Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.04.2011, Qupperneq 10

Fréttatíminn - 08.04.2011, Qupperneq 10
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift *Árleg nafnávöxtun frá 15.01.2001 til 31.03.2011. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu www.iv.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. Við öflum fyrir þig 10,3% 100% RÍKISTRYGGING ÁRLEG NAFNÁVÖXTUN* Strandgata 3 600 Akureyri I Sigtún 42 105 Reykjavík Sími: 460 4700 I www.iv.is I iv@iv.is Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is Fallegar gjafaumbúðir Hentar öllum Gildir hvar sem er Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is Gjafakortið sem gildir alls staðar Þú velur upphæðina en viðtakandinn velur gjöfina. Sigríður tekur við af Valtý Sigríður J. Friðjónsdóttir var í vikunni valin úr hópi sjö umsækjenda til að gegna starfi ríkissaksóknara. Hún tekur við af Valtý Sigurðssyni. Sigríður hefur gegnt stöðu vararíkissaksóknara undanfarið en hún er einnig saksóknari Alþingis sem hefur þann starfa að sækja Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, til saka fyrir landsdómi. Óvíst er hvort Sigríður mun gegna báðum störfum á sama tíma eða hætta sem saksóknari Alþingis. Hún sagði í vikunni að það myndi koma í ljós á næstunni hvort yrði ofan á. -óhþ Landsbankinn greiddi Sigurði B. Stefánssyni, þáverandi stjórnar- manni í Bankasýslu ríkisins, stærsta eiganda bankans, 23,5 milljónir fyrir helmingshlut í sjóð- stýringarfélaginu Rose Invest. Áður hafði bankinn greitt hinum eiganda Rose Invest, Svandísi Rún Ríkarðsdóttur, sömu upphæð fyrir hennar hlut. Bæði Sigurður og Svandís Rún starfa nú hjá eign- astýringu Landsbankans. Rose Invest átti verðbréfasjóð- inn River Rose. Umsýsluþóknun River Rose nam um sex millj- ónum króna á árinu 2009 og hafði sjóðurinn þrjár milljónir dollara í sjóðstýringu. Öll sú fjárhæð er í erlendum hlutabréfum og hafa gjaldeyrishöftin hindrað upp- byggingu félagsins. Kristján Kristjánsson, upplýs- ingafulltrúi Landsbankans, segir í samtali við Fréttatímann að fyrirtækið hafi að sjálfsögðu verið verðmetið og bankinn hafi borgað það verð sem hann taldi vera rétt. „Við erum að kaupa þekkingu og umgjörð utan um rekstur sjóða auk fyrirtækisins,“ segir Kristján. Spurður hvort kunningsskapur Sigurðar og Gunnars Helga Hálf- danarsonar, stjórnarformanns Landsbankans, hafi skipt máli, þvertekur Kristján fyrir það. Höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti. Ljósmynd/Hari Sigríður J. Friðjóns- dóttir og Ögmundur Jónasson  Landsbankinn kaup á fyrirtæki Borguðu 47 milljónir fyrir sjóð Ársreikningur Landsbankans sýnir að bankinn greiddi tæplega 50 milljónir fyrir Rose Invest og starfsmenn. DV fær fjögurra vikna frest Enn er allt á huldu um dagsektir og lögbann á gögnum frá fjár- festingarfélaginu Horni, dótturfélagi Landsbankans, sem DV hefur undir höndum. Sýslumaðurinn í Reykjavík úrskurðaði lögbann á gögnin fyrir tveimur vikum og er málið nú fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Í fyrirtöku á þriðjudag fékk lögmaður DV fjögurra vikna frest til gagnaöflunar. Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir í samtali við Fréttatím- ann að ómögulegt sé að verða við beiðni Horns um að afhenda gögnin viðkvæmu. Hann viti ekki hvar þau eru og þess vegna gæti verið að þau væru ekki lengur til. -óhþ Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpunnar.  Harpan fuLLbókað út árið Sunnudagsfrí Sinfóní- unnar hefur engin áhrif á fullbókaða Hörpu Tónlistarstjóri segir nauðsynlegt að hafa fjölbreytni í húsinu sem er fullbókað út árið. s infóníuhljómsveit Íslands vinn-ur yfirleitt ekki á sunnudögum, samkvæmt kjarasamningum. Þetta helsta aðdráttarafl Hörpunnar dregur því ekki tónlistarunnendur í húsið þá daga en Steinunn Birna Ragn- arsdóttir, tónlistarstjóri hússins, segir í samtali við Fréttatímann að það hafi ekki áhrif á vinsældir sunnudaganna sem tónleikadaga. „Starfsemin nær langt út fyrir raðir Sinfóníunnar og það eru fínar bókanir á sunnudögum. Við viljum líka fjölbreytni í húsið þannig að það er hið besta mál að það séu lausir dagar,“ segir Steinunn Birna og bætir við að sunnudagar hafi ekki verið mikl- ir tónleikadagar hjá Íslendingum. „Ég er sannfærð um að það mun breytast með tilkomu Hörpunnar.“ Og það er ekki skortur á bókunum því hver einasti dagur á þessu ári er bókaður. „Það er fullt út þetta ár í tón- listarviðburðum. Jafnframt hafa verið bókaðir 120 viðburðir og ráðstefnur, sem er talsvert meira en búist var við,“ segir Steinunn Birna. Og þótt stutt sé í opnun Hörpunnar og mörg handtökin eftir, neitar hún að fara á taugum. „Hér eru allir pollró- legir. Það er unnið á bakvöktum og það vita allir hvað þarf að gera. Húsið verður auðvitað ekki fullklárað við opn- unina en allt sem þarf til að opna húsið verður klárt.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is 10 fréttir Helgin 8.-10. apríl 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.