Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.04.2011, Síða 63

Fréttatíminn - 08.04.2011, Síða 63
Helgin 8.-10. apríl 2011 tíska 63 Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is vertu vinur á facebook Erum fluttar í Skeifuna 8 Alltaf eitthvað nýtt og spennandi Fatalína fyrir góðan málstað Það eru góðar fréttir fyrir íslensku kaupalkana að verslunin H&M sé að senda frá sér nýja og öðruvísi fatalínu. Mikil herferð fyrir línuna hefur verið sett af stað með frægum leikurum á borð við Selmu Blair, Penn Badg- ley og Ginnifer Goodwin sem gáfu vinnu sína. Fatnaðurinn var hannaður fyrir bæði kynin og munu 25 prósent af ágóðanum renna til stuðnings samtaka sem berjast gegn AIDS og HIV. Þetta er flottur fatnaður; samfestingar, peysur og útiklæðnaður, öðruvísi en sést hefur hjá fyrirtækinu. Vörurnar munu koma í verslanir H&M 26. apríl næstkomandi. Kremkinnalitur kominn til að vera Nú er kremkinnaliturinn að gera allt vitlaust í snyrtivöru- bransanum þessa dagana og kemur í staðinn fyrir allt annað. Hann gefur húðinni mikinn glans, meira líf og flottari áferð en kinnalitspúðrið sem við höfum lengi vel notað. Flest snyrtivörumerki hafa áttað sig og eru með sína útgáfu af kinnalitnum og hægt er að velja milli ýmissa góðra merkja. Litirnir frá Mac hafa selst gríðarlega vel og eru greinilega komnir til að vera. Þeir seljast nú mun betur en gamla góða púðrið. Ekkert annað en ytra útlit Hönnuðurinn Ted Sout- hern, sem er heilinn á bak við Victoria’s Secret-fatnað- inn, fer ekki leynt með skoð- anir sínar á fyrirsætunum hjá Victoria’s Secret. Hann segir miserfitt að vinna með ofurfyrirsætunum; sumar séu meiri prímadonnur en aðrar. Gisele Bundchen, sem er eftirsóttasta fyrir- sæta heims um þessar mund- ir, er að hans sögn mjög erfiður samstarfsfélagi, sem gerir lítið annað en að blóta, rífast og öskra. Það segir kannski mikið til um hvað þessi bransi er lítið annað en ytra útlit. Aðra sögu er hins vegar að segja um engilinn Heidi Klum, sem er lífleg, sveigjanleg og vingjarnleg við alla.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.