Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.04.2011, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 08.04.2011, Blaðsíða 68
68 dægurmál Helgin 8.-10. apríl 2011 Rokkarinn Jakob er sendur í raf- magnslausa sveitina Stútfullur af skemmtilegu efni – Góða helgi F ljúgandi uglur, rennibraut úr loftinu, risavaxinn gosbrunnur og hrífandi útivistarflíkur. Svona hljómar lýsingin á nýjustu Cintamani-versluninni sem opnuð verður í dag, 8. apríl, með pomp og prakt. Boðið verður upp á líflegar veitingar milli kl. fimm og átta, plötusnúður í klakaboxi mun spila ljúfa tóna og fleiri óvæntar uppákomur verða í boði. „Þetta er sannkallaður ævintýraheimur sem við höfum skapað okkur hér,” segir Dagný Guðmundsdóttir, rekstrarstjóri Cintamani. „Við fengum hjálp frá Íslensku auglýsingastofunni og arkitektinum Frey Frostasyni til þess að skapa þennan dásamlega ævintýraheim. Einnig fengum við frábæra listamenn til liðs við okkur sem hafa skapað líflegt andrúmsloft með stórum og vígalegum listaverkum á veggjunum. Fyrir krakkana höfum við komið upp öflugu leikherbergi. Fatahönnuðurinn Steinunn Sigurðar- dóttir, sem þekktust er fyrir hönnun sína hjá Ralph Lauren, Calvin Klein og Gucci, er yfirhönnuður nýjustu línu Cintamani og sér einnig um útlit fyrirtækisins. „Steinunn sér til þess að allt passi saman. Hún er yfir- hönnuður hjá okkur og hefur yfirsýn yfir þær vörur sem við seljum. Um leið og nýja verslunin verður opnuð kemur vorlína Cintamani á markað, en Steinunn kemur ekkert að hönnun hennar. Hún er á fullu að hanna 2012-línuna sem kemur eftir sumarið. Einnig verður þarna flott skódeild, fullt af nýjum merkjum í skóm sem henta fyrir íslenskar aðstæður. Fyrir þær sem ekki geta hamið sig verður rennibraut úr kvenfatadeildinni niður í skódeildina.“  cintamani Opnar í Bankastræti Dásamlegur ævintýraheimur Útivistarmerkið Cintamani opnar 800 fermetra verslun í Bankastræti þar sem Sævar Karl hélt sig síðustu áratugina. Dagný, rekstrar- stjóri Cintamani, í miðjum fram- kvæmdum. Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld, föstudagskvöld, Bjart með köflum, nýtt verk eftir leikskáldið vin- sæla Ólaf Hauk Símonarson. Verkið á sér stað árið 1968. Rokkarinn Jakob er sendur í rafmagns- lausa sveitina með gítarinn og verður fljótlega miðpunkturinn í fornum fjandskap á milli bæja í sveitinni þar sem ástin kraumar og heiftin ólgar. Í Bjart með köflum fæst Ólafur Haukur við andstæðurnar og öfgarnar í Íslendingum og sam- band þeirra við landið, við undirleik tónlistar frá ofanverðum sjöunda áratugnum. Ólafur Haukur hefur skrifað mörg leikrit sem átt hafa einstökum vinsældum að fagna í Þjóð- leikhúsinu á síðustu áratugum og má þar nefna Gauragang, Þrek og tár, Hafið, Græna landið og Bílaverkstæði Badda. Þórhallur Sigurðsson hefur sett öll þessi verk á svið og hann leikstýrir einnig þessu nýja verki. Ólafur Haukur aftur á fjalirnar Hlutirnir gerast þegar rokkarinn úr bænum hittir fyrir fólk sem yrkir landið og sækir sjóinn að hætti for- feðranna. Danslilja Fyrsta veggmyndin í stíl geómetrískrar abstraktlistar Listagallerí og kaffihús Þ að hefur ekki farið hátt en í hjarta aðalstöðva Arion banka við Borgartún er listagallerí og kaffihús sem opið er almenningi. Á morgun, laugardag, verður opnuð sýning á verkum Harðar Ágústs- sonar málara. Af því tilefni verður efnt til svokallaðs Harðarhádegis þar sem Ólafur Gíslason list- fræðingur og Pétur Ármannsson arkitekt fjalla um Hörð (1922- 2005), verk hans og feril. Pétur er einn höfunda bókar- innar Hörður Ágústsson – Endur- reisnarmaður íslenskra sjónlista. Pétur hafði á dögunum umsjón með endurgerð á listaverkinu Danslilja sem Hörður gerði árið 1954 á vegg í útibúi Búnaðarbank- ans við Laugaveg 114 þar sem af- greiðslusalur Tryggingastofnunar er nú til húsa. Þegar bankinn flutti 1970 var málað yfir verkið og það hvarf sjónum. Verkið hefur nú hins vegar verið endurgert á glervegg í nýju Höfðaútibúi Arion en svo heppilega vildi til að hluti af því upprunalega fannst óskemmdur efst á veggnum við Laugaveg þegar niðurhengt loft hafði verið tekið niður. Verður sú saga meðal annars rakin á Harðarhádeginu á laugardag. Listagallerí og kaffihús Arion er opið almenningi virka daga milli kl. 11 og 15.30 og á laugardögum frá 12 til 17.  ariOn Banki aðalstöðvarnar við BOrg rtún í nýju hlutverki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.