Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.09.2011, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 09.09.2011, Blaðsíða 54
Helgin 9.-11. september 201150 tíska Athyglissjúkar brúðir Fyrir nokkrum vikum, seint í ágúst, gekk Kim Kardashian vinkona mín í það heilaga. Þessi athöfn var öll blásin upp, mörgum, mörgum milljónum eytt í klæðnað, skreytingar, skart- gripi og ýmiss konar undirbúning. Raunveru- leikastjarnan, sem sjaldan er sögð vera skarp- asti hnífurinn í skúffunni, seldi svo myndir og upptökurétt frá athöfninni og græddi rúma tvo milljarða á henni. Hún var alveg ákveðin í að toppa konunglegt brúðkaup þeirra Will og Kate sem haldið var á 29. maí síðastliðinn. Það má segja að konunglega brúðkaupið þarna í maí hafi hrint af stað algjörri brúð- kaupsbyltingu, bæði hjá fræga fólkinu og almenningi. Heimsbyggðin stóð á öndinni þennan dag og fylgdist með prinsessunni ganga inn kirkjugólfið í umtalaða brúðkaups- kjólnum frá Alexander McQueen. Á þessu andartaki varð Kate mikið stöðutákn og kon- ur úti um allan heim fóru að plana brúðkaup. Konunglega athöfnin varð þeim innblástur og þær sáu fram á fallega og fágaða athöfn. Kim vinkona mín var ein af þessum ástsjúku kven- mönnum. Þessi ágætu brúðkaup voru þó eins fjarstæðu- kennd sem mest getur orðið fyrir okkur sem hvorki erum Kim Kardashian né Kate Middle- ton. Við þurfum ekki þrjá brúðarkjóla, 230 milljóna króna demantshring eða heims- frægar stjörnur sem troða upp um kvöldið. Það eru líka litlar líkur á að margar millj- ónir muni horfa á athöfnina okkar ef henni verður sjónvarpað. Ætli það sé ekki nóg að láta sig dreyma um fallegt og fágað brúðkaup sem ekki verður blásið upp. Ætli það verði alveg jafn ógleymanlegt. tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar 5 dagar dress Tískuiðnaðurinn breytist hratt Katrín Lilja Ólafsdóttir er 23 ára nemi við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Sam- hliða því vinnur hún við ljósmyndun og sinnir áhugamálum sínum sem eru tíska og ferðalög. „Stíllinn minn er ótrúlega mismunandi; fjölbreytilegur en yfirleitt afslappaður. Ég er dugleg að ferðast til London og kaupi því fötin mín aðallega þar. Urban Outfitters við Oxford Street er í miklu uppáhaldi og svo auðvitað klassísku verslanirnar, H&M og Topshop. Tískuinnblástur fæ ég líklega helst frá fólkinu í kringum mig og af tískubloggum. Ég á enga sérstaka fyrirmynd þegar kemur að tísku, þar sem þessi iðnaður breytist svo hratt, en Sarah Jessica Parker og Mary Kate hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi.“ Brúðarkjóll prinsessunnar hefur mikið aðdráttarafl Brúðarkjóll Kate Middleton hefur verið til sýnis í Bucking- ham-höllinni í London síðan 23. júlí og hefur dregið að sér um 350 þúsund gesti á þessum stutta tíma. Þetta slær öll met og enn bíður um hálf milljón eftir að fá að sjá kjólinn með eigin augum. Sýningunni á að ljúka 3. október en ekki er ólíklegt að hún verði fram- lengd um nokkrar vikur. Varalitur frá Kate Moss Í sumar hefur ofurfyrirsætan Kate Moss unnið að nýrri varalitslínu ásamt snyrtivörufyrirtækinu Rimmel. Línan leit dagsins ljós á miðvikudaginn var og samanstendur af sjö ólíkum litum. Lita- flóran er skemmtileg og öðruvísi og hannaði fyrirsætan litina út frá eigin hugmyndum og löngun. Línan mun aðeins fást í september- mánuði í Englandi og á vefverslun Rimmel. Nýtt naglalakk frá Chanel Naglalakkið frá tískuhúsinu Chanel hefur náð góðri fótfestu í tískuheiminum á síðustu mánuðum og hafa sumar tegundirnar selst upp á skömmum tíma. Nú hefur tískurisinn frumsýnt nýjustu naglalakkalínu sína, haust 2011, sem samanstendur af þremur litum með einkennandi málmyfirbragði, glans og ljóma. Í fyrra var naglalakk frá Chanel, númer 505, valið naglalakk ársins og búist er við að eitt af þessum nýju afbrigðum hreppi titilinn í ár. Miðvikudagur Skór: Kaupfélagið Buxur: Topshop Bolur: Sautján Hálsmen: Urban Outfitters Þriðjudagur Skór: Topshop Buxur: Topshop Bolur: Urban Outfitters Fimmtudagur Skór: Topshop Sokkabuxur: H&M Kjóll: Urban Outfitters Vesti: Vila Mánudagur Skór: Topshop Buxur: Zara Sundbolur: Blackmilk clothing Peysa: Zara Hálsmen: Tatty Devine Föstudagur: Skór: Chie Mihara frá Kron Sokkar: Vila Skyrta: Kron Belti: Topshop NÝJAR VÖRUR Bæjarlind 4 • Kópavogi • 544 2222 www.feminin.is • feminin@feminin.is Opið mán-föst. kl 11-18 og lau. 10-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.