Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1967, Síða 41

Læknablaðið - 01.02.1967, Síða 41
LÆKNABLAÐIÐ 11 arnir verið sérfræðingar. Sérfræðingar og ósérlærðir læknar hafa starfað þar ,sem aðstoðarlæknar þeirra. Nefndin álítur, að þeir, sem reka spítalana, ríki, bær eða einka-l aðilar, verði að ákveða í samráði við læknasamtökin, hvers konan þjónustu hverjum spítala er ætlað að veita, og reynt verði að sam ! ræma þessa þjónustu í framtíðinni. Nefndin mun síðar í þessari greinargerð veita nokkra lýsingu á hverjum spítala um sig til glöggvunar á ástandinu, ein.s og það er núna. f nefndinni var enginn ágreiningur um, að íslenzkir spítalar,-' væru fyrir neðan meðallag um aðbúnað, starfsaðstöðu og aðgang að I sérfræðikunnáttu. Nefndin aflaði sér þeirra lágmarkskrafna, sem eru skilyrði þess, að amerískir spítalar hljóti viðurkenningu — „Standards for Hospital Accreditation“ —, ,sem settar eru af Joint Commission on Accreditation of Hospitals; en nefndin er skipuð fulltrúum American Medical As- sociation, American College of Surgeons, American College of Physi- cians og American Hospital Association. Nefndin hefur ekki getað aflað sér sambærilegra upplýsinga frá neinu öðru landi. Á mati sínu og tillögum hefur nefndin byggt veru- lega á þessum „Minimal Standard11. Eru þessar lágmarkskröfur settar fram til tryggingar því, að sjúklingurinn fái beztu læknisþjónustu. Gilda þær jafnt fyrir opinbera spítala sem einkaspítala, og skiptir engu, hvort spítalinn er stór eða lítill. Gerðar eru kröfur til þess, að spítalinn geti annazt þá þjónustu, sem hann hefur tekið að sér. Spítalar eru .stofnanir fyrir sjúka, en þeir ná ekki tilgangi sínum án lækna. Segja má, að spítalinn sé ekki annað en hluti af þeim búnaði, sem læknirinn hefur til þess að lækna sjúklinginn. Enginn grundvallarmunur er á spítalalækni og hverjum öðrum lækni. Annar hefur aðstöðu, sem hinn hefur ekki. Sú þjónusta, sem hver spítali tekur að sér að veita, getur farið eftir mörgu. Þannig getur t. d. læknis- þjónusta á litlu héraðssjúkrahúsi verið gjörólík því, sem gerist á stórum borgarspitala. Þess vegna verður að miða kröfur til spítala við að- stæður á hverjum stað. Mat á spítala hlýtur fyrst og fremst að byggjast á læknaliði hans. Þar sem markmiðið er hverju sinni að leysa vandamál sjúklingsins (sjúkdómsgreina hann og lækna), eru möguleikarnir til þess þeim mun betri sem spitalinn á völ á fleiri góðum sérfræðingum í sem allra flestum greinum. Þarna er um grundvallarbreytingu að ræða frá því, sem var fyrir um 40—50 árum, þegar góður læknir vissi nokkurn veginn allt það, sem vitað var í læknisfræði. Læknisfræði nútímans er orðin víðtæk og háþróuð vísindagrein, sem enginn einstaklingur getur fengið fulla yfirsýn yfir. Því er undir- ! staða góðrar læknisfræði í dag samvinna (team-work) fleiri eða I færri lækna, sem hafa aflað sér sérþekkingar á afmörkuðum sviðum hennar. Engilsaxneskir læknar hafa í langan tíma vitað þetta öðrum betur og breytt í .samræmi við það. í Þýzkalandi og á Norðurlöndum hefur slík samvinna aftur á móti mætt litlum skilningi allt fram á síðustu ár. íslenzkir yfirlæknar hafa í þessu tilliti yfirleitt dregið dám af starfsbræðrum sínum á Norðurlöndum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.