Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.04.2011, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 08.04.2011, Blaðsíða 26
1 Frosti Logason og Þorkell Máni Pét- ursson – Harmageddon „Frosti og Máni eru allrabesta tvíteymi sem fyrirfinnst í ljós- vakaheimum. Tilgerðarlausir og hafa ekkert fyrir þessu. Manni finnst maður vera staddur á kaffistofu á smurstöð að hlusta á alvöru samtöl.“ „Þeir eru líklega vanmetnasta útvarpsparið í bransanum og geta verið fjári góðir. Hlut- fall tónlistar og tals er þó ekki að mínu skapi – of lítið tal, of mikil tónlist. Þeir mættu laga þetta því þeir hafa heil- mikið til málanna að leggja og þurfa ekki að fela sig á bak við tónlistina.“ „Þeir njóta þess að hafa starfað saman lengi í útvarpi og vita nákvæmlega hvar þeir hafa hvor annan. Sem er frumfor- senda þess að útvarpsdúett virki. Því miður hefur pc-ið teygt sína ljótu krumlu í út- varpsmálin, sem og annað hér á landi á, sem þýðir að nú telja menn að það þurfi alltaf að stilla upp konu og karli. Þetta er til dæmis að eyðileggja eitt- hvert mesta talent sem fram hefur komið í útvarpi, sem er Andri Freyr. Það eina sem setja má út á Mána og Frosta er að þeir fara stundum fram úr sér: rugla kjaftbrúki og dónaskap saman við vitræna umræðu.“ „Skemmtilegir og harðir naglar sem taka ekki á málum með neinum silkihönskum og þeir virðast hafa eitthvað á milli eyrnanna.“ 2 Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunn- laugsson – Síðdegisþátturinn á Út- varpi Sögu „Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson eru með allrabesta skemmtiþátt Íslands án þess að ætla sér það. Það er einhver sér- stakur hæfileiki að spá heimsendi á morgun dag eftir dag án þess að viðurkenna nokkru sinni að hafa haft rangt fyrir sér.“ „Þau eru best, Arnþrúður og Pétur, því þau eru rödd hins ís- lenska ofstopamanns sem hefur lítið lært í lífsleikni og skammast sín ekkert fyrir það.“ „Fólk á það til að setja sig í svo hátíðlegar stellingar þegar það sest við hljóðnemann en Arn- þrúður og Pétur eru laus við allt slíkt þannig að oft skapast hjá þeim frjálsleg stemning og við- mælendur leyfa sér að láta miklu meira flakka en þeir myndu til dæmis gera í Vikulokunum á Rás 1. Þau eru samt voðalega æst oft og skoðanavillt en það er hluti af því sem gerir þau svo skemmti- leg.“ Pétur Gunnlaugsson er annar helmingur næst besta útvarpsdúetsins en hinn helmingurinn, Arnþrúður Karlsdóttir, baðst undan myndatöku. 3 Andri Freyr og Guðrún Dís „Þau geta þetta alveg – ekkert meira en það – en það er bara þannig að það eru engir góðir útvarpsdúettar lengur og auð- velt að skara fram úr, svipað og að verða viðskiptamaður árs- ins á Íslandi, nóg að hafa ekki drullað alla leið upp á bak.“ „Gamalt fólk myndi segja ferskur andvari yfir öldum ljós- vakans. Ég segi loksins!“ 4 Torfi rakari og Valdi bóksali „Torfi og Ljóða-Valdi. Þeir eru á Sögu og milli þeirra hefur myndast einhver alveg einstök kemestría sem er nauðsynleg þegar gott radíópar er annars vegar. Nánast eins og óvart. Þeir eru að skensa hvor annan góðlátlega, þannig að þetta getur orðið vírað, en gagnkvæm væntumþykjan fer þó ekki fram hjá útvarpshlustendum.“ „Valdi er fornbókasali og hefur einhverja bestu útvarpsrödd sem heyrst hefur lengi. Athuga- semdir hans eru oft á heims- mælikvarða. Saman renna þeir Torfi í efnablöndu sem sjaldgæf er í útvarpi og unun er á að hlýða. Allt gerist þetta alveg óvart – held ég.“ 5 Margrét Marteins og Freyr Eyjólfs – Morgunútvarp Rásar 2 „Mér finnst góð blanda að hafa einn fréttamann og svo dag- skrárgerðarmann í parinu, þetta virkar vel. Margrét er alvörugefnari og fréttatengdari hlutinn, Freyr er léttlyndari aðilinn en er þó fullfær um að taka á alvörumálum. Þessi blanda virkaði líka vel þegar Sólveig Bergmann var með Heimi í Bítinu um tíma þótt þau Kolla og Heimir séu líka fín saman.“ „Margrét hefur fína útvarps- rödd og þótt ólíkindatólið og eftirherman Freyr geti beitt fyr- ir sig ýmsum raddbrigðum er hans eigin rödd ljómandi góð. Einn af aðalkostum þáttarins er fasta, utanaðkomandi fólkið sem kemur inn með sínar skoð- anir vikulega.“ Tilgerðarleysi og óheflað orðbragð heilla Margrét Blöndal og Felix Bergsson – Bergsson&Blöndal „Fjölbreyttur og skemmtilegur helgar- þáttur sem ég hlusta á þegar ég vakna fyrir hádegi á laugardögum. Þau Margrét Blöndal og Felix Bergsson eru fínt par; Margrét er reyndar góð með öllum, frábær útvarpskona.“ Jón Ormur Halldórsson og Ævar Kjartansson – Landið sem rís „Langbesta útvarpsparið um þessar mundir eru Jón Ormur Halldórsson og Ævar Kjartansson í þættinum „Landið sem rís“ á sunnudagsmorgnum á Rás 1. Þeir fá til sín gest í hverjum þætti og þeim tekst á snilldar- legan hátt að gera spjallið áhugavert og skemmtilegt, spyrja réttu spurninganna og fá sem mest út úr viðmælendum sínum auk þess að leggja sjálfir til mál- anna viskukorn. Jón Ormur og Ævar hafa einstaklega áheyrilegar útvarpsraddir og skýra framsögn. Fáir útvarpsþættir eru alltaf góðir – en þessi er það.“ Heimir Karlsson og Kolbrún Björnsdóttir – Ísland í bítið „Þau eru búin að vera svo lengi saman með þátt- inn að þau ganga alveg í takt. Þau þekkja skoðanir hvort annars, eru ekki endilega alltaf sammála en virða það. Verst finnst mér þegar einkahúmorinn kemur upp – sem að minnsta kosti ég skil ekki. Þetta gerist öðru hvoru. Heimir og Kolla mættu nota miklu meira það sem ég nefni sem kost hjá Rás 2 – að fá utanaðkomandi fólk með fasta pistla eða heimsóknir vikulega – ekki pólitíkusa til að þrasa. Það myndi fríska verulega upp á þáttinn.“ Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson – Simmi og Jói „Styrkur þeirra liggur í því að þeir ofmeta sig ekki sem grínista, eins og er svo algengt, og hafa vit á því að leggja vinnu í sína þætti. Landlægur mis- skilningur er að menn geti bara verið með einhvern óundirbúinn spuna sem oftar en ekki mis- tekst – þeir bestu undirbúa sig og vita hvert þeir eru að fara.“ Einnig nefnd: Pörin í tveimur efstu sætunum eru ekki síst þekkt fyrir óhefl- að orðbragð og að liggja ekki á skoðunum sínum Besta útvarp s- parið Þegar tveir einstaklingar ná vel saman við hljóðnemann í útvarpsstúdíói getur myndast stemning sem dáleiðir hlustendur þannig að þeir geta ekki slitið sig frá viðtækjunum og verða háðir þáttum þar sem góð útvarpspör berast áreynslulaust með öldum ljósvakans ýmist í góðu gríni, grjóthörðum skoðanaskiptum, samfélagsrýni, notalegu spjalli um heima og geima, allt eða ekkert. Fréttatíminn lagðist í leit að besta útvarpspari landsins með aðstoð hlustenda úr ýmsum áttum. F jölmörg út- varpspör hafa slegið í gegn og orðið ómiss- andi þáttur í lífi ákveðinna hlustenda sem stundum gátu ekki á sér heilum tekið þegar þættir átrúnaðargoðanna hættu. Tvíhöfði þeirra Sigurjóns Kjartanssonar og Jóns Gnarr er nærtækt dæmi um þetta en sumir tala enn um „Tvíhöfðann sinn“ þegar þeir minnast góðra stunda við út- varpstækin. Áður en Tvíhöfði kom til sögunnar ruddu kátu piltarnir úr Hafnarfirði, þeir Steinn Ármann Magnús- son, Davíð Þór Jónsson og Jakob Bjarnar Grétars- son, brautina fyrir gáfulegt útvarpsgrín og voru um leið ákveðið andsvar við innan- tómum þáttum Jóns Axels Ólafssonar og Gunnlaugs Helgasonar, Tveir með öllu, sem nutu lengi vel fádæma vinsælda á Bylgjunni. Davíð og Steinn tóku flugið í Radíus, Jakob og Davíð tóku svo góðan sprett með Górill- unni og síðar héldu Steinn og Jakob uppteknum hætti með King Kong. Pétur Jóhann Sigfússon og Doddi litli voru hressir í þættinum Ding Dong nokkru síðar en það útvarpspar sem mestur sjónarsviptir hefur orðið að nýlega eru þeir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur og Sigurður G. Tómasson en föstudagsþættir þeirra á Útvarpi Sögu urðu mörgum harmdauði þegar útvarps- stýran Arnþrúður Karls- dóttir leysti samstarfið upp. Fréttatíminn fékk nokkra útvarpshlustendur til að renna yfir sviðið og tilnefna bestu pörin sem tala í útvarp um þessar mundir. Pörin í tveimur efstu sætunum eru ekki síst þekkt fyrir óheflað orðbragð og að liggja ekki á skoðunum sínum þannig að á þessum tímum upplausnar og óöryggis í samfélaginu virðist dómharka og sóða- legur munnsöfnuður eiga greiða leið að eyrum fólks. Síðan er alltað spurning á hvaða forsendum fólk hlustar og hvort það hlær með eða að þeim sem láta móðan mása í míkrófóninn. 26 útvarp Helgin 8.-10. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.