Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.04.2011, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 08.04.2011, Blaðsíða 62
62 tíska Helgin 8.-10. apríl 2011 tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Þetta reynir á þolin- mæðina Ég hef litla sem enga þolinmæði í að bíða eftir vinkonum mínum þegar þær eru að hafa sig til. Ég myndi líklega hafa hana ef ég skildi þetta ferli almennilega. Í mínum huga er það ósköp einfalt: Klæða sig í föt, greiða sér og – út, út, út! Þannig skil ég þetta best á venjulegum degi. Nýti jafnvel tímann við stýrið; hendi á mig maskara, set á mig pínu eplakinnar og leyfi mér að vera stórhættuleg í umferðinni – bara í þetta eina skipti. En því miður er „að hafa sig til“-ferlið ekki svona einfalt hjá flestum kynsystrum mínum. Ég hef orðið vitni af alls konar að- ferðum og er reynslubankinn minn í þeim efnum orðinn ansi pakkaður. Að þurfa að bíða eftir einhverri vinkonu vegna þess að þriðja umferðin af maskaranum á enn eftir að þorna, reynir heldur betur á þolinmæðina. Og ég skil ekki hvers vegna þolinmæði mín hefur ekki aukist með árunum. Ég segi samt ekki að ég sé eitthvert frávik, finnist tilgangslaust að hafa mig til eða þurfi þess ekki. Mér finnst nefnilega rosalega gaman að hafa mig til fyrir við- burði og vera þá í kjölfarið betur tilhöfð en aðra daga. Öðruvísi og fínni. Lítið sport í því að líta nákvæmlega eins út alla daga. Með sama make–upið, í sömu fötunum en í öðruvísi umhverfi. Hannar skartgripi í góðgerðarskyni Tískudrósin Rachel Bilson, sem oft er sögð vera best klædda kona heims, er gengin til liðs við skart- gripamerkið JewelMint. Það er í eigu leikkonunnar Kate Boswirh og er Rachel farin að hanna eyrnalokka- línu fyrir merkið og mun meirihluti ágóðans renna til góðgerðarsamtaka. Sjálf sér hún um auglýsingaher- ferð línunnar og situr fyrir með demantana í eyrunum. Hönnuðir afhjúpa leyndarmál sín Þýski tískuhönnuðurinn Diane von Fürstenberg situr við skriftir á sinni fyrstu bók, American Fas- hion Travel, Designer of the Go. Bókinni ritstýrir Diane og skrifar hana að mestu leyti, en hefur fengið þekktari hönnuði á borð við Tommy Hilfiger og Donnu Karan til að deila með lesendum ýmsum leyndarmálum, myndum og upplifunum. Hönnuðirnir af- hjúpa ýmis leyndarmál sem segja til um hvar tækifæri innan tísku- iðnaðarins leynast. Bókin kemur út 15. maí og mun kosta 45 dollara. Hægt verður að nálgast þessa bók á netinu. Lakkið sem brotnar Aldrei hefur riðið yfir jafnmikið naglalakksæði og akkúrat núna. Shatter black-naglalakkið frá OPI hefur selst upp hér á landi á aðeins nokkrum dögum. Hvert mannsbarn sem hefur gaman af því að lakka á sér neglurnar dreymir um að eignast eitt slíkt. Lakkið er svart á litinn og það sem gerir það frábrugðið öðru naglalakki er að það brotnar og myndar flott mynstur á nöglunum. Hægt er að lakka neglurnar með öðrum lit undir sem myndar flotta áferð. Söngkonan Katy Perry er þekkt fyrir að nota Shatter Black og hefur auglýst það mikið fyrir fyrirtækið. Miðvikudagur Skór: Einstakar ostakökur Buxur: Farmers Market Skyrta: Geysir Sokkar: Geysir Ullarpeysa: Bolvísk framleiðsla Mánudagur Skyrta: Geysir Buxur & axlabönd: Geysir Skór: Einstakar ostakökur Fimmtudagur Buxur: Farmers Market Skór: Kron Kron Peysa: Christian Dior Skyrta: Sævar Karl Bindi: Spúútnik Sunnudagur Skór: Kron Kron Buxur: Samsö og Samsö Skyrta: Anderson og Lauth Kragi: Íslensk hönnun Föstudagur Skór: Kron Kron Buxur: Topman Skyrta: Liborius Belti: GK Vesti: Second Hand í Svíþjóð Pétur Georg Markan er 30 ára nemi sem stundar nám í guðfræði við Háskóla Íslands og starfar þar einnig sem verkefnastjóri á markaðs- og samskiptasviði. Einnig spilar hann fótbolta með Víkingi. Fatastíllinn minn er samofinn manneskjunni sem notast við hann daglega. Hann er því vályndur eins og íslenska veðráttan, dyntóttur eins og íslenska ærin og síbreytilegur eins og íslenska náttúran. Ég er með skæðan valkvíða þegar kemur að því að velja föt, sem oft endar á kaupum á sömu flíkinni en þó í mismunandi lit. Þessi hegðun getur verið æði kostnaðarsöm og plássfrek fyrir fataauðugan mann. Kátur er klæddur maður 5 dagar dress
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.