Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.09.2011, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 09.09.2011, Blaðsíða 44
40 matur Helgin 9.-11. september 2011  Matargatið PylsuPartí Pylsupartí ekki lengur bara fyrir börn V öruúrvalið á Íslandi er alltaf smátt og smátt að aukast þrátt fyrir að það gerist yfirleitt of hægt og oftar en ekki keppa flestallir samkeppnisaðil- arnir um markaðinn með nánast sömu vörunni í stað þess að hugsa aðeins út fyrir kassann og bjóða upp á eitthvað nýtt. Það er sem betur fer ekki svo með alla. Ég er búinn að ætla í Pylsumeist- arann mjög lengi og lét það eftir mér núna nýverið þegar ég svo gott sem var að keyra þar yfir planið hvort eð var. Hvílík himnasæla, gamaldags kjötborð troðfullt af pylsum af öllum stærðum og gerðum auk sælkerakjötbita. Ég fylltist valkvíða og keypti tvær af næstum öllum gerðum. Fékk þær svo yfir búðar- borðið vafðar í brúnan pappír, mjög retró-svalt. En hvað á svo að gera við slöngurnar þegar heim er komið? Það síðasta sem á að fljóta um hugann er að bjóða upp á eina með öllu í brauði. Heimalagað kartöflusalat er klassískt en samt ekki beinlínis geimvísindi. Hrásalat er aðeins betra en það er óþarfi að flækjast með of mikið aukalega ef pyslan er góð. Að grilla pylsu er ekki alveg eins einfalt og margur heldur. Pylsur eru fullar af safa og það er þessi safi sem veldur því að þær springa. Þegar pylsan hitnar of mikið of fljótt breytist safinn í gufu og sprengir sér leið út. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa ekki of mikinn hita þegar pylsan er sett á teinana. Ef notað er gasgrill er best að hita grillið vel og lækka svo hitann niður í miðlung strax og pylsan er komin á. Á kolagrilli er málið að nota óbeinan hita. Þó er vert að muna að sprungin pylsa af grilli er töluvert betri en sprungin pylsa úr potti. Ekki þarf heldur að taka fram að það tekur lengri tíma að elda feitan drjóla úr Pylsumeistaranum en þessar klassísku. Það sem þarf er ídýfa Nú þegar fer að síga í seinni hlutann á grillsumrinu er það að sjálfsögðu eina leiðin til að elda. Grillaðar pylsur eru bestar með góðri heimalagaðri ídýfu og brauðið á að vera í hinni hendinni, ekki utan um. Þannig er bæði hægt að stjórna magni brauðs á móti pylsu auk þess sem það frelsar gestgjafann í vali á brauði. Það er nefnilega ekki skráð í lög að borða skuli pylsur í pylsubrauði. Ídýfurnar Ídýfurnar þurfa ekki að vera flóknar – bara nota það sem til er í kæliskápnum – og geta verið úr hverju því sem fjöl- skyldunni þykir gott. Auðvelt er að búa til ídýfur sem minna á þessar klassísku sósur, tómat, sinnep og remúlaði, en eru samt eitthvað nýtt. Ein sem minnir á remúlaði gæti verið að nota uppáhalds mæjónes fjölskyld- unnar og blanda út í smá sýrðum rjóma og dijon-sinnepi með mjög smátt skornum súrum gúrkum og lauk út í, auk smá safa af súru gúrkunum. Tómatsósuminnið gæti samanstaðið af tómatsósu, slettu af sterkri piparsósu og gulu sinnepi með pínu mæjónesi. Sinnepssósur eru svo einfaldar í gerð að það er næstum ekki hægt að klikka. Blanda bara sinnepi í nokkurn veginn hvað sem er, t.d. gerir hunang blandað með sterku sinnepi og smá mæjó hörku hunangssinnepssósu. Svo mætti búa til eina ofursósu með því að blanda öllum þessum sóusum saman í eina. Þá eru menn loksins farnir að kokka upp storm. Gott er svo að smakka allar þessar sósur til með salti og pipar eftir smekk. Ein góð pylsa er alltaf ein góð pylsa, sagði vonda forstöðu- konan á fátækra- heimilinu í sög- unum um Emil í Kattholti. Það var líka alveg rétt hjá henni. Pylsur eru verulega vanmet- inn gæðamatur og ekki bara fyrir börnin þegar mamma og pabbi kaupa rándýra steik og tíma ekki að splæsa á krakkana. Það eru líka til mjög margar tegundir af pylsum, ekki bara þessar sem kenndar eru við Vínarborg. Langar, stuttar, feitar og mjóar. Það skiptir ekki öllu máli bara ef bragðið er rétt og ekki skemmir fyrir að hafa heimalagaða sósu til þess að dýfa í. iPod Touch Lófatölva fyrir dagsins önn Epli.is, Laugavegi 182, sími 512 1300 | Opið 10-18 mánudaga til föstudaga og 12-16 laugardaga | www.epli.is Verð frá 55.990.- Tónlist, vídeó, leikir, forrit, rafbækur, hljóðbækur, podvörp, ljósmyndir, Safari netvafri, póstforrit, kort, FaceTime, HD vídeóupptaka, Nike+iPod stuðningur Aðeins 101 gramm Allt að 40 klst rafhlöðuending www.noatun.is Nóatúni Nýttu þér nóttina í Verslanir Nóatúns eru opnar allan sólarhringinn Getur þú verið heimilisvinur Dieter? www.soleyogfelagar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.