ég sé að segja að svo sé um þetta.“ Jakob Bjarnar Grétarsson ritstjorn@frettatiminn.is Í Lögfræðiþjónustu Lögréttu veita laganemar á 3.-5. ári almenningi endurgjaldslausa lögfræðiað- stoð í samstarfi við lagadeild Háskólans í Reykja- vík. Sigríður Marta Hjartardóttir, framkvæmda- stjóri Lögfræðiþjónustu Lögréttu, segir ljóst að vitundarvakning hafi orðið á síðustu árum og aukinn áhugi hjá fólki að leita réttar síns. „Við teljum endurgjaldslausa lögfræðiað- stoð okkar svara brýnni eftirspurn þjóðfélagsins,“ segir hún. „Við verðum á Vísinda- vöku Rannís 23. september næstkomandi og þar munum við kynna þjónustu okkar. Þá veitum við einnig nemendum í framhaldsskólum á landinu réttindafræðslu. Réttindafræðslan okkar kallast Lögfróður og er sambærileg við fræðsluna sem læknanemar veita nemendum í framhaldsskólum, en sú fræðsla kallast Ástráður.“ Hægt er að hafa samband við Lögfræðiþjónustu Lögréttu í gegnum netfangið logfrodur@ru.is, síma 777-8409 eða mæta í aðalinngang Háskólans í Reykjavík á miðvikudögum kl. 17-20 þar sem laganemar taka á móti fólki. -jh Fjórar tilnefningar til fjölmiðlaverðlauna umhverfisráðuneytisins Dómnefnd hefur tilnefnt fjóra til fjölmiðlaverðlauna umhverfisráðu- neytisins sem veitt verða í fyrsta sinn 16. september næstkomandi, á Degi íslenskrar náttúru, að því er fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins. Tilnefnd til verðlaunanna eru: a) Morgunblaðið fyrir upplýsandi og vandaða umfjöllun um áhrif loftslagsbreytinga á íslenska nátt- úru í greinaflokknum Hamskipti lífríkis og landslags. Greinarnar skrifuðu blaða- mennirnir Guðni Einarsson og Rúnar Pálmason en þeim til aðstoðar var Elín Esther Magnúsdóttir sem vann grafík, Sigurbjörg Arnarsdóttir og Ingólfur Þorsteinsson sem brutu flokkinn um og flestar ljósmyndir tóku Ómar Óskarsson og Ragnar Axelsson. b) Ragnar Axelsson ljósmyndari fyrir að beina sjónum að náttúruvernd og samspili manns og náttúru í verkum sínum. c) Steinunn Harðardóttir stjórnandi þáttarins Út um græna grundu á Rás 1 fyrir umfjöllun um íslenska náttúru, umhverfið og ferða- mál. d) Svavar Hávarðsson blaðamaður Fréttablaðsins fyrir ýtarlega umfjöllun um mengun sem ógnar náttúru og fólki. -jh  UppskErUhátíð FUll borg matar Frá miðvikUdEgi til sUnnUdags Matarmarkaður í miðborg Reykjavíkur Matar- og uppskeruhátíð tileinkuð ís- lenskum mat og matargerð, Full borg matar/Reykjavík Real Food Festival, verður haldin í fyrsta sinn í borg- inni frá miðvikudegi til sunnudags, 14.-18. september næstkomandi. Markmið hátíðarinnar er að kynna íslenskan mat og matarhefðir á léttan og skemmtilegan hátt fyrir öllum sem áhuga hafa á góðum og girnileg- um mat, að því er fram kemur á síðu Samtaka iðnaðarins. Hátíðin er ætluð allri fjölskyldunni en boðið verður upp á markað í miðborg Reykjavíkur þar sem hægt verður að kaupa, prófa og smakka ýmsar matvörur beint frá framleiðendum og fá um leið að vita hvernig maturinn er framleiddur og hvaðan hann kemur. „Veitingastaðir í borginni taka þátt í hátíðinni með því að bjóða upp á sérstaka hátíðarmatseðla þar sem allir ættu að finna eitthvað sem hentar þeirra smekk og fjárhag. Veit- ingastaðir sem þykja útfæra bestu matseðlana fá svo heiðursverðlaun í lok hátíðar en veitt verða verðlaun í þremur flokkum, besti hátíðarmat- seðill, besta brasserí og besta fjöl- skyldumátíðin,“ segir enn fremur. Boðið verður upp á fjölda viðburða en fyrirtæki, stofnanir og félagasam- tök standa fyrir eigin uppákomum sem tengjast mat og matarmenn- ingu. Meðal viðburða á hátíðinni verða Matardagar Matvís þar sem landslið matreiðslumeistara velur matreiðslumann og matreiðslunema ársins. Bakhjarlar hátíðarinnar eru Reykjavíkurborg, Samtök iðnaðarins, Markaðsráð kindakjöts, Iceland res- ponsible Fisheries, Sölufélag garð- yrkjumanna og Svínaræktarfélag Íslands. Hægt verður að kaupa, prófa og smakka.  dEiliskipUlag ÞjóðlEikhúsið vill skilti hörpU í bUrtU Umdeilt auglýsingaskilti Hörpu við Sæbrautina Umdeilt auglýsingaskilti Hörpu. Þjóðleikhúsið hefur sent erindi til skipulagsráðs þar sem farið er fram á að fá að setja upp sambærilegt skilti, eða þá afnotarétt, eða þá að skiltið verði fjarlægt. Ljósmynd/Hari Við sjáum víða, þar sem ríkir stera­ kapítalismi, hversu mikil sjónmengun getur verið af slíkum skiltum. Skipulagsráð Reykjavíkur verður að taka afstöðu til erindis framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins sem efast um að tilskilin leyfi séu fyrir auglýsingaskilti Hörpu. Hann krefst jafnræðis með stofn- unum tveimur; sambærilegt skilti eða aðgengi að skiltinu og til þrautavara að það fari. Kristján Valur vígslubiskup Kristján Valur Ingólfsson verður næsti vígslu- biskup í Skálholti. Hann tekur við af Sigurði Sigurðarsyni sem lést á liðnu ári. Í síðari umferð vígslubiskupskjörsins fékk Kristján Valur 80 atkvæði en Sigrún Óskarsdóttir 61 atkvæði. Á kjörskrá voru 149. Greidd voru 142 atkvæði. Einn seðill var auður. Kristján Valur fæddist árið 1947. Hann var vígður árið 1974 sem sóknarprestur í Raufarhafnarprestakalli. Hann hefur einnig þjónað sem farprestur þjóðkirkjunnar í Ísafjarðarprestakalli, sóknar- prestur í Grenjaðarstaðarprestakalli og rektor Skálholtsskóla. Hann var lektor í helgisiðafræði við guðfræðideild Háskóla Íslands frá 2000- 2008. Undanfarið hefur hann gegnt starfi verkefnisstjóra helgisiða og kirkjutónlistar á Biskupsstofu og þjónað sem sóknarprestur á Þingvöllum. -jh Nýr eigandi Hótel Hamars Landsel ehf., eignarhaldsfélag í eigu Arion banka, hefur gengið frá sölu á 70% hlut sínum í Hótel Hamri, skammt frá Borgarnesi, að því er Skessuhorn greinir frá. Sigurður Ólafsson kjötiðnaðarmeistari er nýr eigandi hlutarins og hefur hann tekið við rekstrinum. Hjónin Hjörtur Árnason og Unnur Halldórsdóttir eiga enn 30% hlut í hótelinu en þau hafa starfað við það frá upphafi. Unnur er hætt störfum en Hjörtur aðstoðar nýjan eiganda við að setja sig inn í reksturinn út september. -jh 6 fréttir Helgin 9.-11. september 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.