Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.04.2011, Síða 6

Fréttatíminn - 08.04.2011, Síða 6
www.skjargolf.is GOLFKORTIÐ VEITIR 40% AFSLÁTT AF GOLFVÖLLUM UMHVERFIS ÍSLAND AUK ANNARRA GLÆSILEGRA FRÍÐINDA TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT STRAX! Ég vil ekki tjá mig um það núna. Ég hef ekkert sérstaklega verið að leita mér að starfi en það hafa ýmsir komið að máli við mig og rætt þetta. Hóflegur hagvöxtur Nýbirt hagspá Hagstofunnar er á svipuðum nótum og nýlegar spár Seðlabankans og ASÍ hvað varðar sýn á hagþróun næstu misserin. Í öllum þessum spám er gert ráð fyrir hóflegum hagvexti í ár og næstu ár eftir tveggja ára samdráttarskeið þar sem landsframleiðsla hefur minnkað um 10% að raun- virði. Hagstofan spáir 2,3% hagvexti þetta árið og 2,8% vexti að jafnaði næstu fjögur árin. Er stofnun- in því ögn svartsýnni á hagþróun til skemmri tíma litið en hinar framangreindu spárnar. Spá ASÍ frá því í mars hljóðar upp á 2,5% vöxt í ár og spá Seðla- bankans frá febrúar gerir ráð fyrir 2,8% vexti. Líkt og aðrar nýlegar spár gerir spá Hagstofu ráð fyrir að vöxtur einkaneyslu, atvinnuvegafjárfestingar og fjárfestingar í íbúðarhúsnæði dragi vagninn hvað hagvöxt varðar í ár og næsta ár. -jh 2,3% Spá um Hagvöxt Hagstofa Íslands V ilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, er orðaður við forstjórastöðu yfir hjúkrunarheimilunum Eir og Skjóli í Reykjavík, samkvæmt heimildum Fréttatímans. Forstjórinn Sigurður H. Guðmundsson lætur af störfum um mánaðamótin. Vilhjálmur hefur verið stjórnarformaður Eirar um árabil. Sjálfur vill Vilhjálmur gera sem minnst úr meint- um áhuga á starfinu. „Ég vil ekki tjá mig um það núna. Ég hef ekkert sérstaklega verið að leita mér að starfi en það hafa ýmsir komið að máli við mig og rætt þetta. Þessi mál hafa ekkert verið rædd í ný- kjörinni stjórn Eirar eða stjórn Skjóls og ég tel því ekki viðeigandi að ég sé á þessu stigi að tjá mig um málið. En þær stjórnir eiga eftir að ræða ráðningar- mál nýs forstjóra og á hvern hátt staðið verði að því máli,“ segir Vilhjálmur. „Þegar kemur að fastráðn- ingu í starfið verður það auglýst,“ bætir hann við. Aðspurður vill Vilhjálmur ekki útiloka að hann hafi áhuga á starfinu en segist lengi hafa haft áhuga á málefnum aldraðra og bendir á að hann hafi nýlega verið kjörinn í stjórn Félags eldri borgara. Samkvæmt heimildum blaðsins eru áhyggjur af því innan borgarstjórnar að ráðið verði tímabundið í starf forstjóra hjúkrunarheimilanna án þess að staðan verði auglýst. Til að bregðast við því var fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn Eirar því nýlega fjölgað um einn, en stjórnin ræður forstjórann. Á sínum tíma var Vilhjálmur gagnrýndur harðlega af pólitískum andstæðingum fyrir að sitja beggja vegna borðsins þegar Reykjavíkurborg undirritaði viljayfirlýsingu við Eir um byggingu þjónustu- og menningarmiðstöðvar. Vilhjálmur var þá borgar- stjóri og stjórnarformaður Eirar og sagði sig frá samningsgerðinni eftir gagnrýni minnihlutans á aðkomu hans að málinu. thora@frettatiminn.is  Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson áhugamaður um málefni eldri borgara Orðaður við for- stjórastöðu hjúkr- unarheimila vilhjálmur Þ. vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri og stjórnar­ formaður Eirar um árabil, vill gera sem minnst úr meintum áhuga sínum. vilhjálmur Þ. vilhjálmsson stóð í stórræðum í tengslum við Eir á borgarstjóraárum sínum. Lj ós m yn d/ H ar i Helgin 8.­10. apríl 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.