Læknablaðið - 01.02.1967, Qupperneq 34
6
LÆKNABLAÐIÐ
Einarsnes er vildisjörð, og sátu það liöfðingjar Mýramanna
og Borgfirðinga um langan aldur. Hvernig sem á þvi stóð, seldi
Gunnlaugur bóndi þó Einarsnesið, meðan Björn sonur hans var
enn á barnsaldri, og fluttist að Suðurríki, sem var hjálenda frá
prestssetrinu Borg, en þann stað hélt þá móðurbróðir Björns, séra
Einar Friðgeirsson, gáfaður maður og vel hagmæltur, og var
alltaf góð frændsemi með þeim Birni.
Ekki þurfti að berja Björn til bókar, því að snemrna fannst
á, að hann var hæði greindur og námgjarn, og var honum levft
að ganga menntaveginn. Hann var löngum efstur í sínum bekk
og lauk stúdentsprófi árið 1920, en læknaprófi 1926, hvoru tveggja
með ágætri einkunn. Að loknu kandídatsprófi fór Björn utan og
aflaði sér betri framhaldsmenntunár en títt var á þeim árum,
fyrst í Danmörku, en síðar i Þýzkalandi og var um þrjú ár við
það nám.
Eftir heimkomuna 1929 gegndi Björn héraðslæknisembætt-
inu í Beykjavík og kennslu í Ivflæknisfræði fyrir Jón Hjaltalín
Sigurðsson, sem íor þá í námsför til útlanda, og varð síðan að-
stoðarlæknir hans, er Landspítalinn var opnaður, og næstu þrjú
árin.
Um þetta leyti, lield ég, að þeir Níels Dungal og Björn hafi
ijorið langt at' öllum ungum læknum hér, bæði að þekkingu og
dugnaði.
Læknar við lyflæknisdeild Landspítalans voru þá aðeins vfir-
læknirinn, sem jafnframt var prófessor í fræðigrein sinni, eins
og enn tíðkast, og héraðslæknir i Reykjavík með vitjana-
skvldu, einn aðstoðarlæknir og einn kandídat, svo að nærri má
geta, að vinnutíminn hefur oft orðið langur. í sumarleyfum var
aðeins einn æfður læknir með kandídatnum. Þar að auki var
kaupið svo lágt, að aðstoðarlæknirinn varð að stunda lækningar
í bænum til að komast af. Það var því varla von til þess, að hægt
væri að fásl við vísindaleg verkefni.
Ilvort sem það var vegna ytri ástæðna eða ekki, fór svo, að
það varð ekki hlutskipti Björns að helga starfskrafta sina kennslu
ungra læknisefna. Björn var líka fvrst og fremst „therapeut“,
maður hins virka læknisstarfs og stundunar sjúkra. Hann skrifaði
lítið og skrafaði fátt opinberlega um læknisfræðileg efni og tók
lítinn þátt í félagsmálum lækna, enda var hann mjög hlédrægur
að eðlisfari, jafnvel feiminn, og hlaut það að hafa mikil álirif á
framkomu lians út á við.
Eins og getið var hér að framan, fór Björn að fást við almenn