Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.04.2011, Blaðsíða 25

Fréttatíminn - 08.04.2011, Blaðsíða 25
Bröns alla laugardaga og sunnudaga Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is Verð aðeins 1.795 með kaffi eða te KOSNINGAKAKA S Ú K K U L A Ð I K A K A LJÚFFENG SÚKKULAÐIKAKA MEÐ SÚKKULAÐIKREMI Fáðu þér ljúenga súkkulaðiköku frá Kexsmiðjunni í næstu verslun! KJÓSTU www.kexsmidjan.is RÓANDI KOSNINGAKÖKU FRÁ KEXSMIÐJUNNI „Ha, ég tók ekkert eftir því að hann væri geðstirður!“ segir Alla. „Ég reyndi að halda sönsum og þannig er það enn,“ segir Björn. „Ég er á steragjöf og finn að kveikurinn er stuttur og hlutir sem skiptu engu máli áður og ég hefði aldrei látið fara í taugarnar á mér, verða svo stórir og erfiðir, og skapið getur blossað upp, það er eins og bensíni sé skvett á eld. Ég finn blóðþrýstinginn rjúka upp og ég sit og tel upp að tíu svo að ég sé ekki að öskra á saklaust fólk út af engu!“ Alla vill fá að koma á framfæri þakklæti til lækna og hjúkrunar- fólks. „Þetta fólk er allt algjörir snilling- ar; Jóhann Jónsson og Eiríkur Jóns- son sem gerðu aðgerðirnar á okkur og einnig allir hinir læknarnir og hjúkrunarfólkið allt. En fólk verður að sýna sjálfsábyrgð, það ber ábyrgð á eigin heilsu, ekki læknarnir.“ Starfsemi nýrnanna er merkileg að sögn Björns: „Hugsaðu þér, það fara 180 lítrar af vökva í gegnum nýrun á dag, og af því skila nýrun bara út tveimur lítrum með þvagi. Ég hef skroppið tvisvar upp á deild í heimsókn eftir að ég útskrifaðist og heimsótt þá sem eru í skilun, þar þekki ég nokkra. Mér er svo ofarlega í huga þakklæti; Alla bakaði stóra tertu sem ég fór með og ég vil endilega lofa fólkinu sem annaðist mig að sjá mig hressari með hverjum deginum sem líður.“ Sótthreinsað heimili En hvernig var fyrir þig, Alla, að koma heim af spítalanum án Björns? Var ekki tómlegt? „Nei, nei, þetta var eins og frí fyrir mig því hann þarf svo mikla þjón- ustu,“ segir hún og horfir hlýlega á manninn sinn og meinar greinilega ekkert með þessu. „Enda var mér bara stungið inn þegar ég kom í heimsókn aftur!“ segir Björn. „Alla hefur örugglega hringt og beðið þá að halda mér inni,“ segir hann og kímir. En það að koma heim eftir nýrna- skipti er ekki eins og að koma heim af spítala eftir rannsókn. „Fyrst í stað mátti enginn koma í heimsókn,“ segir Alla. „Ég sótt- hreinsaði allt og gerði það sem ég hafði vit til. Hér er spritt úti um allt, sótthreinsiklútar. Þetta er alls ekki líkt mér, ég ólst upp við eðlilegt hreinlæti, en auðvitað geri ég allt til að Björn haldi heilsu. Aðalatriðið er að það er ekkert mál að gefa nýra og mér finnst fólki bera skylda til að bjarga lífi annarra ef það hefur tök á,“ segir þessi jákvæða kona sem gaf manni sínum stærstu gjöf sem hægt er að gefa. Og best að enda þetta á orðunum sem Björn sagði áðan: „Eftir 42 ár erum við loks orðin eitt!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.