Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.04.2011, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 08.04.2011, Blaðsíða 46
 Almenn­ ingur getur svarið af sér svik­ söm einka­ fyrirtæki, en ekki – því miður – sviksama ríkisstjórn, stjórn­ sýslu, Alþingi og Seðla­ banka. Jafnvel þó þú getir ekki mótað líf þitt einsog þú kýst, reyndu í það minnsta eftir fremsta megni að lítillækka það ekki ... (Kvafis, þýtt GE) Nokkrum stundum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave III var ég beðinn um að taka þátt í aug- lýsingu fyrir JÁ-málstaðinn, samningaleiðina. Ég vissi þá þegar að ég myndi kjósa Já, en hvers vegna? Ég þurfti að spyrja mig enn og aftur: Hvers vegna segi ég já? Og svarið kom og reyndist mér erfitt: Vegna þess að ég skammast mín fyrir Ísland. Eða öllu heldur, það sem Íslendingar gerðu. Bankamenn, stjórnmála- menn, embættismenn, seðlabankastjórar, allir sem áttu að vita betur gerðu okkur skömm til. Ég skamm- ast mín og vil að þessari deilu verði lokið með sæmd. Hér eru nokkrar stiklur sem skýra málið í mínum huga: 1) ICESAVE-málið er sjálfskaparvíti Íslendinga Bretar og Hollendingar eru þolendur í málinu því þeir treystu íslenskum fjárglæframönnum fyrir sparifé sínu og treystu því sem sagt var af stjórn- völdum á Íslandi að allt væri tryggt. Íslendingar eru upphafsmenn og örlagavaldar í þessu ömur- lega máli. 2) Taflinu snúið við – sönnunin Við vitum alveg hvernig rökfærslan væri á Íslandi ef útlenskur banki hefði stofnað útibú á Íslandi, hirt tugi milljarða af sparifé almennings, Rauða kross-sjóði og hafnarsjóð Vopnafjarðar. Það þarf engan þjóðarsálarkönnuð til að sjá hvers konar hamfarir hefðu farið í gang til að knýja aurana út úr viðkomandi banka – sem að auki hefði stært sig af „innistæðutryggingu“ í samræmi við Evr- ópurétt. Þetta er svo rakið og augljóst. Ekkert dæmi afhjúpar tvískinnung málsins betur. Því þrátt fyrir allt getur hver litið í eigin barm – sem þorir. 3) Ekki bara bankamönnum að kenna Því miður er málið ekki svo einfalt að hægt sé að skella skuldinni á einkarekinn Landsbanka og láta sem engum öðrum komi málið við. Væri svo mætti ræða málið á þeim nótum. En það er ekki hægt því íslensk stjórnvöld bera þunga bagga vegna Icesave. Innistæðutrygging er skylda – sett til að vernda venjulegt fólk sem nurlar saman sparnaði í banka. Íslendingar svikust um að hafa þessa tryggingu nægilega þótt annað væri látið í ljós af stjórnvöldum þegar eftir var gengið. Stjórnvöld gættu ekki varúðar til að vernda almannahags- muni. „Kerfishrun“ er engin afsökun því sjóðurinn hefði ekki dugað fyrir innistæðutryggingum í Mýrasýslu, eins og einhver sagði. En stjórnvöld gengu lengra: Þegar í óefni stefndi fengu bank- arnir pólitískan og siðferðislegan stuðning frá stjórnvöldum og embættismönnum, Seðlabanka og Fjármálaeftirliti til að herða enn sókn í ann- arra manna fé. Þar var tekið skref út fyrir hinn lögformlega ramma inn á hið pólitíska og sið- ferðislega svið. Að stofna Icesave í Bretlandi tveimur árum fyrir Hrun er eitt, en að fara til Hollands með sömu hugmynd fjórum mánuðum fyrir Hrun var rán. Vitandi það sem menn vissu þá. Og svo var gefið í: Fáum vikum fyrir Hrun komu framámenn á Íslandi með hvatningu um að bank- arnir sæktu fleiri erlendar innistæður. Þeir fóru í sérstaka leiðangra til að gera Landsbankanum það fært þegar stjórnvöld í Hollandi og Bretlandi vildu stoppa ryksuguna. Ótal sannanir eru um fögur fyrirheit um að Íslendingar væru borgunar- menn fyrir öllu – frá því fyrir Hrun. Þess vegna er pólitísk og siðferðisleg ábyrgð Íslands mikil. Almenningur getur svarið af sér sviksöm einka- fyrirtæki, en ekki – því miður – sviksama rík- isstjórn, stjórnsýslu, Alþingi og Seðlabanka. Íslensk stjórnvöld ákváðu sjálf að fara með Ice- save-málið úr hinum þrönga ramma viðskipta- laga og tilskipana inn á vettvang stjórnmála, mannorðs, siðferðis, loforða og drengskapar. Og þar er það enn. 4) Mismunun er ósanngjörn Innistæður í útibúum Landsbankans á Íslandi voru tryggðar upp í topp af stjórnvöldum en ekki í útibúum sama banka í Bretlandi og Hollandi. (Þessu til viðbótar var eigendum bréfa í verð- bréfasjóðum á Íslandi bætt tjónið að miklu leyti með 80 milljörðum án lagastoðar eða umræðu á Alþingi.) Þessi mismunun gengur þvert gegn öllu því sem áskilið er í alþjóðlegum samningum og Íslend- ingar hafa staðfest. Á undirbúningsstigi hét þessi mismunun í íslenskri stjórnsýslu „fokk the for- eigners“ og hún er til skammar. Eina málsvörn okkar er sú að Hollendingar og Bretar hefðu átt að grípa í taumana fyrr (ekki taka mark á loforðum Íslendinga) og því beri þeir hluta ábyrgðar. Það ætla þeir líka að gera. 5) Vondur grunur versnar Frá fyrstu vikum málsins hef ég haft illar grun- semdir um ósiðlega hegðun íslenskra stjórnvalda og þær versna stöðugt. Í áramótagrein 2008/9 kallaði ég það „Stóra planið“ sem greinilega var upphugsað og samþykkt einhvers staðar, ein- hvern tímann, í íslenska stjórnkerfinu árið fyrir Hrun. Planið gekk út á það sem Davíð Oddsson lýsti í frægu Kastljóssviðtali. (Fokk the foreigners). Engin – endurtek – engin eðlileg skýring er á ábyrgðarlausu athæfi íslenska ríkisins megin- hluta ársins 2008 nema sú að það var beinlínis ætlunin að hirða sem mest fé í útlöndum með það að markmiði að borga aldrei ef illa færi. Þessi Tæra snilld II var svo mögnuð í huga Dav- íðs Oddssonar að hann stóðst ekki mátið að hirða gloríuna í Kastljósviðtalinu mikla 7. október 2008. Þá fengu Bretar og Hollendingar grun sinn staðfestan, eins og Darling sagði við Mathiesen: Þið ætlið ekki að standa við það sem þið sögðuð. Það stóð aldrei til. Stóra planið var örugglega byggt á einhverju lagatæknilegu mati sem fólk í æðstu stöðum trúði að dygði. Einhvern tímann (sumarið 2008?) var þegjandi samkomulag í gildi um að svona skyldi farið að. Hvaða ráðherrar, hvaða embættis- menn, hvaða bankastjórar? Það veit ég ekki. Vegna þessa var gefið í: bankarnir hvattir til að sækja meira; þess vegna var svo ákaft sótt í að „ryðja hindrunum úr vegi“ fram á síðasta dag; þess vegna var innistæðulausum loforðum stráð þar sem íslenskir stjórnmálamenn og embættis- menn fóru í örvæntingu. Planið var til, hvergi skjalfest, ekki útfært – en útpælt: Við höfum engu að tapa því við ætlum ekki að tapa neinu. Þessi heimalögfræði var svo margtuggin í fram- haldinu um að Íslendingum beri engin skylda til að skilja tilskipun um innistæðutryggingar eins og hún er meint. Skítamix eins og að stofna tóman sjóð átti að nægja. Sjálfsagt fáum við aldrei að vita hvernig þetta gerðist í raun og veru. 6) Loforð er loforð Í kjölfar Hrunsins kom svo í ljós að Stóra plan- ið kolféll á fyrsta prófi og ekki fannst það ríki í veröld víðri sem studdi Íslendinga. Íslendingar lofuðu þráfaldlega að semja, og gerðu það eftir örfáa daga við Hollendinga þegar Mathiesen og Guðlaugsson komu heim með Icesave I, versta samninginn. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og Alþingi staðfestu samningsvilja mörgum sinn- um fyrir áramót 2008 og oft síðar. Í nýrri stjórn snerist VG strax til samningsvilja „að vel athug- uðu máli“. Stór hluti Sjálfstæðisflokksins er sama sinnis. Vegna þessara loforða um að semja fengu Íslend- ingar aðstoð sem þegar hefur gert kreppuna létt- bærari en ella. Nú gefst Íslendingum tækifæri – það besta sem boðist hefur – til að standa við orð sín. Við erum þegar búin að taka út á loforðin. 7) Hlutföllin eru kolbrengluð Miðað við fyrstu hrollvekjur um Icesave er von að fólk haldi að nú eigi að senda komandi kyn- slóðir í þrælkun. Svo er ekki. Vægi deilunnar og þyngsl hennar á herðum þjóðarinnar eru ekki í neinu samræmi við líklegan kostnað. Vonir standa til að Icesave kosti ekki meira en ca. 30 milljarða, sem er minna en Íbúðalánasjóður tapaði í fyrra. Í grein Gylfa Zoëga og Friðriks Más Baldurssonar í Fréttablaðinu 2. apríl kem- ur fram hvað Hrunið kostaði: Beinn kostnaður vegna bankahrunsins er ... um 31% af landsfram- leiðslu (18% vegna endurfjármögnunar fjármála- stofnana, 11% vegna endurfjármögnunar Seðla- bankans og 2% vegna Icesave-samningsins ...). Skilja menn nú hvers vegna ritstjóri Moggans og dansstjórinn frá Hruna má ekki til þess hugsa að Icesave hverfi úr umræðunni? Gjaldþrot Seðla- bankans kostar okkur sex sinnum meira en Ice- save ef að líkum lætur. 8) Við segjum NEI gegn klúðri ríkisstjórnar- innar Þetta er skiljanlegt því um margt hefur stjórninni gengið illa í þessu máli. Henni er reyndar vor- kunn að taka þetta skaðræði í arf, Icesave er ekki hennar sköpunarverk. En hún hefði getað gert miklu betur allt frá upphafi og skildi greinilega ekki mikilvægi þess að hafa breiða samstöðu um framvindu á öllum stigum. Í stað þess að verða sameiginlegt pólitískt við- fangsefni þjóðar í vanda urðu vendingarnar óskiljanlega flóknar, laumulegar, kerfislegar – og líka stundum pólitískt-persónulegar eins og því miður oft gerist á Íslandi. Núverandi samningur er árangur af starfi fagmanns á þessu sviði í sam- starfi við samninganefnd sem er skipuð trún- aðarmönnum á breiðum pólitískum grundvelli. Að segja NEI núna til að kjósa gegn ríkisstjórn- inni er rökleysa. Þetta ER EKKI HENNAR SAMNINGUR. Ríkisstjórnin fellur líklega í næstu kosningum ef henni verður ekki sjálfhætt löngu áður. Icesave er einfaldlega annað mál, spurning um siðferði, rétt og rangt – hvernig svo sem menn meta það. 9) „Við borgum ekki skuldir óreiðumanna“- rökleysan Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama: Um þetta er ekkert val. Við erum byrjuð að borga og munum borga. Við borgum gjaldþrot Seðla- bankans, við borgum bótasjóð Sjóvár, við borg- um Sparisjóð Keflavíkur, hina bankana, borgum, borgum út í eitt. Við borgum fyrir Icesave hvort sem þjóðin segir JÁ eða NEI. Já þýðir að borga með sátt og lág- marksáhættu. Nei þýðir að beygja sig undir beina og óbeina refsingu sem að mörgu leyti er skilj- anleg og við myndum sjálf beita í svipaðri stöðu ef við gætum. Og felur í sér mestu hugsanlegu áhættu ef allt fer á versta veg. En orðstír, hvem sér góðan getur, deyr aldrigi: Mestur kostnaðurinn verður af því trausti sem Íslendingar verða rúnir. Við stimplum okkur út úr samfélagi þjóða sem vandræðageplar sem ekkert er að marka. Er ekki löngu komið nóg af glæfrum? Er ekki nóg komið af sviksemi? Er ekki löngu fullreynd sú leið að taka alltaf hámarksáhættu, sé hún í boði? Allt er þetta mjög dýrt, hvernig sem á er litið og hvort sem Já eða Nei verður ofan á. Við sleppum ekki. Og þó. Við sleppum reyndar við langstærsta hlut- ann af því sem Hrunið kostar. Útlendir lánar- drottnar Íslands þurfa að afskrifa 7.000 milljarða króna vegna þess að þeir treystu Íslendingum. Vægt metið er það tíu sinnum meira en Íslend- ingar sjálfir borga. „Við borgum ekki“-fólkið getur sannarlega hrós- að sigri nú þegar. Nei, ég skammast mín ekki fyrir Ísland né fyrir að vera Íslendingur. En ég skammast mín fyrir það sem fólkið mitt gerði. Nú vil ég taka fyrsta skrefið í þá átt að sættast við fólkið mitt, setja niður deilur heima og erlendis. Ég vil byrja að byggja upp og skapa Nýja Ísland. Ég ætla að segja JÁ. Samningurinn endurheimtir brot af því þjóðarstolti sem ég hef saknað um hríð. Icesave-kosning Því segi ég já Stefán Jón Hafstein fyrrverandi borgarfulltrúi og formaður fram- kvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. 46 viðhorf Helgin 8.-10. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.