Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.04.2011, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 08.04.2011, Blaðsíða 6
www.skjargolf.is GOLFKORTIÐ VEITIR 40% AFSLÁTT AF GOLFVÖLLUM UMHVERFIS ÍSLAND AUK ANNARRA GLÆSILEGRA FRÍÐINDA TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT STRAX! Ég vil ekki tjá mig um það núna. Ég hef ekkert sérstaklega verið að leita mér að starfi en það hafa ýmsir komið að máli við mig og rætt þetta. Hóflegur hagvöxtur Nýbirt hagspá Hagstofunnar er á svipuðum nótum og nýlegar spár Seðlabankans og ASÍ hvað varðar sýn á hagþróun næstu misserin. Í öllum þessum spám er gert ráð fyrir hóflegum hagvexti í ár og næstu ár eftir tveggja ára samdráttarskeið þar sem landsframleiðsla hefur minnkað um 10% að raun- virði. Hagstofan spáir 2,3% hagvexti þetta árið og 2,8% vexti að jafnaði næstu fjögur árin. Er stofnun- in því ögn svartsýnni á hagþróun til skemmri tíma litið en hinar framangreindu spárnar. Spá ASÍ frá því í mars hljóðar upp á 2,5% vöxt í ár og spá Seðla- bankans frá febrúar gerir ráð fyrir 2,8% vexti. Líkt og aðrar nýlegar spár gerir spá Hagstofu ráð fyrir að vöxtur einkaneyslu, atvinnuvegafjárfestingar og fjárfestingar í íbúðarhúsnæði dragi vagninn hvað hagvöxt varðar í ár og næsta ár. -jh 2,3% Spá um Hagvöxt Hagstofa Íslands V ilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, er orðaður við forstjórastöðu yfir hjúkrunarheimilunum Eir og Skjóli í Reykjavík, samkvæmt heimildum Fréttatímans. Forstjórinn Sigurður H. Guðmundsson lætur af störfum um mánaðamótin. Vilhjálmur hefur verið stjórnarformaður Eirar um árabil. Sjálfur vill Vilhjálmur gera sem minnst úr meint- um áhuga á starfinu. „Ég vil ekki tjá mig um það núna. Ég hef ekkert sérstaklega verið að leita mér að starfi en það hafa ýmsir komið að máli við mig og rætt þetta. Þessi mál hafa ekkert verið rædd í ný- kjörinni stjórn Eirar eða stjórn Skjóls og ég tel því ekki viðeigandi að ég sé á þessu stigi að tjá mig um málið. En þær stjórnir eiga eftir að ræða ráðningar- mál nýs forstjóra og á hvern hátt staðið verði að því máli,“ segir Vilhjálmur. „Þegar kemur að fastráðn- ingu í starfið verður það auglýst,“ bætir hann við. Aðspurður vill Vilhjálmur ekki útiloka að hann hafi áhuga á starfinu en segist lengi hafa haft áhuga á málefnum aldraðra og bendir á að hann hafi nýlega verið kjörinn í stjórn Félags eldri borgara. Samkvæmt heimildum blaðsins eru áhyggjur af því innan borgarstjórnar að ráðið verði tímabundið í starf forstjóra hjúkrunarheimilanna án þess að staðan verði auglýst. Til að bregðast við því var fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn Eirar því nýlega fjölgað um einn, en stjórnin ræður forstjórann. Á sínum tíma var Vilhjálmur gagnrýndur harðlega af pólitískum andstæðingum fyrir að sitja beggja vegna borðsins þegar Reykjavíkurborg undirritaði viljayfirlýsingu við Eir um byggingu þjónustu- og menningarmiðstöðvar. Vilhjálmur var þá borgar- stjóri og stjórnarformaður Eirar og sagði sig frá samningsgerðinni eftir gagnrýni minnihlutans á aðkomu hans að málinu. thora@frettatiminn.is  Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson áhugamaður um málefni eldri borgara Orðaður við for- stjórastöðu hjúkr- unarheimila vilhjálmur Þ. vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri og stjórnar­ formaður Eirar um árabil, vill gera sem minnst úr meintum áhuga sínum. vilhjálmur Þ. vilhjálmsson stóð í stórræðum í tengslum við Eir á borgarstjóraárum sínum. Lj ós m yn d/ H ar i Helgin 8.­10. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.