Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.04.2011, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 08.04.2011, Blaðsíða 50
 MatartíMinn Eru skólaMötunEytin að drEpa börnin okkar? Þ egar við setjum saman námskrá í íslensku reynum við að efla með börnunum málskilning og hæfni til að beita málinu. Og við höldum að þeim því besta sem skrifað hefur verið á íslenska tungu. Þetta er markmiðið í kennslu- stundinni. Þegar kemur að há- degishléi fara börnin í mötuneytið að borða. Þar virðist markmiðið vera allt annað. Þar er ekki það besta í boði – og varla það næst- besta heldur. Þar sem verðið fyrir matinn er gjald fyrir opinbera þjónustu, og þar með pólitískt mál, er því haldið svo lágu að mjög erfitt er fyrir skólana að bjóða upp á góðan mat. Þótt vissulega sé hægt að útbúa frábæra máltíð fyrir lítinn pening, endurtekur það enginn fimm daga í viku allan ársins hring. Á endanum þurfum við að greiða fyrir gæði í mat eins og öðru. Niðurstaðan er því miður sú að þótt börnin fái að kynnast Njálu og Laxness í íslenskutímum er lítið annað en Ísfólkið og Morgan Kane í matinn. Það almenna er ekki nógu gott fyrir börnin Að hluta til virðist þetta byggt á hugsanaskekkju. Þegar litið er yfir matseðla skólanna og þeir bornir saman við hillur stórmark- aðanna má halda því fram að það sem skólarnir bjóða upp á sé ekki verra en gengur og gerist á heim- ilum landsins. Skólarnir virðast telja í lagi að nota svona mæli- kvarða á matinn þótt þeim dytti ekki í hug að nota hann í íslensku- námi. Þar er krökkunum ekki kennt að lesa Séð & heyrt, nýjustu sjálfshjálparbækurnar eða krimm- ana. Íslenskukennarar veigra sér ekki við að halda að krökkunum lesefni sem er líkara því sem þau tíu prósent landsmanna nota sem mest og best lesa. Hvers vegna skyldi ekki sama gilda um matinn? Matarlæsi mikilvægara en fjármálalæsi Undanfarna alltof marga mán- uði hefur mikið verið rætt um nauðsyn þess að kenna börnum og ungmennum fjármálalæsi. Menn segja ófært að skólarnir skili börn- unum út í lífið ólæsum á vexti og verðbætur, áhættu og skuldasöfn- un. Þegar hádegismaturinn var fluttur frá heimilunum til skólanna gafst þeim frábært tækifæri til að kenna börnunum matarlæsi. Og það er enginn vafi á að vanhæfni í að meta hvaða matur er boðlegur og hver nánast óhæfur, skaðar fjöl- skyldurnar í landinu ekki minna en ólæsi á peninga og Visa-kort. Það er jafn erfitt fyrir fólk að ætla að stauta sig í gegnum inni- haldslýsingar og gylliboð á um- búðunum úti í búð og í bankanum. Mötuneytin eru tækifæri Áherslur í skólastarfi hafa að flestra mati þróast um of í átt til bóknáms og þekkingar. Kunnátta, hæfni, leikni og geta hafa fallið í skuggann. Háskólarnir unga út fólki sem veit voða margt en getur kannski fátt annað en setið á fundi og rætt málin. Á sama tíma hrörnar iðnnám og annað starfs- nám. Það þykir ekki lengur fínt í ráðstefnuheimum og krakkarnir sækjast ekki eftir því. Þegar skólarnir drógu til sín jafn umfangsmikla framleiðslu og skólamötuneytin skapaðist tækifæri til að vega upp á móti þessu. Eldhúsin og mötuneytin eru frábært tækifæri til að kenna börnum leikni og hæfni í að búa til og borða mat – nokkuð sem þau munu þurfa að gera þrisvar á dag svo lengi sem þau lifa. Ekkert markmið án leiðar  Góður Málstaður duGar Ekki  skólaMáltíðir Hvað Er í Matinn í daG, föstudaGinn 8. apríl? Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson matur@frettatiminn.is 50 matur Til að gefa snögga mynd af skóla- máltíðum í Reykjavík þá verður þetta í matinn í hádeginu í dag: Sjö skólar bjóða upp á einhverja útgáfu af skyri: Skyr og brauð (Álftamýrarskóli og Réttarholts- skóli), skyr með rjómablandi (Seljaskóli), skyr með rjómablandi og ávextir (Ingunnarskóli), hrært skyr og ávöxtur (Árbæjarskóli), heimalagað skyr ásamt brauði með osti, ávextir (Hvassaleitisskóli) og skyr, flatkökur með hangiáleggi og skonsur með osti (Grandaskóli). Grautur og slátur er á borðum í fimm skólum: Grjónagrautur og lifrarpylsa (Ölduselsskóli), grjóna- grautur með lifrarpylsu og blóðmör (Borgarskóli), grjónagrautur, slátur og ávöxtur (Melaskóli), hrís- grjónagrautur og slátur, ávöxtur (Korpuskóli) og mjólkurgrautur og slátur (Selásskóli). Í fimm skólum er súpa: Blaðlauks- súpa og brauð (Hagaskóli), grænmetissúpa og brauð (Brúar- skóli), súpa, heimabakað brauð, grænmeti og ávextir (Háteigsskóli), grænmetissúpa með brauðbollum og ávöxtur (Húsaskóli) og mexikósk tortillasúpa (Langholtsskóli). Aðeins tveir skólar bjóða upp á fisk í dag: Plokkfiskur og salat (Safamýrarskóli) og soðin ýsa með rúgbrauði, soðnum rófum og gulrótum (Vogaskóli). Kjötréttir eru í þrettán skólum: Grísasneið með kartöflum, salati og brúnni sósu (Fossvogsskóli, Öskjuhlíðarskóli, Sæmundarskóli og Norðlingaskóli), sveitabuff, brún sósa, kartöflur, rauðkál, grænar baunir og ávöxtur (Breiðholtsskóli), hamborgarhryggur (Foldaskóli), gúllas með kartöflumús (Engja- skóli), svikinn héri, soðnar kartöflur, rauðkál, brún heimalöguð sósa og ferskir ávextir (Vesturbæjar- skóli), kjötbúðingur og kartöflumús (Hamraskóli), sænskar kjötbollur, kartöflumús og meðlæti (Breiða- gerðisskóli), sænskar kjötbollur og kartöflumús (Laugarnes- skóli), ofnsteiktur kjúklingur með fersku salati, kartöflum og sósu (Austurbæjarskóli) og ofnsteiktur kjúklingur með kartöflubátum og AB-kokteilsósu (Askja, barnaskóli Hjallastefnunnar). Það er pasta í fjórum skólum: Kjúklinganúðlur með fersku græn- meti (Fellaskóli), hakk, spaghettí og brauð (Hlíðaskóli), pylsupasta, ostasósa og salat (Klébergsskóli) og pasta (Hólabrekkuskóli). Eitthvað sem kallast má skyndi­ biti í átta skólum: Píta með hakki og fersku grænmeti (Ártúnsskóli), hamborgari og franskar (Suður- hlíðarskóli), Chillí í tortillu ásamt jöklasalati, sýrðum rjóma og rifnum osti (Landakotsskóli og Skóli Ísaks Jónssonar), pizza/pasta (Lauga- lækjarskóli), pizza með skinku (Rimaskóli), pizza, ávextir (Víkur- skóli) og pitsa með hvítlauksolíu (Waldorfskólinn Sólstafir). Og loks verður einn skóli með eggjaköku með kartöflum, skinku og brauði (Dalskóli). Það er rétt að benda fólki á að svona þverskurður í gegnum eitt hádegi gefur ekkert tilefni til samanburðar milli skóla. Eins er rétt að vara fólk við því að það sem hljómar vel á matseðli getur verið óspennandi á diski og það sem hljómar ómerkilega í eyra getur verið himneskt á tungu. Stofnanavæddur hádegismatur Tveir fiskar en átta skyndibitar Það er margreynt í allri baráttu að það dugar ekki að hafa góðan mál- stað. Þú verður líka að finna færa leið að markinu. Snilld Martins Luthers King var að ræða drauma sína og hjálpa með því svörtum jafnt sem hvítum Bandaríkja- mönnum að lyfta sér upp yfir syndir for- tíðar og deilur nútíðar. Þessi leið Kings gerði Bandaríkjamönnum fært að snúa við blaðinu. Bandaríkin standa ekki lengur Evrópu langt að baki í jafnrétti kynþátta heldur eru gömlu heimsálfunni langtum fremri. Mál- staður Kings var ekki betri en þúsunda annarra sem börðust fyrir réttindum svartra. Lausn hans bar hins vegar af. Gandhi var að sama skapi ekki einn um að berjast fyrir sjálfstæði Indlands. Honum tókst hins vegar að sameina ólíka hópa með því að hoppa yfir það sem sundraði fólk og rekja mátti til áhrifa nýlendu- tímans. Hann sveipaði um sig dulu í stað þess að kaupa föt saumuð í Birmingham úr indverskri ull. Hann vann sitt eigið salt í stað þess að kaupa það af einokunarkaupmönn- um. Með einföldum vísunum ræktaði hann kjark landa sinna til að standa á eigin fótum og benti á það sem gat sameinað þá fremur en sundrað. Þegar Carlo Petrini stóð í hópi miðaldra kommúnista og gáfumanna fyrir utan McDonald’s við endann á Spænsku tröppunum í Róm, átt- aði hann sig á að barátta þeirra var töpuð. Það er vonlaust að vinna McDonald’s með því að benda á hvað sé að McDonald’s. Og í raun er sú barátta einskis virði nema þú getir útskýrt hvað maður er sjálfur. Petrini fór heim og reyndi að skilgreina hvað hefðbundin ítölsk matarmenning væri. Hann komst að því að hún var staðbundin, árstíðarbundin, sanngjörn gagnvart fram- leiðendum jafnt sem neyt- endum og bæði góð á bragðið og holl fyrir líkama og sál. Það vill svo til að McDonald’s er ekkert af þessu en eftir að Petrini skilgreindi undirstöður hefðbundinnar matar- menningar – og kallaði slow food til heiðurs McDonald’s og þess konar fast food – var ástæðulaust að minn- ast frekar á hamborgarakeðjuna. Þessi hugljómun Petrinis hefur haft víðtæk áhrif úti um allan heim og það er langt í frá að það sjái fyrir end- ann á þeim. Í anda þessa viljum við hvetja fólk til að draga fram og ræða bestu matarmenninguna í íslenskum skólum. Það er auðveldara að elta hana uppi en hlaupa undan því sem er vont, illt og heimskt. Þess vegna viljum við biðja ykkur um að senda okkur ábendingar um það sem vel er gert í skólamötuneytum landsins. Netfangið er matur@frettatiminn.is Flutningur hádegismatarins frá heimilum til skólanna er menningarleg straumhvörf. Í þeim felast miklar hættur og augljós víti til varnaðar. En þessar breytingar geta líka skapað frábær tækifæri. Matur Helgin 8.-10. apríl 2011 Martin Luther King sameinaði baráttuna með því að horfa fram. Gandhi sameinaði baráttuna með því að horfa aftur. Carlo Petrini forðaði baráttunni frá endalausum skilgreiningum á óvininum. Jamie Oliver reynir í þáttaröð sinni á Stöð 2 að sannfæra grunnskólanemendur og foreldra í Huntington um að ferskur matur sé jafnvel betri en mikið unninn, sætur og saltaður. Eins og í mörgu öðru er viðkemur mat eru Japanar ljósárum á undan okkur þegar kemur að hádegismat barnanna. Hið hefðbundna Bento box, nestisbox sem heldur utan um nesti og hádegismat barna og fullorðinna, byggist á fjöl- breyttum mat þar sem litir, næring og bragð eru í fullkomnu jafnvægi. Og við erum ekki að nálgast Japana. Við erum frekar á hinni leiðinni, á eftir Banda- ríkjamönnum þar sem mál- tíðirnar er fyrir löngu hættar að bragðast eða líta út eins og matur. Ljós- myndir/Nordic Photos/Getty Images CINTAMANI WWW.CINTAMANI.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.