Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.09.2011, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 09.09.2011, Blaðsíða 22
Tveggja Turna Tal Lausir tímar til leigu í íþróttahúsi Menntaskólans við Sund Í íþróttahúsi Menntaskólans við Sund eru lausir til leigu nokkrir tímar í vetur. Nánari upplýsingar er að finna á vef skólans www.msund.is. Rektor Manchester United og Manchester City hafa byrjað allra liða best í ensku úrvalsdeildinni. Margt bendir til þess að einvígið um meistaratitilinn fari fram í borginni. E f einhver hefði sagt fyrir fjór- um árum að Manchester Uni- ted og Manchester City ættu eftir að berjast á toppi ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2011 til 2012 hefði sá hinn sami væntan- lega verið úrskurðaður geðveikur, færður í hvítu treyjuna og komið fyrir á viðeig- andi stofnun. Sú er nú engu að síður raun- in, þökk sé peningum frá hinum moldríka Sheikh Mansour. Íbúar Manchester-borg- ar, bláir og rauðir, fá nú að upplifa baráttu um borgina og enska meistaratitilinn. Sem er venjubundið fyrir stuðningsmenn Manchester United en ekki daglegt brauð fyrir sigursvelta en sauðtrygga stuðnings- menn Manchester City. Óhætt er þó að segja að leikmannahóp- ar liðanna séu ólíkir. Á meðan Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manc- hester United, hefur byggt upp sigursælt lið undanfarin tuttugu ár og bætt við einstaka mönnum eftir þörfum á þeim tíma, hefur Roberto Mancini safnað saman her af afburða knattspyrnumönnum á undanförnum þremur árum. Ólík meðul til að búa til topplið en til- gangurinn helgar á endanum með- alið. Bæði lið eru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir og rúlluðu yfir topplið í síðustu umferð. Manches- ter United niðurlægði Arsenal 8-2 á meðan Manchester City pakkaði Tottenham saman á útivelli, 5-1. Á köflum hafa Manchester-liðin sýnt stórbrotin tilþrif og borið höfuð og herðar yfir andstæðinga sína. Yngdi upp hægt og hljótt Alex Ferguson hefur stýrt Manc- hester United í tuttugu og fimm ár með ævintýralegum árangri. Tólf enskir meistaratitlar, fimm bikartitlar, fjórir deildarbikar- titlar, tíu Samfélagsskildir, tveir meistaradeildartitlar, einn sigur í Evrópukeppni bikarhafa, einn Ofurbikar Evrópu, einn Álfubikar og einn heimsbikar félagsliða. Á þessum tíma hefur lið hans gengið í gegnum margar endurnýjanir lífdaga og alltaf komið niður á lapp- irnar. Undanfarin ár hefur Fergu- son, í rólegheitum og án þess að nokkur hafi tekið eftir því, keypt til liðsins unga og efnilega leik- menn og náð að yngja upp lið sitt á undraverðan og sársaukalausan hátt. Leikmenn eins og Rio Ferdin- and, Michael Carrick og Dimitar Berbatov eiga ekki lengur fast sæti í liðinu og sennilega eru Carrick og Berbatov dæmdir til bekkjar- setu í vetur. Ungu mennirnir hafa komið inn eins og stormsveipir, að undanskildum spænska markverð- inum David De Gea sem hefur ekki þótt traustvekjandi sem eftirmaður Hollendingsins frábæra, Edwins van der Saar. Chris Smalling, Phil Jones, Javier Hernandez og Ashley Young hafa allir spilað eins og þeir hafi verið hjá United í hundrað ár og fallið einstaklega vel inn í liðið með Anderson og Tom Cleverley, að ógleymdum Wayne Rooney sem hefur farið hamförum. Ekkert er í spilunum annað en að Manchester United verði áfram á komandi árum liðið sem allir þurfa að sigra, ætli þeir sér enska meistaratitilinn. Á hundrað kílómetra hraða Á meðan Ferguson hefur silast áfram eins og virðulegur Bentley í sunnudagsbíltúr hefur Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manc- hester City, verið líkari Ferrari á leikmannamarkaðnum. Hann hefur keypt leikmenn eins og enginn sé morgundagurinn, í viðleitni sinni til að gera félagið samkeppnishæft við þau bestu á Englandi – og í Evrópu. Hann hefur keypt leik- menn fyrir tæpa 78 milljarða síðan Sheikh Mansour keypti félagið 1. september 2008. Á sama tíma hefur félagið selt leikmenn fyrir fimmtán milljarða. Enginn hefur verið of dýr fyrir Manchester City. Leikmenn á borð við Robinho, sem reyndar gat lítið, Carlos Tevez, Yaya Toure, David Silva, Edin Dzeko, Sergio Aguero og Samir Nasri, sem allir hafa kostað einn stóran frystitogara, hafa rúllað inn um hliðið á Etihad-leikvanginum í bláa hluta Manchester-borgar. Vanda- mál Mancini hefur ekki verið leik- mannahópurinn heldur hraðinn á samsetningu hans. Helsta verkefni Mancini er að búa til lið úr sam- safni af ólíkum en heimsklassa knattspyrnumönnum. Miðað við fyrstu þrjár umferðirnar virðist hann vera á góðri leið með liðið og getur meira að segja glaðst yfir því að Carlos Tevez er ekki enn byrj- aður að spila. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Markahæstir: 1. Edin Dzeko, Manchester City 6 2. Wayne Rooney, Manchester United 5 Flestar stoðsendingar: 1. Ashley Young, Manchester United 4 2. Samir Nasri, Manchester City 3 Flest skot: 1. Manchester City 58 2. Manchester United 50 Flest skot á markið: 1. Manchester City 31 2. Manchester United 29 Besta hlutfall skot/skot á mark: 1. Manchester United 58% 2. Manchester City 53% Flest mörk: 1. Manchester United 13 2. Manchester City 12 Roberto Mancini og Alex Ferguson munu berjast grimmilega í vetur. Ljósmynd/ samsett mynd YFiRbuRðiR CitY og united 22 fótbolti Helgin 9.-11. september 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.