Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.09.2011, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 09.09.2011, Blaðsíða 52
48 bíó Helgin 9.-11. september 2011 Þ egar við Bragi Hin-r iksson leikst jór i ákváðum að gera fyrstu myndina þá var hún nú hálfgert tilraunaverkefni sem við ákváðum að kýla bara á. Við skrifuðum þetta saman og byrjuðum bara á að fara á netið og gúggla hvernig ætti að skrifa handrit,“ segir Sveppi. „Maður byrjar auð- vitað á því að finna upp sög- una og setur svo kjöt á beinin. Við byrjuðum að skrifa hand- ritið að þessari mynd í lok síðasta árs og þetta liggur einhvern veginn ótrúlega vel fyrir okkur.“ Sveppi segir að handritsvinnan sé orðin mun auðveldari þar sem þeir séu búnir að gera þetta tvisvar áður og farnir að þekkja helstu persónurnar mjög vel. „Við erum núna búin að gera þrjár myndir í fullri lengd, og þar af eina í þrívídd, á eiginlega tveimur árum. Og við höfum alveg velt því fyrir okkur hvort við eigum ekki að gera bara fjórðu myndina. Það er alveg inni í myndinni en ekki endilega alveg svona einn, tveir og þrír. Við vilj- um ekkert endilega byrja að skrifa strax, taka upp næsta sumar og sýna næsta haust. Við ætlum frekar að eiga það inni. Svona dálítið eins og In- diana Jones. Þar komu þrjár í röð og svo kom svona ein lé- leg seinna. Við eigum eftir að gera eina lélega, sem fjórða myndin er alltaf.“ Vinsældir myndanna eru slíkar að ætla mætti að Sveppi hafi dottið niður á gullæð sem afli honum mikilla peninga á stuttum tíma. „Það eru voða- lega margir sem halda það en íslensk kvikmyndagerð hefur nú aldrei þótt neinn gróðabransi. Þetta byggist mjög mikið á styrkjum og öðru slíku. En það sem gerir okkur kleift að búa til myndir svona ört er náttúrlega að við erum að fá fullt af fólki í bíó. Þannig að það er auðveldara að borga öllum laun og allt það. Þetta gerir það líka að verkum að menn eins og ég og Bragi, sem erum búnir að vera að vinna mjög mikið í þessu og skrifum, framleið- um og sjáum um markaðs- setningu, erum alveg sáttir þegar við fáum launin okkar. En maður er ekkert ríkur.“ Sem fyrr taka Villi og Gói þátt í hasarnum með Sveppa auk þess sem Ilmur vinkona hans blandast í málið. Ballið byrjar þegar Ilmur lokast inni í töfraskápnum í herbergi Sveppa og til að bæta gráu ofan á svart lætur illmenni í útlöndum ræna skápnum. Og þá þurfa Sveppi, Villi og Gói að taka á honum stóra sínum í eltingarleik við bófana úti um víðan völl þar sem hættur leynast við hvert fótmál. Sveppinn segir andann í þessum kjarnahópi mjög góð- an enda kjósi hann að vinna aðeins með fólki sem honum finnst skemmtilegt. „Það er alltaf mjög mikil stemn- ing. Þótt mér finnist svolítið plebbalegt að segja það, þá er það nú þannig að þegar stemningin er góð og allir eru ánægðir og sáttir þá skil- ar það sér alla leið á tjaldið. Þetta er bara raunin og það er aldrei neitt voðalegt stress hjá okkur. Það eru allir bara léttir og kátir og við vöðum bara í þetta.“  Algjör Sveppi eltiSt við töfrASkáp Sveppi og félagar frumsýna í dag, föstudag, þriðju ævintýramyndina um litskrúðugan vinahóp sem er einkar lagið að lenda í alls konar háska og átökum við skuggalega skúrka. Nýja myndin heitir Algjör Sveppi og töfraskápurinn og fylgir eftir miklum vinsældum fyrri myndanna Leitin að Villa og Dularfulla hótelherbergið. Sveppi gengst við því að hann sé barnalegur enda finnist honum gaman að fíflast og kalla fram hlátur hjá krökkum. Við erum alveg sáttir þegar við fáum launin okkar. En maður er ekkert ríkur. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Sálræn stór- slysamynd Hinn sérkennilegi og kvíðasjúki danski leikstjóri Lars von Trier vekur jafnan athygli með myndum sínum og ekki síður þar sem hann mætir í eigin persónu. Síðast skaut hann áhorfendum skelk í bringu með hinni vægast sagt ónotalegu Antichrist en er nú mættur til leiks með Melancholia sem hverfist um efni sem hann þekkir vel. Kirsten Dunst og hinn fjall- myndarlegi Alexander Skars- gård leika Justine og Michael sem eru að fagna brúðkaupi sínu á heimili systur brúðarinnar. Justine glímir við mikið þunglyndi og streitu og atburðir taka óvænta stefnu þegar yfirvofandi árekstur jarðarinnar og áður óþekktrar reikistjörnu, Melancholia, ógnar öllu lífi á jörðinni. Trier sækir hér í eigin reynslu af þunglyndi og vinnur með þá kenn- ingu að þunglyndir bregðist við af meiri yfirvegun en aðrir á tauga- trekkjandi augnablikum. Úrvalslið leikara prýðir mynd- ina ásamt Dunst og Skarsgård og má þar nefna Stellan Skars- gård, föður Alexanders, Charlotte Rampling, John Hurt, Udo Kier og sjálfan Kiefer Sutherland. Aðrir miðlar: Imdb: 7,9, Rotten Tom- atoes: 76%, Metacritic: - Colin Farrell drekkur blóð Árið 1985 naut unglingahroll- vekjan Fright Night töluverðra vinsælda sem fylgt var eftir með Fright Night Part 2 þremur árum síðar. Fright Night fjallaði um unglingspilt sem horfir reglulega á hryllingsþáttinn Fright Night í sjónvarpinu og fyllist grunsemd- um um að nýr nágranni hans sé vampíra sem bíti fólk í hverfinu á háls. Hann fær umsjónarmann sjónvarpsþáttarins í lið með sér til að ráða niðurlögum blóðsugunnar en sá hefur á árum áður getið sér gott orð fyrir að leika vampírubana í hryllingsmyndum. Endurgerð myndarinnar, með Colin Farrell í hlutverki nágrann- ans skuggalega, er komin í bíó en David Tennant, sem þykir hafa gert Doctor Who einna best skil í samnefndum sjónvarpsþáttum, leikur vampírubanann að þessu sinni. Aðrir miðlar: Imdb: 6,9, Rotten Tomato- es: 76%, Metacritic: 64/100 Svolítið eins og Indiana Jones Sveppi hefur áhuga á því að gera fjórðu myndina um Algjöran Sveppa en stefnir þó að því að láta líða aðeins lengra á milli mynda en hingað til. Tölvutöskur Hliðartöskur Veski - Búið til úr reiðhjólaslöngum - Ólin er úr öryggisbeltum www.kolors.is Dekkja- töskur  frumSýndAr Tennur kyntröllsins Colins Farrell eru óvenjubeittar að þessu sinni. Kirsten Dunst leikur unga brúði sem ætlar að ganga að eiga kærastann í skugga reiki- stjörnunnar Melancholia.  frumSýndAr Heimildarmynd um þrjár írskar fjöl- skyldur sem eiga í miklu stríði hver við aðra. Við fáum að fylgjast með leikstjóranum Ian Palmer sem í byrjun myndar er staddur í brúðkaupi hjá einni fjölskyldunni til að festa það á filmu. Þegar hann heyrir af því að menn séu að skipuleggja boxbardaga fær hann leyfi frá fjölskyldunni til að taka bardagann upp. Hann eyðir svo næstu tólf árum í að taka upp blóðuga bardaga á milli þessara fjölskyldna. Berir hnefar, engar lotur og alvöru bardagar. Knuckle sló í gegn á Sundance-kvik- myndahátíðinni í ár og að lokinni frumsýningu bitust fyrirtæki um réttinn. Í því kapphlaupi voru fyrirtæki frá Gerald Butler, Robert Downey Jr. og Vin Diesel. HBO hreppti hins vegar hnossið og talið er að kapalstöðin hafi uppi áform um að gera sjónvarps- þáttaröð byggða á myndinni. Með hnúum og hnefum Þessi grjótharða heimildarmynd vakti mikla athygli á Sundance-hátíðinni. S vinalängorna, eða Svínastían, er fyrsta kvikmyndin sem leikkonan Pernilla August leik- stýrir og er alveg hreint magnað byrjandaverk. Myndin segir átakanlega sögu Leenu sem elst upp ásamt litla bróður sínum hjá alkóhóliseruðum foreldrum. Glatað uppeldið setur varanlegt mark á börnin sem fá að kenna á öllu því ógeði sem sjálf- hverfir alkar geta mögulega boðið börnum upp á. Myndin hefst þegar Leena, tveggja barna hamingjusam- lega gift móðir, fær símtal frá móður sinni sem hún hefur löngu útilokað úr lífi sínu. Sú gamla er að drepast og vill hitta stúlkuna sína. Treg í taumi fer Leena til fundar við konuna sem eyðilagði æsku hennar og gömul sár ýfast upp. Þessi sorgarsaga er sögð í nútíð en Leena hverfur aftur í tíma í huganum og áhorfandinn fær að þjást með henni í ömurleika æskuáranna. Noomi Rapace er frábær í hlutverki Leenu, sýnir á sér allt aðra hlið en í Millennium-þríleiknum og um leið hversu stórkostleg leikkona hún er. Hnátan Tehilla Blad, sem leikur Leenu unga, gefur Noomi svo lítið eftir. Og Pernilla segir sögu Leenu af svo mikilli tilfinningu og tilgerðarleysi að það þarf enginn að skammast sín fyrir að fella nokkur tár yfir örlögum stúlkunnar sem slapp úr svínastíunni. Þórarinn Þórarinsson Noomi Rapace er frábær að vanda.  bíódómur SvinAlängornA Demantur í flórnum 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.